Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 20
12 SAMTÍÐIN R AD D I R------------------------ -----------R A D D I R------------ ---------------------RADDIR Pétur Pétursson forstjóri: SKEPULÖGÐ SÖLUSTARFSEMI ÉG HELD, að það væri rétt, að íslendingar viðurkenndu það í eitt skipti fyrir öll, að þeir eru nú ekki snjöllustu sölumenn í heimi. Þeim lætur annað betur. Það er sérfag, hvað sem hver segir, að skipuleggja sölustarfsemi, að byggja hana þannig upp, að hún gefi veru- legan árangur. Það að koma upplýsingum um tiltekna vöru á skipulegan hátt til notenda krefst mikillar sérþekkingar. Það verður að viðurkenna, að máttur auglýsinga í hvaða formi sem þær annars eru, er gífurlega mik- ill í flestum menningarlöndum. Að minnsta kosti í þeim löndum, þar sem frjáls sam- keppni er leyfð. En hvað vantar okkur, úr því framleiðslu- getan er fyrir hendi, vélakostur og vinnuafl, sem jafnast á við margar aðrar þjóðir að gæð- um og verðlagi? Okkur vantar þekkingu á útflutningi iðnaðarvara, þekkingu til að skipuleggja útflutning, þekkingu til að kom- ast inn á þá markaði, sem henta bezt þeim vörum, sem hyggilegast er fyrir íslendinga að framleiða, þekkingu til að koma þessum upplýsingum áleiðis til hugsanlegra notenda í gegnum blöð, útvarp, sjónvarp, auglýsingar og á ýmsan annan hátt. Nú er það svo, að til þess að mæta samkeppni háþróaðra iðnaðar- þjóðfélaga, þarf vitanlega eitthvað sérstakt að koma til af íslands hálfu. Ég tel, að ísland eigi að velja sér markaðssvið fyrir sínar iðn- aðarvörur, þar sem mest væri lagt upp úr sérstökum gæðavörum, sem reiknað væri með að selja á því markaðssviði, sem kalla mætti „lúxusklassa“. Ég álít, að það orð eigi að komast á íslenzkar iðnaðarvörur, að þær séu framleiddar fyrst og fremst sem gæðavörur og sérstæðar vörur, sem séu seldar á háu verði, og ég meina háu verði, þó vitanlega séu alltaf takmörk fyrir því, hvar hægt er að selja og fyrir hve hátt verð á tilteknum mörkuðum. Við íslendingar erum á þessum sviðum, eins og á mörgum öðrum, að byrja okkar sögu. Við mætum áreiðanlega margs konar erfiðleikum, og við því er að búast, en við skulum setja okkur takmark, sem er útflutn- ingur iðnaðarvara í stórum stíl, og því marki verðum við að ná, hvort sem okkur gengur betur eða ver. (Or samtali við Pétur Pétursson, forstjóra Álafoss hf., í Morgunblaðinu 7. nóv. 1969). TIL KAUPENDA BLAÐSINS AF þeirn bréfafjölda, sem SAMTfÐ- INNI hefur borizt á þessu ári, sést glöpat, hve almennra vinsælda blaöið nýtur. Sí- hækkandi útgáfukostnaður af völdum veröbólgu hefur hins vegar valdið blað- inu örðugleikum, og í september sl., þeg- ar ýmsir voru farnir að greiða árgjald næsta árs, var ekki annars kostur en að ákveða það 250 kr. Er þar aðeins um 5 kr. hækkun á hvert blað að ræða, svo að enn er SAMTÁÐIN helmingi ódýrari en flesi ■íslenzk mánaðarblöð. Við sögðum öllum þeim, sem til náðist, frá þessari smávægilegu hækkun, en get- um hennar hér, af því að margir af kaup- endum blaðsins eru vanir að senda okkur árgjald sitt fyrirfram um hver áramót. Blaðinu væri mikill greiði ger, ef sem flestir áskrifendur send,u árgjaldið 1971 (250 kr.) við fyrstu hentugleika. Ein bezta jólagjöf, sem þú getur sent vini þínum, er áskrift að SAMTlÐINNI. I því sambandi bjóðum við þetta kosta- boð: Sendu okkur nú þegar 500 kr. ásamt nafni vinar þíns og heimilisfangi, og við munum þá tafarlaust senda honum ár- gangana 1969 og 1970 með jólakveðju frá þér og síðan árganginn 1971, jafnóðum og blöðin koma út. Þessi 30 blöð, sem hann fær, eru eitthvert fjölbreyttasta og skemmtilegasta lestrarefni, sem hér er völ á. Utanó,skrift okkar er: SAMTlÐIN, Pósthólf ú72, Reykjavík. Blaðið óskar öllum Islendingum GLEÐILEGRA JÓLA.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.