Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 39

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 39
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU j ,— ---------—~——-------------j HALLDÓR LAXNESS: „Mestöll út- skýring á list orkar á listblinda menn eins og útskýringar á guðfræði orka á trúlausa menn, en listrænir menn afturámóti vilja sjá list og heyra list, en ekki hlusta á orða- leingingar um list... I ýmsum háþróuðum menningarlöndum er svo mart skrifað og skrafað um listir, oft á lærðri en nokkuð marklítilli golfrönsku, að maður er hrædd- astur um að það gleymist að búa til list- ina sjálfa fyrir látunum í skriffinnunum. Ég veit ekki hvort listamenn sjálfir lesa þetta mikla skrafelsi um list eða gera sér það ómak að reyna að ráða sjargon um list; óskandi að þeir gerðu það ekki, þeir gætu farið að halda að það væri nóg að skrifa um list og þyrfti ekki að vera að búa hana til. Það vill við hrenna að í lönd- um þar sem menn eru sérstaklega fimir í I’staheimspeki, þar vilji listin sjálf verða dálítið af sama tagi og hið lærða orða- gjálfur. Við þurfum sem betur fer ekki að kvarta yfir því að á íslandi drukni listirn- ar í lærðri ónytjumælgi eða verði sam- dauna henni; okkar vandamál eru önn- ur... Listin er sköpun, sem gerir orð iuarklaus“. X: „Við fæðumst með kreppta hnefa eins og menn, sem eru tilbúnir til atlögu, °g við deyjum með ókrepptar og tómar hendur, þegar baráttunni er lokið“. VIVICA BANDLER: „Menning er mót- stöðuafl þjóðar?nnar“. DOSTOJEVSKIJ: „Sá dagur mun koma, er mannkynið segir: Það eru engin afbrot til. Það er engin synd til. Það er engin sekt til. Aðeins eitt er til, hungur. Og þá munu upphefjast hróp og kveinstafir: Gef oss brauð!“ ---—---------------------------------- * A BÓKAMARKAÐINUM _______________________________—— Kári Tryggvason: Sunnan jökla. Ljóð. 84 bls., ób. kr. 255.50. Þorsteinn Erlingsson: Rit I—III. LjóSmæli, sög- ur, ritgerðir. Tómas Guðmundsson sá uin útgáfuna. 964 bls., ib. kr. 1332.00. Þórir Bergsson: Ritsafn I—III. Ljóðmæli, sög- ur, ritgerðir. Guðmundur Gíslason Hagalin sá um útgáfuna. 1122 bls., ib. kr. 1332.00. V. I. Lenin: „Vinstri róttækni". Barnasjúkdóm- ar kommúnismans. Bókin er gefin út í hundr- að ára minningu höfundarins. Ásgrímur Al- bertsson þýddi. 144 bls., íb. kr. 266.50. Kristján Eldjárn: Ilundrað ár í Þjóðminjasafni. 3. útg. Minjaþættir um safngripi Þjóðminja- safnsins. Myndir og litmyndir. 200 bls., ib. kr. 710.40. William Shakespeare: Leikrit IV bindi. Allt i misgripum. Anton og Kleópatra. Vindsór- konurnar kátu. Helgi Hálfdanarson þýddi. 314 bls. íb. kr. 555.00. Guðmundur Böðvarsson: Innan hringsins. Ljóðmæli. 80 bls., íb. kr. 411.00. Tómas Guðmundsson: Ljóðasafn. Við sundin blá. Fagra veröld, Mjallhvít, Stjörnur vors- ins. Fljótið helga. Inngangur eftir Kristján Karlsson. 232 bls., íb. kr. 710.50. Oscar Clausen: Aftur í aldir I bindi. Sögur og sagnir úr ýmsum áttum. 232 bls., ib. kr. 511.00. Björn Th. Björnsson: Reykjavik. Bókin er að meginhluta myndabók, en jafnframt sögulegt yfirlit um þróun Reykjavikur og lýsing á borginni eins og hún er nú. Bókin er gefin út á fjórum tungumálum: íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. (Litmyndir). Myndir eftir Leif Þorsteinsson. Teik'ningar eftir Gisla B. Björnsson. 134 bls., íb. kr. 1332.00. Þorsteinn Matthíasson: Gengin spor. Sagna- þættir eftir fornum og nýjum heimildum. 175 bls., íb. kr. 377.50. Útveguim allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. fífíhavorzlun ÍSAFOLfíAfí Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27)

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.