Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 24
16 SAMTÍÐIN Óvinir Rússa höfðu Eystrasalt á valdi sínu, og skothríð þeirra! torveldaði mjög birgða- flutninga til borgarinnar flugleiðis. Óhindr- aðir hefðu þeir að vísu ekki forðað nema litlum 'hluta borgarbúa frá hungursneyð. Borgin varð rafmagnslaus, og allt símasam- band var einnig rofið þar. Sporvagnaumferð stöðvaðist. Hungursneyð blasti við meir en þrem milljónum manna. Fólk reif fóðrið af innveggjum húsanna og át klístrið undir þvi. Menn lögðu sér allt til munns, sem hugsazt gat: pappír, leður, trjábörk, sag, svínahúðir o. fl. Hundar, kettir og fuglar hurfu af götum borgarinnar. Lasburða fólk var myrt til þess að ná í skömmtunarseðla þess. Salisbury hef- ur náð í dagbækur og minnisgreinar, þar sem sést, að fólk hefur neytt mannakjöts. Þar er sagt frá því, að mæður hafi varnað börnum sínum að fara út á götu af ótta við, að þau yrðu myrt og étin. Einnig er þar getið um, að hungrað fólk hafi óafvitandi keypt manna- kjötsdeig í búðum. Lík hrúguðust upp í kirkjugörðunum, og kom þá stundum í ljós, að þeir hlutar líkanna, sem skástir mundu til átu, höfðu verið hirtir. í einni íbúð, sem hermenn höfðu brotizt inn í, fundust fimm mannaskrokkar hangandi niður úr krókum í loftinu. íslenzkur lesandi hugsar sem svo: Hvernig geta þessi ósköp hafa átt sér stað á 20. öld? Veturinn 1941—’42 var óvenju kaldur í Leningrad. Þar blasti þá ekki annað við en hungur, myrkur og frosthörkur. Vatn fraus í leiðslum, svo að ekki fékkst deigur dropi nema með því að bræða snjó. Jarðvegurinn var harðfrosinn og fólk of máttfarið til að greftra lík ástvina sinna, sem lágu hvarvetna eins og hráviði. Vikum saman húktu þrír dauðir menn inni í ónothæfum strætisvagni. Öðru hverju leitaði örmagna fólk sér þar einnig skjóls í frosthörkunum. Það hefur verið fremur óhugnanlegt afdrep og félags- skapurinn dauflegur. Um 1 500 000 Leningradbúar létu lífið, meðan borgin var í herkvínni. Þeir gáfust upp fyrir hungri, kulda, ofbeldi o. s. frv. En borgin sem heild reyndist ósigrandi. Vígorðið þar var: Leningrad óttast ekki dauðann. — Dauðinn óttast Leningrad. Þessi hreystiyrði reyndust sannmæli. íbúar borgarinnar dóu unnvörpum, en borgin hélt velli. Umsátrinu lauk loks í janúar 1944, en vopnaviðskiptunum var þá samt ekki lokið með öllu. Meðan á umsátrinu stóð, hafði vald- stjórnin í Kreml torveldað varnir Leningrad- búa með furðulegri pólitík. Ekki tók betra við að stríðinu loknu. Þá reyndi Stalin að sundra kommúnistaflokki Leningradborgar með því að láta myrða þúsundir þeirra manna, sem hraustlegast höfðu varið borg- ina, auk þess sem miklar heimildir um dáð- ir þeirra voru eyðilagðar. En eins og Hitler mistókst að vinna Leningrad, svo mistókst Stalin einnig að drekkja minningunni um hetjudáð varnarliðs hennar í blóði og eyð- ing heimilda. Dagbókum frá umsáturstíman- um var bjargað, sjónarvottar að harmleikn- um komust líís af og jafnvel opinberum skjöl- um var forðað frá hreinsunareldinum. Eftir stríðið skipaði Stalin svo fyrir, að málað skyldi yfir bláu og hvítu varnaðar- áletranirnar í Leningrad frá umsátursárun- um. Þær hljóðuðu þannig: Borgarar! Ef til loftárásar kemur, er hættulegra að ganga hérna megin á götunni. Árið 1957, eftir að Krústév hafði fordæmt Stalin, voru þessar áletranir málaðar á ný, og þær eru þarna enn, endurmálaðar á hverju vori. „Þróttur Leningradborgar reynd- ist máttugri en einræðisherrarnir,“ segir Salisbury. Ógetið er enn þess afreks, sem lengi mun minnzt í sambandi við þessa ógnartíð, en það er hið mikla tónverk Dimitris Shostako- vichs: Sjöunda sinfónía tónskáldsins eða öðru nafni Leningradsinfónían. Shostakovich samdi þrjá fyrstu þætti þessa glæsilega verks, meðan á umsátrinu stóð (1941), en lauk því í Moskvu og Kuibyshev, eftir að honum hafði verið komið þangað ásamt konu sinni og börnum. Þetta rismikla hetjutónverk var frumflutt í Kuibyshev árið 1942, og hlaut það þegar mikla og almenna viðurkenningu bæði hjá Rússum og bandamönnum þeirra í styrjöldinni. Má segja, að tónskáldið hafi fyrir þetta verk hlotið verðuga uppreisn fyr- ir þau ósæmilegu ummæli, sem blaðið Pravda hafði viðhaft um óperu hans Frú Macbeth af Mtsensk, en það hafði leyft sér að kalla hana „hrærigraut í stað tónlistar“, tveim árum eft- ir að hún hafði verið irumflutt í Leningrad, 22. jan. 1934 og hlotið þar einkunnina snilld- arverk. Er þetta eitt dæmi af mörgum um það, hve illa tekst til, þegar pólitíkusar taka sér fyrir hendur að villa um fyrir fólki á sviði listsköpunar. Listamenn einræðisþjóðanna þekkja þann óleik af biturri reynslu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.