Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 9 EKKJA SPARTVERJANS SÍÐLA dags á laugardeginum fór að rigna. Þá skrapp ég inn í nýlenduvörubúðina með tvær flöskur af dökku víni, sem voru í gjafa- böggli. Mantaris starði á flöskurnar. „Nú fer þetta að ganga eins og í sögu,“ sagði ég. Hann starði á mig og stökk síðan óður upp á nef sér. „Af hverju læturðu hana ekki í friði?“ spurði hann. „Af hverju ræðstu ekki heldur á götudrós eða einhverja stelpu, sem er hendi næst? Af hverju verður það endilega að vera ekkjan, hún Angela?“ „Hún er Sarons rós,“ svaraði ég, „og liljan í dalnum.“ „Þú ert mesti syndaselur,“ sagði hann; „ekkert er þér heilafft.“ „Þú kannt ekki að láta í minni pokann,“ svaraði ég. „Þú skalt verða að gefast unp, áður en lýk- ur,“ sagði hann. „Þú kemst ekkert með hana.“ „Ég gefst ekki upd.“ anzaði ég. „Og ég skal nú komast langleiðina, áður en varir.“ „Snautaðu út!“ kallaði hann. ,.Þú ert hund- tyrki! Ég hræki á þig og á leiðið hans föður þíns!“ Ég litaðist um. „Áttu engin kálhöfuð í dag?“ spurði ég. Hann stokkroðnaði og fnæsti. „Það skiptir engu máli,“ 'sagði ég. „f kvöld unnsker ég eitthvað sjálfur. f nótt, gamli vin- ur.“ Ég safnaði glóðum elds að höfði honum. Hann stóð þarna alveg klumsa, þegar ég fór. Þegar ég var á leið til ekkjunnar, fór aftur að rigna. Ég stökk út úr bílnum og hljóp upp ttönnurnar. Hún stóð brosandi í dvrunum og t>e'ð mín. „Leyfðu mér að taka við blautu hlífðarfötunum þínum,“ sagði hún. ^g sótti regnkápuna mína og hattinn og har sjálfur vínið inn. „Þetta er nú meira veðrið,“ sagði ég. uÞað er andstyggilegt!" svaraði hún. „En nú er gott að koma í húsaskjól," sagði ég. „Mér var farið að verða kalt í rigning- unni.“ Andartak stóð hún grafkyrr án þess að svara, og birtan frá lampanum skein á andlit hennar. Varir hennar voru rauðar, enda hafði hún málað þær lítillega, og hún hafði einnig málað kinnamar rauðar. „Það sakar ekki,“ sagði hún. Svo sótti hún tappatogara og lítil, skrautleg vínglös. Ég opnaði aðra flöskuna. Við sátum saman á legubekknum. Regnið buldi á rúð- unum. „Þetta hefur verið unaðsleg vika,“ sagði hún. „Það hefur mér nú líka fundizt,“ svaraði ég. Svo fyllti ég glösin okkar aftur. Við sátum stundarkorn þögul og dreyptum lítillega á þeim. Stofan var eins og sæludalur milli hárra fjalla. Þarna stóð grammófónn úti í homi. Ég reis á fætur, gekk að honum og setti hann af stað. Skífan fór að snúast, og nálin seig niður á plötuna. Á henni var dans- lag frá fjöllunum í gamla landinu. Angela sat bama á legubekknum og horfði á mig. „Komdu og dansaðu,“ sagði ég. „Ég hef fyrr séð þig dansa.“ „Hvar?“ spurði hún. „Á skemmtiferðalagi,“ svaraði ég. „Þú varst hærri en allar hinar konumar. Þú varst fögur, og þú logaðir af fjöri.“ Hún reis á fætur. Hvellir tónamir fylltu stofuna. Hún gekk hægt að erammófóninum. „Ég dansa ekki framar,“ sagði hún. „Af hverju ekki?“ spurði ég. „Það er ekki rétt af mér að gera það,“ svaraði hún. Ég rétti út höndina off snerfi hár Anvelu blíðlega. Ég hefði ef til vill átt að bíða. þang- að til hún var búin að fá meira vín, en ég er nú ekki neinn steingervingur. Auk bess fólst eitthvað alveg sérstakt í þessu andartaki og í stellingum hennar. Ég fann það á mér. Hún hreyfði höfuðið lítið eitt, og ég færði höndina. Andartak horfði ég á andlit hennar, með þessum hryggu, myrku augum og hold- ugum vörunum, eins og hungraður maður horfir á safamikinn ávöxt. „Þú mátt ekki snerta mig,“ sagði hún. Ég snerti hnakkagróf hennar og farin, hvernig mjúkt hárið kitlaði finguma á mér. „En ég þrái svo að snerta þig,“ sagði ég og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.