Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 18
10 SAMTÍÐIN mér var full alvara. „Angela, Angela, allur líkami minn þráir snertingu við þig.“ Ég sá, hvernig brjóst hennar hófust við órólegan andardráttinn. Hún vissi, að ég hafði séð það og herti sig upp til að dylja geðshræringu sína. „Það er ekki rétt af mér,“ sagði hún. Síðan bar hún höndina vandræða- lega upp að kinninni. „Það er ekki rétt, að hann liggi í kaldri moldinni, en ég sé heit og rjóð.“ „Þú ert ekki dáin,“ sagði ég. „Angela, þú ert ekki dáin. Þú ert kona, sem lifir og and- ar. Þegar þú ert dáin, verðurðu köld að eilífu. En þangað til áttu að lifa.“ Hún snéri sér frá mér, meðan ég sagði þetta. Hún snéri bakinu að mér og andliti til veggjar, og það stirndi á hrafnsvart hár henn- ar. Ég stöðvaði grammófóninn. Danslagið þagnaði snögglega, og síðan varð skyndilega hljótt. Ég iðaði í skinninu af eftirvæntingu. Nú vissi ég, að ég átti hana. Ég sá það á því, hvemig hún stóð og leit undan. Gráttu að- eins á daginn, en á kvöldin er Larakis hjá þér. Ég seildist til hennar, og þegar hún fann hendur mínar snerta sig, snéri hún sér snögg- lega að mér. Andardráttur hennar var þung- ur, eins og henni væri örðugt um hann. Augu hennar voru lokuð og hvelfdust yfir máluð- um kinnunum, og þegar ég dró hana að mér, onnaði hún þau, og ég sá, að hún var æst og fús til að gefast upp. Ég kyssti holdugar varir hennar. Milli okk- ar var eggjandi ilmur af víni, þegar munnur minn lokaði vörum hennar og hún hélt niðri í sér andanum. Síðan drógum við bæði óstyrk andann, og hún hörfaði rétt sem snöggvast frá mér. Ég fann fingur hennar þreifa um andlit mér, háls og augu. Nú var nóg komið af þess háttar ástaratlotum. Ég þokaði henni að legubekknum. í sama bili hringdi dyrabjallan hátt og glymjandi. Ég fann, hvemig konan stirðnaði upp, og ég hélt niðri í mér andanum. „Við opnum ekki,“ hvíslaði ég. Svo greip ég aftur til hennar, þreifaði um bylgjandi barm hennar og fann hana brenna undir höndum mínum. Einhver barði ákaft að dyrum. Við litum hvort á annað. Við vorum bæði jafn föl og æst á svipinn. „Við verðum að opna,“ sagði hún hásri röddu. Síðan gekk hún burt og slétti úr kjólnum sínum annars hugar. Ef ég hefði haldið á skammbyssu þessa stundina, hefði ég tæmt hana gegnum hurð- ina án þess að hugsa nokkuð um, hver fyrir skotunum yrði. í þess stað rauk ég bölvandi til dyra. Ég svipti hurðinni upp, rétt í því að Mantaris gamli ætlaði að fara að hamast aft- ur á henni. Hann stóð þama furðu lostinn með galopinn munninn. Reiðisvipurinn á and- liti mínu hafði gert hann dauðskelkaðan. „Hvern fjandann vilt þú?“ öskraði ég. Hann lyfti titrandi höndunum til að verja sig. Svo hörfaði hann undan, en leit brátt við og sá þá, hvar ekkjan Angela stóð. Hann talaði til hennar í bænarrómi, en gaf mér jafnframt hornauga. „Gott kvöld, frú Angela,“ sagði hann, laut niður og tók upp stóra körfu með nýlendu- vörum. „Ég er að koma með vömmar yðar.“ Ég horfði þegjandi á hann. Ekkjan kom nær. „Herra Mantaris," sagði hún, og rödd hennar var dálítið óstyrk. „Ég hef ekki pant- að neinar vörur.“ Gamli maðurinn reyndi að gera sér upp vmdmnarsvip, þar sem hann tvísteig þama angistarlegur á svip úti fyrir dyrunum. „Ég þóttist viss um, að þær væru til yðar,“ sagði hann. „Frú Angela, ef til vill hafið þér gleymt, að þér pöntuðuð þær?“ „Ertu genginn af göflunum," sagði ég, allur í uppnámi. „Hún sagðist alls ekki hafa beðið um neinar vörur. Snautaðu burt og til fjand- ans með þig!“ „Mike,“ sagði ekkjan Angela í ásökunar- rómi. Hún var nú aftur orðin róleg. „Mér þykir þetta fiarska leitt, herra Mantaris," mælti hún stillilega, „en þetta hlýtur að stafa af misskilningi. Ég hef ekki pantað neinar vörur.“ Karlinn hætti að tvístíga, og svitinn perl- aði á brúnum hans og enni. „Afsakið mig. Ég er að verða gamall,“ sagði hann. „Þetta hefur skolazt til í höfðinu á mér. Fyrirgefið mér.“ Nú fyrst kom ég auga á körfuna með vör- unum. Það ætlaði alveg að gera út af við mig. Ofan á allt þetta hafði hann verið svo ósvífinn að leggja kálhöfuð. Það reið bagga- muninn. Ég hratt honum burt og skellti á hann hurðinni. Svo snéri ég mér að ekkjunni. Ég hafði að vísu misst móðinn, en ég hafði samt ekki gef- izt upp. Ég var kominn það vel á veg, að ég

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.