Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 17 Rafmagnaðasti maður heimsius HARRY HULL í Boston á Austur-Englandi á ekki sjö dagana sæla. Hann er með 14.400 volta spennu í líkamanum. Þetta hljómar furðulega, en er því miður satt. Fyrir rúmum þrem árum byrjaði hann að gefa frá sér raf- lost, sem voru það sterk, að fullorðnir menn, sem urðu fyrir þeim,.féllu við. Hull varð þessa í fyrsta sinn var, er hann tók penna af skrifborði sínu og sá, að bláan loga lagði frá hendinni á honum. Seinna slöngvaðist hundur hans ýlfrandi um þvert stofugólf, þegar hann lagði trýnið vinalega á hné húsbónda síns. Síðan hefur Harry Hull verið hafður til sýnis í sjónvarpi, og kom þá í ljós við mælingu, að hann var með 14.400 volta spennu. Nú er svo komið, að kona Hulls þorir ekki orðið að kyssa hann. Ástandið skánaði að vísu nokkuð við það, að sérfræðingur ráð- lagði Hull að klippa neglurnar á fingrum sér eins stuttar og unnt væri og ganga alltaf á skóm með leðursólum. En það hefur versn- að aftur og er nú það alvarlegt, að hann get- Ur ekki farið úr jakkanum, án þess að raf- naagnið sindri frá honum. Hull er vörubílstjóri og má heita, að raf- magnið í honum hafi gert hann atvinnulaus- an. Nýr vörubíll, sem hann keypti sér, fór ekki í gang, og þegar hann fékk annan bíl í stað hans, fór allt á sömu leið. Hann segir: >,Eg er alveg hlaðinn rafmagni. Ég gæti áreið- anlega kveikt á gasinu með því að smella með fingrunum út í loftið, en ég hef ekki þorað að bera það við. Öllum finnst þetta ákaflega spaugilegt, en það er allt annað en gaman að fá ævinlega raflost, þegar maður fer úr föt- unum.“ Karajan sagt til syitdanna SÆNSKA óperusöngkonan Birgit Nilsson komst nýlega þannig að orði í blaðaviðtali um Herbert von Karajan hljómsveitarstjóra: „Karajan nefnist hljómsveitarstjóri nokk- ur. Ekki veit ég, hvað er að manninum, en hann þolir enga samkeppni. Hann vill, að allt leiksviðið og hljómsveitin séu í myrkri; eina kastljósið, sem kveikja má, lætur hann falla á sjálfan sig. Við öll hin erum einungis miðlarar, ill nauðsyn. Hann hugsar ekki um annað en sjálfan sig, hvernig hann líti út á hlið, hvernig hreyfingar hans sjáist. Hann vill endilega vera fyndnastur allra, en þolir ekki fyndni um sjálfan sig, — og það verða menn að sætta sig við. Einu sinni á æfingu slitnaði þrísett perlufesti, sem ég var með. Við lögðumst öll á gólfið til að tína upp perlurnar, Karajan líka. Hann hélt á stórri perlu milli fingranna. „Þessa hafið þér auðvitað keypt fyrir ofsalega kaupið yðar við Scalaóperuna?“ sagði hann. — „Nei, þetta er nú bara gerviperla, sem ég keypti fyrir smánarkaupið mitt í Vínarborg!“ anzaði ég. í annað skipti sagði hann við mig á æf- ingu: „Þér hafið ekkert hjarta, þér hafið bara ísskáp.“ — Ég svaraði: „Þá eigum við að minnsta kosti' eitt sameiginlegt!“ Nei, við vinnum ekki sérlega vel saman. Hann lýkur aldrei við neitt. Það er nú leitt, því að Karajan er snillingur, en hann er bara svo mikið lítilmenni. Hann vill vera einn um jarðarhnöttinn. Ef hann eignaðist tunglið, myndi hann líka vilja eignast sól- ina.“ Nonni litli: „Mamma, má ég lesa pínu- lítið í sögubókinni, áður en ég sofna?“ „Já, en ekki lengur.“ ★ Skófatnaður í fjölbreyttu úrvali. ★ Kaupið skóna þar, sem úrvalið er mest. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 — Laugavegi 96 — Framnesvegi 2

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.