Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.12.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 13 tíiiiktnijHdadtiin ~fkaila\\4i HÚN heitir Marayat Andiiane og er gift frönskum forstjóra austur í Thai- landi, Louis Andriane að nafni. Sjálf er hún thailenzk, og faðir hennar var um skeið sendiherra lands síns í Danmörku. Hann heitir ákaflega austurlenzku nafni: Khun Bididh Virajjkar. Marayat menntaðist í Sviss og talar auk thailenzku ensku, frönsku, þýzku og ítölsku. Hún er afburða fögur kona með dökkbrúnt litarapt. Hún hafði ekki notið neinnar tilsagnar í leiklist, þegar hún tókst á hendur að leika fyrsta kvikmyndahlut- verk sitt í myndinni „Fallbyssubáturinn San Pablo“. Eiginmaður hennar var áður í frönsku utanríkisþjónustunni, og í veizlur, sem þau hjónin héldu á heimili sínu í París, kom margt tiginna og menntaðra gesta. Höfðu kvikmyndagerðarmenn þá oft orð ú því við húsmóðurina, að hún ætti að spreyta sig á að leika í kvikmyndum. Hún lét þessi eggjunarorð eins og vind um eyrun þjóta og varð hissa, þegar Fox Film í París bauð henni reynsluhlutvei’k. Fekktist hún tilboðið samt, enda allt að vinna, en engu að tapa. Þau hjónin voru urn þagi- mundir í þann veginn að flytjast til Bangkok. Eftir 6 mánaða dvöl í Thai- landi barst Marayat skeyti frá New York um að láta kvikmynda sig í reynslu skyni. Var síðan undirritaður samningur með því skilyrði, að frúin dveldist í Bandaríkj- unum, aðeins á meðan á þessari kvik- niyndartöku stæði. Það var Robert Wise, sem valdi Maray- at til að leika í „Fallbyssubátnum San Pablo“. Þegar hún kom til Hollywood, leit hann á hana og mælti lengi vel ekki orð frá vörum. Loks sagði hann í hálfum hljóðum: „Þér eruð allt of brún til að leíka í þessari mynd. Ég er að leita að kín- verskri stúlku í hlutverkið. En fyrst þér eruð komin hingað, er rétt að við mynd- um yður til reynslu." Þessi ummæli voru ekki beinlínis upp- örvandi, en Marayat var mynduð, og nokkrum dögum seinna kom Wise til henn- ar og sagði: „Þér getið farið til mannsins yðar heima í Bangkok. Þér fáið hlutverk- ið. Við gerum yður orð að koma hingað, þegar við þurfum á yður að halda, en gæt- ið þess að vera ekki mikið úti í sólskini." „Ég hélt mig í forsælunni,“ segir Mar- ayat, „þangað til Robert Wise sendi mér orð að koma. Ég notaði tímann til að lesa kvikmyndarhandritið og las hlutverk mitt í flugvélinni til Taiwan, þar sem þeir ætl- uðu að kvikmynda mig. Fyrst átti að mynda stærsta atriðið, og allt í einu stóð ég í sviðsljósinu augliti til auglitis við Richard Attenborough, „sem var nýbú- inn að kaupa mig á þrælauppboði". Ég skalf eins og hrísla og gat hvorki komið upp orði né sýnt nein svipbrigði. Robert

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.