Samtíðin - 01.05.1971, Page 17

Samtíðin - 01.05.1971, Page 17
SAMTÍÐIN 13 aði sig. Áður en langt um liði, mundi hún geta komizt í kjólana hennar Mónu, hélt hún, og orðið eins grönn og glæsileg og vin- kona hennar — alveg eins fíngerð og Parísar- sýningardömurnar á myndunum í kvenna- blöðunum. Og þegar því takmarki væri náð, mundi Brett Hunt áreiðanlega fara að lítast á hana... Það var allt útlit fyrir, að óska- draumur hennar mundi rætast. Svo var það einn morguninn, að Brett Hunt kom labbandi gegnum stóru skrifstof- una á leið sinni inn í ritstjórnarherbergin. Hann var með stærðar súkkulaðiöskju undir hendinni. Öfundin blossaði upp í Jennýju, þegar hún sá hann koma, því að hún vissi, að nú mundi hann eiga erindi við Mónu. Ef til vill væri hann með afmælisgjöf handa henni? Móna bjóst líka við, að hún ætti að fá öskjuna. Hún varð því heldur en ekki von- svikin, þegar ungi blaðamaðurinn strunsaði framhjá skrifborði hennar og gekk til Jennýj- ar. „Ungfrú Burton,“ sagði Brett, um leið og hann lagði súkkulaðiöskjuna á borðið fyrir framan Jennýju, „ég kem til að kynna mig. Ég heiti Brett Hunt. — Ég veit ekki, hvort þér hafið veitt mér athygli, en ég vinn hér í húsinu. Þér getið séð nafnið mitt í blaðinu öðru hverju. Ég hef í fyilstu kyrrþey gefið yður gætur, og nú er ég orðinn áhyggjufull- ur.“ „Áhyggjufullur?" anzaði Jenný forviða. Hún fór öll hjá sér, ednkum af því að hún vissi, að Móna sat þarna og gaf henni nánar gætur. Það var mikill viðburður í lífi henn- ar, að Brett skyldi loksins beina fáeinum orðum til hennar, en helzt hefði hún kosið, að það hefði verið undir fjögur augu. „Já, mjög áhyggjufullur,“ sagði Brett, „og nú er ég kominn með smágjöf handa yður. Gerið þér svo vel.“ „Þakka yður innilega fyrir,“ muldraði Jenný. „Gerið það fyrir mig að borða þetta súkku- laði, ungfrú Burton. Ég fæ ekki betur séð en að þér þjáizt af næringarskorti. Ef þér borðið þetta ekki, tærizt þér upp og deyið, og mig langar ekki til að fara að kaupa krans!“ Hann hló, hrifinn af fyndni sinni, og hélt áfram inn á ritstjórnina. „En dásamlegt!“ sagði Jenný. MÓNA gekk til vinstúlku sinnar, studdi annarri hendinni á mjöðmina og virti hana fyrir sér. „Var hann að gera grín að þér?“ sagði hún í meðaumkunartón. „Taktu þér það ekki nærri. Brett hefur svo einkennilegt skopskyn eins og margir blaðamenn. Þeir eru háðskir og miskunnarlausir. Láttu ósvífni hans ekki á þig fá.“ Jenný varð að harka af sér til að verjast gráti. En skömmu seinna, þegar Móna var niðursokkin í vélritunina, opnaði Jenný súkkulaðiöskjuna, og þá sá hún, hvar bréf lá efst í henni. Hún áræddi varla að lesa það. Var Brett ef til vill að draga enn frekar dár að henni?“ Þá kallaði Móna úr sæti sínu: „Er hann nú líka farinn að skrifa þér bréf? Hvað segir hann í bréfinu?“ „Ekkert,“ svaraði Jenný og flýtti sér að fela bréfið. Það var ekki fyrr en hún sá, að Móna þurfti að skreppa inn í aðra skrifstofu, að hún vogaði sér að lesa bréfið. Það var á þessa leið: Gætuð þér hugsað yður að borða með mér í kvöld? Ég þekki góðan veitingastað, þar sem hægt er að fá dásamlega rifjasteik og stein- seljusósu. Svo getum við t. d. fengið epla- skífur með rjóma í eftirmat. Ég held þér verðið að borða vel til þess að líta eins vel út og þegar þér komuð hingað. Ég er satt að segja hrifinn af holdugum stúlkum, og ég vildi feginn fá að sjá rauðu rósirnar blómstra aftur á kinnum yðar, Jenný. Móna gekk framhjá Jennýju og sá, að hún sat með bréfið í hendinni. Hún fussaði bara, snéri baki við henni og fór leiðar sinnar. Skyldi Móna hafa séð, hvað Brett hafði skrifað? Jenný vissi það ekki, en hún fann það á sér, að hún mundi ekki geta haldið áfram að búa með Mónu. Við því var ekkert að segja. Mataræðið, sem Brett hafði stungið upp á, að hún tæki upp, var að minnsta kosti í algeru samræmi við það, sem hún amma hennar í sveitinni hefði látið sér vel líka. Síminn á borðinu hennar hringdi, og hún tók hann. Hún heyrði rödd Bretts: „Jæja, hvað segirðu, Jenný?“ spurði hann. „Ég segi já,“ svaraði Jenný og brosti af ánægju. Og síðan fór hún heldur betur að gæða sér á súkkulaðinu. Kvæntir menn hafa hringa á baug- / fingrunum, en ókvæntir menn hafa þá stundum kringum aiigun.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.