Samtíðin - 01.05.1971, Síða 21

Samtíðin - 01.05.1971, Síða 21
SAMTÍÐIN 17 ý/tnitöth eru teíaqwul INDVERSKIR munkar brenndu fyrir þús- undum ára ýmsar viðartegundir og trjá- kvoðu og fengu við- það ilm í vistarverur sínar. Þangað rekja menn upphaf ilmvatna, sem nefnast á erlendu máli parfum, en það orð merkir „með reyk“, sbr. orðið reykelsi, sem er tökuorð úr engilsaxnesku (egs. récels), en hefur orðið fyrir áhrifum af orðinu reyk- ur. Seinna voru ilmvötn unnin úr jurtum, og er Kleópatra drottning ein fyrsta kona, sem vitað er, að notað hafi ilmvötn, en það gerði hún m. a. til að auka sér yndisþokka og heilla með því Rómverjann Antoníus. Vitað er einn- ig, að Poppea, drottning Nerós, notaði ilm- vötn, en búningsherbergi hennar er eitt hið íburðarmesta, sem sögur fara af og var virt á 5 millj. sesters. Rómverjar þöktu hvílur sínar með blóm- um, og Fom-Grikkir lögðu svo mikið upp úr notkun þeirra, að þeir völdu sérstakar jurtir, jurtasafa og smyrsl á hvern líkamshluta, myntu á handleggi, merían í hárið, merían- olíu á fætur og fótleggi, pálmaolíu á bolinn og timían á hálsinn og hnén. Seinna varð það tízka að velja mönnum ilm samkvæmt stétt, Starfi eða manngerð. Jafnframt var litið svo á, að vissar ilmjurtir, ilmvötn eða ilmsmyrsl örvuðu tilfinningarnar, róuðu þær eða vektu samúð. Fyrsta ilmvatn með spritti var framleitt árið 1370, og fékk Karl V. í Frakklandi það að gjöf. Það nefndist ungverskt vatn. Um þær mundir voru ilmvötn mjög í tízku og er sagt, að María de Pidella, ástmær Péturs grimma, hafi boðið elskhuga sínum og ýms- um öðrum aðdáendum að vera viðstaddir, þegar hún fór í bað, en þedr sýndu henni þá hæversku að drekka vatnið, sem hún hafði þvegið sér í! Svipuð saga gekk um Önnu Boleyn, drottningu Hinriks VIII. Að- dáendur hennar sulgu marga stóra bolla af ilmandi baðvatni hennar! Á 17. og 18. öld, þegar hreinlætinu var ekki fyrir að fara, notaði tignarfólk svo mikil ilmvötn til að dylja dauninn, að kirkju- höfðingjar hófu mótmæli gegn óhófinu, en það stoðaði lítt, og má í því sambandi nefna, að Madame Pompadour, ástkona Lúðvíks XV, notaði um 3.250.000 kr. á ári fyrir ilmvötn. En þegar kom fram á 19. öld, tók fólk að stilla notkun ilmvatna meira í hóf, og í dag er notkun þeirra orðin að eins konar list- grein. Hins vegar er fjölbreytni þessara vatna gífurleg nú á tímum, því að um 50 efni eru notuð í þau. Frægustu tízkuherrar Frakklands hafa gert það að sérgrein sinni að framleiða eftir- sóttustu ilmvötn veraldarinnar nú á tímum með aðstoð snjallra efnafræðinga, og hefur það reynzt ennþá gróðavænlegri atvinnugrein en framleiðni tízkufatnaðar. Reynslan hefur nefnilega leitt í ljós, að tízkuhús í París hafa orðið að hætta fatagerð, en ilmvötn þeirra hafa haldið velli. Má í því sambandi nefna Chanel, Schiaparelli, Rochas og Patou. MERKINGAR ORÐA á bls. 15. 1. Lapþunnur vatnsgrautur, 2. hagar, 3. tamn- ing hests, 4. leyfi, 5. sæmd, 6. að spígspora, 7. verðlaus hlutur, 8. duglaus maður, 9. grá- leitur, 10. smyrsl. VIÐ kynnum nýja heimilistryggingu: ALTRYGGINGU. Hún bætir nánast allt undantekningarlaust. Gildir í öllum heiminum. Kynnið ykkur þessa stórkostlegu tryggingarnýjung. — TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN — Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar: 17455 og 17947. 1 rT"-'1.^ VT7"r-^ r~~ r ..TT-r-r:- ABYRGÐ" i k.'iv- "

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.