Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 22
18
SAMTÍÐIN
Ingólfur Davíðsson: Úr ríli nátt'iímnnar
MÖLUR OG FATNAÐUR
ÝMSAR möltegundir geta skemmt ullar-
vörur og loðfeldi, og er fatamölurinn algeng-
astur. Hann er lirfa mölfiðrildisins. Fiðrildið
verpir 100-150 örsmáum, hvítleitum eggjum
í fellingar fatnaðarins og milli háranna í tepp-
um og loðfeldum. Möleggin sitja alveg laus,
og eyðist fjöldi þeirra við hreingerningar,
þegar fatnaður og teppi eru barin, burstuð
eða ryksuguð. Eggin klekjast á 4-8 sólar-
hringum í heitum herbergjum. f kulda geng-
ur allt hægar, og undir frostmarki drepast
eggin á um þremur vikum. Á heitum stað,
þar sem nóg er að éta, verður mölurinn
(hrfan) fullvaxin á 6-7 vikum. Á svölum
stað að vetrarlagi er þroskatíminn miklu
lengri, jafnvel nokkrir mánuðir. Talið er, að
3-4 kynslóðir geti þroskazt á ári í miðstöðvar-
kyntum stofum.
Það er mölurinn, sem nagar fatnaðinn;
sjálft fiðrildið lifir í mesta lagi hálfan mán-
uð og étur ekkert. En rétt er að eyða möl-
fiðrildum, svo að þau verpi ekki. Þau sjást
oft á flugi í herbergjum. Minna ber á möln-
um, því að hann heldur sig aðallega á dimm-
um stöðum. Húsgagnaáklæði étur hann eink-
um innan frá, og verður skemmdanna oft
fyrst vart á þann hátt, að einstakir þræðir
slitna. í klæði, sem ofið er bæði úr ull og
baðmull, étur mölurinn aðeins ullarþræðina.
Geta komið í ljós berar skellur, þegar ullar-
þræðirnir losna. í teppum og loðfeldum bít-
ur mölurinn hárin sundur neðst, og geta tölu-
verðar flygsur losnað í einu. Fiður og dún
étur mölurinn einnig, og mjög soltinn mölur
nagar svo að segja hvað sem er. Mölurinn
ÚTVEGUM ALLAR FÁANLEGAR BÆKUR.
Erlendar og innlendar bækur og rit-
föng fyrirliggjandi í úrvali.
Bókaverzlun SNÆBJARNAR
Hafnarstræti 4 og Hafnarstræti 9.
sækir mjög í bletti af fitu, blóði, svita og
þvagi í fatnaðinum, því að hann þarfnast
fjölbreyttari næringar en kornefnis háranna
í ull og feldi.
Ungur mölur þrífst ekki í hreinum fatnaði,
en eldra möl er það fært. Mölurinn spinnur
að lokum um sig hjúp úr mjóum, límugum
þráðum, og loðir saur dýrsins o. fl. óhrein-
indi í hjúpnum. Hjúpurinn (mölbælið) er
límdur fastur í undirlagið, og þar púpar möl-
urinn sig. Ef geyma skal fatnað lengi, skal
hann vera algerlega hreinn og geymist þá
vel í mölþéttum umbúðum. Fatnað, sem ekki
er alhreinsaður, skal bursta, berja og viðra
og hreinsa burt úr honum bletti. Ekki skemm-
ir mölurinn íveruföt, sem jafnaðarlega eru
notuð.
Mölur kýs skugga og raka, en sólskin og
loft eru mölverjandi. Naftalín og paradiklór-
benzól eru mölverjandi og oft sett í fata-
skápa og þéttar fataumbúðir, t. d. plastpoka
með fötunum. Lyfjagufurnar eru þungar, og
eru naftalínkristallarnir því settir efst í pok-
ann eða skápinn eða milli laga í fatabunk-
anum. Gott er að hafa naftalínið í gisnum
smápokum. Lyfjadósir fást einnig, og ppýtist
lyfið úr þeim. með miklum þrýstingi, þegar
opnað er, og eyðir möl í fatnaði og húsgögn-
um. Lyfin þurfa að ná til klæðaskápsins að
innan og komast í rifur. Látið fötin og hús-
gögnin þorna vel eftir lyfjaúðunina, áður en
þau eru notuð.
GÓÐUR mánuður byrjar með því, að menn
gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI.
MINJAGRIPIR □□ GJAFAVÖRUR
VIÐ ALLRA HÆFI.
Skartgripaverzlunin EIMAIL
HAFNARSTRÆTI 7 - SÍMt 2-D4-7*