Samtíðin - 01.05.1971, Side 31

Samtíðin - 01.05.1971, Side 31
SAMTÍÐIN 27 ÚR EINU - FYRIR nokkrum árum uppgötvaði amerískui’ læknir, að 900.000.000 ryk- agnir færu á mínútu ofan í lungu á venju- legum stórborgarbúa. Það ískyggilegasta var, að 90.000.000 urðu þar eftir! PRESTUR og læknir ræddust við. Prestur spurði einkum um heilsufar gam- almennanna í prestakallinu. Þá sagði læknirinn: „Þeim liður nú flestum sæmilega nema honum Þórði gamla Sölvasyni. Satt að segja ætti hann nú meira erindi til þín en mín.“ „Er það svo slæmt,“ anzaði prestur með hluttekningu. „Já, ég hef alltaf verið að segja honum að sofna um miðjan daginn, en hann fæst ekki til þess af sjálfsdáðum.“ LÍKAMI mannsins er furðu sterkur. Jafnvel þegar hann virðist vera allur af göflum genginn, getur hann enzt fjölda- mörg ár. John D. Rockefeller olíukóngur þjáðist af magabólgum og harðlífi um fertugt, en varð 98 ára. Cecil Rhodes varð berklaveikur 21 árs. Læknir sagði hon- um, að hann ætti þá aðeins 6 mánuði ólifaða, en hann varð 49 ára, sem þótti allhár aldur í þó daga. Herbert Spencer var örkumla maður alla ævi, en varð 83 ára. TAUGAVEIKLAÐUR maður, er hafði þann ósið að nag'a neglur, kom til læknis og bað hann hjálpar. Maðurinn var rann- sakaður hátt og' lágt, og' að þvf.loknu var honum dembt á spítala til aðgerðar, sem reyndist í því fólgin, að dregnar voru úr honum allar tennurnar. Nokkrum döguni seinna útskrifaðist sjúklingurinn af spítal- anum og' var þá steinhættur að naga neglur, sem skiljanlegt er, enda orðinn albata af þeim ósið. Ekki fylgir sögunni, hvernig fór, þegar hann fékk gervitennurnar, cn í millibili var liann alltaf að nudda á sér hökuna og toga í liægra eyrað á sér. A EYJUNNI BALI hafa menn sérstæða borðsiði. Þeir vilja matast einsamlir, og er algerlega bannað að tala við mann, sem er að borða, af ótta við að guðinn í honum móðgist við það. I sumum þorp- um eyjarinnar varðar það sektum að koma inn í hús, meðan fólk er að matast. Borðhald er ekki sameiginlegt á heimil- um, en þegar mann svengir, fær hann sér hrísgrjón á laufblað, fer síðan með það út í dimmt horn, snýr bakinu að ættingjum og' vinum og neytir hrísgrjónanna i friði og ró. TVEIR MENN voru að mála háhýsi. Annar þeirra stóð efst í geysiháum stiga, en hinn var niðri á jörð. Allt í einu kall- aði sá, er uppi stóð: „Komdu liingað upp, Sveinn, og lilust- aðu með mér.“ Sveinn byrjaði undir eins að klungrast upp stigann og komst loks alla leið — lafmóður. „Ég heyri ekki neitt,“ sagði hann, er hann hafði kastað mæðinni. „Nei,“ sagði hinn, „en finnst þér þögn- in ekki alveg dásamleg hérna uppi?“ - í ANNAÐ

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.