Samtíðin - 01.11.1971, Síða 9
SAMTÍÐIN
5
Hafiö þér nokkrar sannanir?
PARISIARFRD kom til lögfræðings og
sagði:
„Ég þarf að fá skilnað.“
„Jæja, frú mín, og hvað hafið þér npp
á að klaga?“
„Maðurinn minn hefur ekki reynzt mér
trúr.“
„Og hafið þér sannanir fyrir þvi?“
„Hvort ég hef,“ svaraði frúin. „Ég held
nú til dæmis, að hann sé bara alls ekki
faðir að hörnunnm mínum!“
„Boöháttur lítillar sagnar”
RARNAKENNARI, sem var að kenna
12 ára bekk íslenzku, bað Sæmund litla
að koma upp að töflu og Skrifa setning-
una: Gimbrin át heyið, þannig að sögnin
yrði i boðhætti.
Drengurinn tók krítina, hugsaði sig
lengi um og skrifaði síðan:
Gibba, gibb!
Ekkert liggur á
STDLIvA sá auglýst eftir ráðskonu i Visi
og fór á vettvang. Húsbóndinn, sem aug-
lýst hafði, kom sjálfur til dyra. Þegar þau
voru setzt inn í stofu, sagði hann:
„Eruð þér vön eldamennskn ?“
„Hvort ég er!“ anzaði stúlkan.
„Og þvottum og ræstingu?“
„Auðvitað“.
„Hm . . . og eruð þér líka náttúruð fyrir
ungbörn?“
„Ha, ungbörn. Ja-á, en ég held nú, að
við ættum að fara gætilega í þeim efnum
að minnsta kosti svona til að byrja
með ...“
Striplingar
DTLENDINGDR sagði við vin sinn:
„Þú kannast við Cawley-hjónin. Þetta
eru alveg óforbetranlegir striplingar, skal
ég segja þér. Eitt kvöld um daginn héldu
þau fínt boð, og þar voru bara allir her-
strípaðir!“
„Allir?!“
„Já, og það var svo hatrammt, maður,
að þegar ég kom í boðið, kom berstripaður
þjónn til dyra!“
„Ja, hver skollinn! Og hvernig sástu, að
það var þjónn?“
„Það leyndi sér nú svo sem ekki, að það
var ekki þjónustustúlka!“
Hattur og höfuð
EIGINMAÐDRINN sat makindalega i
stól, lottaði pípuna sína og átti sér einskis
ills von, þegar konan hans birtist óvænt
í dyrunum með splúnkunýjan hatt.
„Líttu á nýja hattinn minn!“ sagði hún.
„Er hann ekki fix?“
Maðurinn hristi höfuðið og anzaði
mæðulega:
„Ekkert botna ég í því, hvernig þú ferð
að kalla þessi ósköp, sem þú ert með á
höfðinu, hatt, manneskja?“
„Og ég er nú oft búin að furða mig á
því, hvernig hægt er að kalla þessi ósköp,
sem eru undir hattinum þínum, höfuð!“
svaraði frúin.
Hvort hann er!
GÖMDL kona kej'pti lítinn hund af
hundasala i Paris. Þegar hún var búin að
borga hundinn, spurði liún til frekara ör-
yggis:
„Og er hann nú tryggur, greyið?“
„Hvort hann er! Ég er búinn að selja
hann fimm sinnum, og alltaf kemur hann
hingað aftur“, anzaði hundasalinn.
Hjúskaparauglýsing
Eftirfarandi augl}rsing stóð nýlega í er-
lendu lilaði: Róndi um fertugt óskar eftir
að kynnast þrítugri stúlku, sem á skurð-
gröfu, með hjónaband fyrir augum. Nafn
ásamt mynd af skurðgröfunni sendist hlað-
inu.