Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 12
8 SAMTlÐIN Nýjasta Parísargreiðslan hvernig liann reynist nýju kærustunni sinni. Það skyldi þó aldrei í'ara svo, að hann ln-ygðist henni líka ? Ef sú yrði raun- in á, sæirðu bezt, hvern mann hann hefur að gevma. •fc Hættulegur þríhyrningur B. skrifar: Systir mín giftist fyrir tveirn árum. Við vorum ákaflega samrýmdar, áður en hún fór að heiman. Nú kemur liún alltaf til min, ef eitthvað bjátrar á og hún þarf á ráðum að halda. Ég er þess vegna hálfgerður heimagangur hjá lienni og manni hennar. Og hvað held- urðu, að liafi gerzt? Ekki annað en það, að manni hennar lízt orðið betur á mig en hana! Hann hefur meira að segja sagt það við mig berum orðum, að sér finnist ég miklu yndislegri en systir mín og segist halda, að hann fari að elska mig, ef ég komi svona oft heim til þeirra. Hvernig á ég að hætta því, þegar systir mín þarf svo oft á hjálp minni að halda? SSVAR: Systir þín virðist vera ung og óráðin. Þess vegna þarf hún að styðja sig við aðra. Ég held, án þess að ég geti raunar fullyrt nokkuð um það, að ef þú liættji’ að venja komur þínar til hennar, muni hún leita trausts og halds hjá manni sinum í staðinn fyrir að leita allt- af til þín af gömlum vana. I þínum sporum mundi ég því hiklaust draga mig í hlé. Og sannaðu til, að við það niunu ungu hjónin treysta kærleiksböndin sin á milli. Það væri sannarlega ógæfulegt, ef þú yrðir til þess að spilla hamingju þeirra með sifelldri návist þinni. Svo- nefndir ástarþríhyrningar geta reynzl hættulegir.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.