Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 -Jc Kjörréttur mánaðarins Kálhöfuð með fyllingu. — 1 meðalstórt hvítkálshöfuð, 4 sneiðar beikon, 1 laukur, 1 msk. tvíbökumylsna, salt, pipar, 1 msk. liveiti, 2 egg, 1 msk. söxuð steinselja og rifin piparrót. Utustu blöðin eru tekin af kálhöfðinu og lok skorið áf því. Síðan er höfuðið liolað innan og það, sem innan úr því var tekið, skorið í smálengjur. (Svo sem 100 g af þessu káli er geymt til næsta dags). Beikonsneiðarnar eru nú skornar í ten- inga og steiktar á pönnu ásamt lauknum og skorna kálinu. Er þetta brúnað eilítið, áður en 1—2 msk. af vatni er bætt út í. Þá er lok látið yfir, og þetta látið malla í 5 mínútur. Maukinu er siðan hellt í skál og það látið kólna. Þá er mylsnunni, salti, pipai’ og hveitinu hrært saman, mjólkinni hætt út í smám saman og að lokum eggj- unum. Þessu er hrært vel saman, og að því loknu er steinseljunni stráð út í. Hvít- kálshöfuðið cr síðan næstum því fyllt með öllu maukinu, en ekki alveg, því það bólgn- ar við suðuna. Þá er lokið látið á og bund- ið utan um með hreinu stykki, svo að hægt sé að taka kálið upp úr. Soðið í eilítið söltu vatni 50 mínútur við liæga suðu. Brætt smjör með rifinni piparrót er horið með. EFTIRMATUR: Perukaka. — 4 egg, 50 g sykur, 2 msk. mylsna, 25 g hakkaðar möndlur og 4 perur. Eggjarauðurnar hrærist með sykrimun. Mylsnan og möndlurnar eru settar út í og stífþeyttum eggjahvítunum blandað saman við. Þetta er setl í vel smurt, eld- fast mót ásamt heilum, skrældum perun- um. Bakist 20 mínútur við 225° hita. að menn lesi matseðla með maganum. ♦ að kvennatár séu orkumestu fallvötn ver- aldarinnar. ♦ að sjálfbyrgingur tali svo mikið um sjálf- an sig, að aðrir komist ekki að. ♦ að snohl) sé maður, sem vill nudda sér utan í fólk, sem þykist vera einum l'inni en hann. ♦ að ekki sé allt gull, sem glóir. Merkingar orða á bls. 4: 1. Að bullsjóða, 3. hrafn, 4. friðill, 5. nótt, 6. að þramma, 7. væskill, 8. að drabba, 9. sjór, 10. fjalarbútur. Anna: „Er hann Jón verulega cikveð- inn?“ „Gunna: „Hvort hann er! Hann segist bara alls ekki vilja sjá að giflast mér“. Frúin (í bíó): „Það er bannsett flnga alltaf að kitla mig fyrir ofan hnéð“. Maður hennar: „Þetta var nú alveg yndislegur brandari, áiður en við gift- umst, en satt cið segja er hann alveg hætt- ur að verka á mig“. hérkollur! KieópArgA TÝSGÖTU 1. TÍZKUVERZLUN KVENÞJÓÐARINNAR

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.