Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
11
getur grunað, hvílíkt starf býr að baki mynd-
sköpunar af því tagi? Þegar mikill listamað-
ur tekur sér fyrir hendur að stilfæra mann-
lí'fið, hvort heldur í lesm’áli, tónum eða litum,
er hann með nokkrum hætti að fást við ein-
hverja þá æðstu sköpun, sem hugazt getur.
Degas fórnaði listarstarfi sínu öllum með-
fæddum gáfum sínum, lærdómi og menntun
og jafnvel mannorði sínu að því leyti, að
samtímagagnrýnendur áfelldust óspart við-
horf hans til viðfangsefna, sem þeir hneyksl-
uðust á. Sjálfur taldi hann listtúlkun sína
algert einkamál sitt, fullkomlega friðheilagt
og óviðkomandi áreitnum blaðamönnum.
Hann var yfirstéttarmaðurinn, sem hafði
viðbjóð á hvers konar sýndarmennsku og
var mótfallinn opinberri viðurkenningu, orðu-
veitingum og þess háttar.
Hann þráði umfram allt frið og næði og
brynjaði sig hörku í viðskiptum við þá, er
gerðu honum ónæði og töfðu hann. Því var
sagt, að hann væri kaldhæðinn og illur viður-
skiptis. Eftir lát hans kom hins vegar í Ijós,
að hann hafði verið maður viðkvæmur, mild-
ur og skilningsríkur í garð vina sinna. Stirfni
hans í viðmóti var einungis sjálfsvörn við-
kvæmrar sálar, er löngum hafði þjáðst af
þjakandi efasemdum, en var jafnframt gagn-
tekin listrænum hugsjónum, sem hann efað-
ist aldrei um, að væru sér örugg leiðarvísun.
Hann bar takmarkalausa virðingu fyrir tækni-
kunnáttu listmálarans, sem hann taldi nauð-
synlega forsendu sannrar listsköpunar. Á
hinu æðra, óskilgreinalega sviði myndlistar-
innar var hann lengst af á heillavænlegri
þróunarbraut, keyrður áfram af miskunnar-
lausri sjálfsgagnrýni. Bezt lét honum að rnála
myndir sínar í friði og ró vinnustofunnar að
undangengnum hárnákvæmum athugunum
úti í stórborginni. Minni hans á það, sem
þar hafði borið fyrir augun, var afburða trútt.
Hann gat því skilað fyrirmyndunum á léreft-
ið eftir minni og magnað þær og stílfært
í kyrrð vinnustofunnar með hugmyndaflugi
sínu og tæknikunnáttu.
Svo kom reiðarslagið. Degas fór að missa
sjónina. Sjóndepran magnaðist eftir 1890.
Hann hafði gegnt herþjónustu í þýzk-franska
stríðinu 1870. Kom þá í ljós, að hann var
næstum blindur á hægra auga. Hann brást
karlmannlega við sjóndeprunni. Hann átti
sér háþróaða kunnáttu og innri skáldsýn,
þótt augu hans myrkvuðust. Viðbrögð hans
voru m.a. í því fólgin, að hann tók að mála
stærri myndir með færri og sterkari drátt-
um en áður. Allt hið smágerðara í myndsköp-
un hans frá fyrri tíð hlaut nú að víkja. Hann
sá það ekki framar. Á vissan hátt fullkonm-
aðist list hans í þessum lokaátökum við mein-
leg örlög. Auk þess tók hann nú til við högg-
myndagerð og varð brátt einn af meisturum
samtíðar sinnar í þeirri listargrein. En þar
kom, að hann varð að gefast upp. Myrkrið
lamaði allt framtak hans.
Síðustu æviár meistarans urðu æði dapur-
leg. Beztu vinir hans dóu. Þar við bættist,
að húsið, sem hann hafði dvalizt í mestan
hluta ævinnar, var rifið ofan af honum. Svo
skall á heimsstyrjöldin fyrri. Pólitísk vitfirr-
ing ógnaði menningu Norðurálfunnar. Tor-
tíming saklausra hermanna, svo að milljónum
skipti, af öllum stéttum menningarþjóðanna
fylltu viðkvæmar sálir vonleysi og ógn. Há-
reystin frá fallbyssunum barst til Parísar, þar
sem hálfblindur snillingur eigraði einmana
um göturnar. Og septemberdag einn 1917
slokknaði lífsljós hans, eftir að hann hafði
varið allri ævinni til að gefa heiminum ei-
líft líf í litum og línum.
Forstjórinn: „Vitið bér, fröken, hve-
nær við hættum hér störfnm?“
anzaði nýi einkaritarinn bros-
andi, „þegar einhver bankar á dyrnar
GÓÐUR mánuður byrjar með því, að menn
gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI.
ORÐSEMDIIMG
Nýir áskrifendur að SAMTÍÐINNI fá senda
árgangana 1969, 1970 og 1971 fyrir aðeins
550 kr., ef greiðsla fylgir pöntun.
SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík.
Alls konar myndatökur
Einnig passamyndir, teknar í dag,
tilbúnar á morgun.
Studio GESTS,
Laufásvegi 18 a — Sími 2-40-28