Samtíðin - 01.11.1971, Side 19
SAMTÍÐIN
15
GÖV DB CAR8,
FRAN8KLR IVIETSÖLIIHÖFIJNDUR
AF gömlum vana verður mér einlægt fljót-
lega litið í bókabúðaglugga, ef ég staldra við
í erlendri borg. í frönskum bókagluggum eru
ávallt til sýnis nýjar bækur ásamt „sígildum“
eldri bókum í viðhafnarútgáfum. Undanfarin
sumur hefur alltaf skartað þar ný bók eftir
Roger Peyrefitte fremst í glugga. Hann er
einn af bersöglustu og snjöllustu skáldsagna-
höfundum Frakka í dag og byggir verk sín á
sönnum viðburðum, svo að fólk bíður hverr-
ar bókar hans með forvitni og hugsar: Hvaða
skandala skyldi hann nú afhjúpa næst?
Á síðastliðnu sumri stóð ný skáldsaga, sem
nefndist „Kona nokkur“, eftir Guy des Cars
við hlið nýju Peyrefitte-bókarinnar, og dag-
inn eftir að ég veitti þessu athygli, las ég í
blaði, að fyrstu dagana eftir útkomu hennar
hefðu selzt 155.000 eintök af henni. Þetta var
í miðjum júlí. í Frakklandi koma bækur út í
stríðum straumum allan ársins hring, flestar
óinnbundnar, en ekki sem gjafavara í bandi
skömmu fyrir jól. Upp á síðkastið eru gefin
þar út feiknin öll af pappakiljum, sem, nefn-
ast vasabækur og eru bæði handhægar og ó-
dýrar.
Nú er að segja frá Guy des Cars. Mánuði
eftir að ég las, að 155.000 eintök hefðu selzt
af nýju bókinni hans á nokkrum dögum, nam
salan orðið 255.000 eintökum. En meðan það
gerðist, hafði ég lesið mér til ánægju nokkrar
af bókum skáldsins. Þar fer allt saman: spenn-
andi atburðarás, hæfilegur hraði, frábær
mannþekking og notalegur stíll. Hugsun
þessa höfundar er það skýr, að bækur hans
eru auðskildar útlendingum, en ekki jafn tor-
lesnar og bækur þeirra höfunda, þar sem
mælgin ber misskýra hugsun ofurliði og vefst
um hana eins og illgresi um þróttminni nytja-
jurt.
Guy des Cars gerir sér títt um konur í sög-
um sínum, og í sumarleyfi sínu 1971 kvaðst
hann halda sig í spilavítum Blástrandarinnar
til að athuga( hvernig konur höguðu sér í
áhættuspilum, en þá tilburði sagðist hann
ætla að nota í næstu sögu sína. Hann er reynd-
ar búinn að gera spilamennsku kvenþjóðar-
innar skil í eldri sögum, en tímarnir breyt-
ast og konurnar með.
Þessi töframaður franskra bókmennta í
dag er 61 árs og hefur skrifað 32 bækur. Sum-
ar þeirra hafa verið þýddar á 24 tungumál-
um, og staðhæft er, að bækur hans hafi selzt
í samtals um 80 millj. eintaka. Tvær af sög-
um hans hafa verið gefnar út í meir en 4
millj. eintaka hvor.
Aðspurður, hvað ylli þessum miklu vinsæld-
um sagði skáldið: Tvennt. Fyrst og fremst
verður maður að trúa því, sem maður skrifar.
Hvernig er hægt að ætlast til, að aðrir geri
það, ef maður gerir það ekki sjálfur? Auk
þess verður að skrifa um áhugaverð efni á
hrífandi hátt.
Guy des Cars telur sér það happ að hafa
upphaflega verið blaðamaður, enda þótt hann
flosnaði brátt upp frá blaðamennskunni. Hann
bendir á, að fyrstu bók sína, „Nafnlausa liðs-
foringjann", frá 1940 hafi hann skrifað í
fréttamannastíl. í annarri skáldsögu sinni,
„Konunni í hringleikhúsinu“, telur hann sig
hafa náð tökum á að beita skáldbrögðum, en
í þriðju bók sinni, „Dómkirkju hatursins“,
segist hann hafa komizt á lag með að skrifa
skáldsögu. Síðan kveðst hann í sögum sínum
hafa tekizt á við efni, sem varða vandamál
einstaklinga og þjóðfélagsins í heild.
Þessi höfundur vinnur eins og víkingur.
„Þetta með trúna á það, sem ég skrifa, nægir
auðvitað ekki“, segir hann. „Ritstörfin krefj-
ast vinnu og traustrar þekkingar á viðfangs-
efnunum. Vitund mín er eins og svampur,
sem sígur í sig staðreyndirnar. Síðan pressa
ég þær hægt, jafnvel í dropatali, inn í verkið,
en gæti þess að ofnýta þær aldrei“.
Aðspurður, hve Guy des Cars væri yfirleitt
lengi að skrifa skáldsögu, svaraði hann:
„2-3 ár núorðið. Mér liggur auðvitað ekki eins
mikið á núna og í upphafi. Ég byrja á því að
segja sjálfum mér söguna mína hægt og ró-