Samtíðin - 01.11.1971, Síða 22

Samtíðin - 01.11.1971, Síða 22
18 SAMTlÐIN og dást að þeim, til að þaullesa þær og læra ai' þeim, til að njóta þeirra. Þess hátt- ar fólki hef ég gaman af að selja bækur. En sumir leggja fé sitt í bækur, og yður er óhætt að trúa því, að það borgar sig. Hér um bil allir kaupsýslumenn í þessum heimi selja eitthvað, sem annaðhvort er ætt eða nothæft til einhvers: kjöt og kart- öflur, sjónvarpstæki og ísskápa. Forrétt- indi mín eru í því fólgin að selja ánægju, þekkingu og óskadrauma. Þar við bætist, að viðskiptavinur minn og stéttarhræðra minna veit, að bókin, sem hann er að kaupa, verður orðin margfalt verðmætari eftir 10 ár. Isskápur er orðinn helmingi verðminni, skömmu eftir að búið er að selja hann, og eftir nokkur ár er hann orðinn ónýtur“. BLM: „Ykkur fornbókásölum er mein- illa við „bókaslátrarana“, sem þið nefnið svo“. F de N: „Allir fornbókasalar vita, að Chastillons staðalýsingarnar frönsku frá 1648 eru næstum því orðnar ófáanlegar í bókarformi, af þvi að bóksalarnir hafa skorið þetta rit sundur og sclt það í blöð- um til að ramma inn og liengja upp á veggi. Þetta er hneyksli! Eg keypti eintak af þessari l)ók árið 1945 og seldi það aftur 1947. Fyrir þrem árum keypti ég svo sama eintakið í New York 10 sinnum hærra verði en ég hafði selt j)að!“ Fernand de Nobele og stéttarbræður hans hata „bókaslátrarana“ svo mjög vegna sundurlimunar þeirra á gömlum, dýnnætum bókum, að þeir segjast vel geta horft á þessa bókaspilla verða sjálfa fyrir ámóta meðferð og bækurnar! Guðm. Arnlaugsson: 59. grein SKALDSKAPUR Á SKÁKBORÐI B M ¥M m m m m mm a mt Lausn á skákdæminu í síðasta l)laði: 1. Ha2 og mátar i 2. leik, hverju sem svartur svarar. Takið eftir því að í. Hc2 strandar i\ 1. — Dc7 og 1. — Hd2 á 1.— Dd6! Svartur er patt, ef hvítur drepur drottninguna. Lítum á annað verðlaunadæmi eftir Otto Wurzburg. 89. Otto Wurzburg. 1. verðl. hjá American Chess Bulletin 1947. Ka5, Dc7, Hg6, Bd5. Ka8, Ha7, Hb8, Bg7, Pa6, Ph7, Pc5. Hvítur á að máta í 3. leik. Þetta dæmi er sennilcga auðveldast að leysa með því að athuga hlutverk hvítu mannanna hvers um sig. Kóngurinn virðist standa á a5 til þess að koma í veg fyrir að peðinu á a6 sé leikið fram, drottningin virðist naumast geta verið hetur staðsett cn hún er, biskup- inn má ekki hreyfa af skálínunni vegna skákar og tilgangslítið virðist að hreyl'a FRAMKÖLLUN - KÓPÍERING flttiatcrúerjluniH Laugavegi 55, Reykjavík. Sími 22718 MINJAGRIPIR GG GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EIVIAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SIMI 2-D4-7I

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.