Samtíðin - 01.11.1971, Síða 27

Samtíðin - 01.11.1971, Síða 27
SAMTÍÐIN 23 Ingólfur Davíðsson: Ur ríli ndttúrunnar A VÆNGJUM VIXDAMA „Nú stendur hann beint af brezkum borg- um, / bjóriðjuverum og kolatorgum / og ein- hverju verra virðist mér. / Göróttur blærinn austan er“. Jú, það var kolaryk o. fl. mengunarefni í hlýja loftinu, sem vindarnir báru til íslands frá iðnaðarsvæðum Evrópu snemma í septem- ber. Eldfjöllin okkar hafa stundum sent ösku- mökk austur yfir Atlantsála í staðinn! í þrálátri suðaustanátt berast alloft hingað fiðrildi á vængjum vindanna yfir úthafið, t. d. hin skrautlegu aðmírálsfiðrildi, þistilfiðr- ildi o. fl. Árið 1958 bar mikið á kálmölfiðrildi í Danmörku og var gizkað á, að 70—140 milljónir mölfiðrilda hefðu þakið hektara hvern á kálökrunum. Fiðrildin hurfu skjótt aftur, en skildu eftir egg sín á kálblöðunum, og lirfurnar nöguðu síðan blöðin til skemmda. Svipaðan usla gerði kálmölurinn í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og á Bretlandseyjum norð- anverðum. Fiðrildagangan færði sig frá austri til vesturs á vængjum sinum og vind- anna, og brátt tóku sjómenn eftir herskör- um fiðrilda úti á Norðursjó og jafnvel á At- lantshafi 500 krn sunnan við ísland. Hér varð og vart við fiðrildin, og árið eftir (1959) var hér mikið um kálmöl á blöðum rófna og káls. En hvaða.n komu fiðrildin? Talið er, að óvenju mikið af þeim hafi klakizt út á svæð- um í Rússlandi í júnílok 1958 og sterkir aust- anvindar hafi síðan borið fiðrildin yfir Eystra- salí tii Noröurlanda og út á Atlantshaf allt til íslands. Talið er fullvíst, að árið 1925 hafi greni- blaðlýs borizt með vindi frá Norður-Noregi til Spitzbergen um 1300 km leið. Kartöflu- bjallan er oft á dagskrá. Hún er á stærð við kaffibaun, langröndótt, svört og gul, flýgur betri djúpverkun — varanleg fúavörn. ÞORSTEIIMIM BLAIMDOM, heildverzl. HAFNARSTRÆTI 19 - SÍMI 1-37-06 og berst oft langt með vindi. T. d. flýgur hún árlega og svífur yfir Eystrasalt frá Norður-Þýzkalandi og Póllandi til Danmerk- ur, einkum í sunnanátt. Talið er, að hópar blaðlúsa berist stundum sömu leið með suð- austanvindum. í Texas í Bandaríkjunum lifir skæð kornlús. Sum ár fjölgar henni mjög, og flýgur hún þá og svífur fyrir vindi norður á bóginn og veldur skemmdum á korni óra- langt norður í landi. Gúrkubjalla hefur borizt þannig um 500 km á 3—4 dögum. Lirfur tatarafiðrilda svifa á löngum hárum og hef- ur tekizt að veiða þær í flugvélagildrur í) 600—700 m hæð. Mest er að jafnaði um skor- dýr uppi í loftinu í þurru, kyrru veðri. Ef loftið kólnar og döggfall verður, berast mörg þeirra til jarðar, t. d. hinar alkunnu svif- köngulœr, því að svifþræðirnir dragast sam- an, og sjást þá oft glitrandi þræðirnir á gras- inu. Jafnvel hinar þungfæru maðkaflugur svífa upp um fjöll og firnindi og sækja þar hvarvetna í saur og matarleifar. Skordýr eru veidd til rannsókna bæði á jörðu og hátt í lofti heita sumarmánuði, t. d. í Bandaríkj- unum og Þýzkalandi. Hér er þetta eflaust minna, en þó nokkuð. Ýms mengunarefni berast langt i lofti, t. d. kolarykið frá Englandi hingað, flúorloft frá Heklu norður í Húnavatnssýslur, óþefur frá fisk- og síldarverksmiðjum milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur og frá Krossanesi fram um allan Eyjafjörð. Lyktarlaus eiturefni geta vitanlega borizt álíka vegalengdir og eitrað loft, gi-óður, menn og dýr. ísland er enn til- tölulega hreint land, en það er nú í hættu, aðallega af innanlandsaðgerðum, óþrifnaði og gálitlum verksmiðjurekstri. Þurfa verksmiðj- ur að gera ráð fyrir mengunarvörnum sem sjálfsögðum hlut þegar í upphafi. E G E gólfteppi - dönsk gæðavara MÁLARINN Bankastræti 7 - Sími 22866

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.