Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 35
SAMTlÐIN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU IW ________________ ÍSAK JÓNSSON: „Aðalatriðið í lífinu er að legg'ja sig fram við hvert það starf, sem býðst“. G. K. CHESTERTON: „Ég trúi ekki á blind forlög, sem menn falla fyrir, hvern- ig sem þeir breyta, en ég trúi á ill forlög, sem menn verða fyrir, ef þeir aðhafast ekkert“. BERNARD SHAW: „Beztu umbóta- menn, sem heimurinn hefur eignazt, byrj- uðu lækninguna á sjálfum sér“. CASTLEROSSE: „Æska og elli ættu að vera hamingjusamleg æviskeið, því að æskufólk hefur ekki hugmynd um, hvað það á fyrir höndum, og gamalt fólk er búið að ljúka svo miklu amstri“. STEPHEN LEACOCK: „Ég er mjög trúaður á hamingjuna, og ég hef þreifað á því, að því meira sem ég vinn, þeim mun hamingjusamari verð ég“. SVEN MÖLLER KRISTENSEN: „Skáld- skapur er nytsamur, að maður segi ekki ómissandi, af því að hann veitir andlegum þroska okkar auðugustu næringuna og leitast við að gera okkur að heilsteyptum mönnum“. LIN YUTANG: „Fégræðgi gerir menn oft að hugleysingjum, en valdagræðgi ger- ir þá alltaf að ruddamennum. Það er sú versta ást, sem til er. Ást á fjármunum særir aðra menn sjaldan, en valda- og framalöngun gerir það ævinlega. Fégráð- ugir menn kúga almenning, valdagráðugir menn kúga mikilmennin“. OSCAR WILDE: „Meðan litið er á stiíð eins og hvern annan fantaskap, verður alltaf eitthvað heillandi við þau. En þegar farið verður að álíta þau viðbjóðsleg, hætta þau að heilla hugi manna“. BÓKAMARKAÐINUM Þorsteinn Erlingsson: Rit I-III. Ljóðmæli, sögur, ritgerðir. Tómas Guðmundsson sá um útgáf- una 964 bls., íb. kr. 1200.00 Haim G. Ginott: Foreldrar og táningar. Upp- eldishandbók. Björn Jónsson þýddi. 179 bls., ób. kr. 335.00, íb. kr. 435.00. Ingibjörg Sigurðardóttir: Ástir og hetjudáð. Skáldsaga. 154 bls., íb. kr. 260.00. Jónas Jónsson: Samferðamenn. Minningaþætt- ir. Með myndum. Jónas Kristjánsson bjó til prentunar. 288 bls., ib. kr. 500.00. Nú—Nú, bókin sem aldrei var skriíuð. Minn- ingar Steinþórs Þórðarsonar á Hala í Suður- sveit. Með myndum. Stefán Jónsson sá um útgáfuna. 511 bls., íb. kr. 538.00. Hannes Jónsson: Hið guðdómlega sjónarspil. Endurminningar. Með myndum. 176 bls., ib. kr. 448.00. Gunnar M. Magnúss: Það voi'aði vel 1904. Geng- ið í gegnum eitt ár Islandssögunnar og það eitt hinna merkari og atburðir þess raktir frá degi til dags. Með myndum. 288 bls., íb. kr. 700.00. Jakobína Sigurðardóttir: Sjö vindur gráar. Smá- sögur. 168 bls., íb. kr. 535.00. Jón Helgason: Vér Islands börn. III. bindi. Frá- sagnir af íslenzkum örlögum og eftirminni- legum atburðum. 216 bls., ib. kr. 620.00. Margrét Jónsdóttir: Kökur Margrétar. 2. útg. Með myndum. Leiðbeiningar við kökugerð. .83 bls., íb. kr. 235.00. Sóley í Hlíð: Maður og mold. Skáldsaga. 312 bls. íb. kr. 445.00. Eíinborg Lárusdóttir: Hvert liggur leiðin? Bók um fjóra landskunna miðla og samstarf höf- undarins við þá. 220 bls., íb. kr. 535.00. Þórbergur Þórðarson: Islenzkur aðall. Endur- minningar. 3. útg. 233 bls., íb. kr. 640.00. Útvegum allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin bar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bókaverslun ÍSi\FOLiÞJk B Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.