Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 6
6 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Skortur er á blóði í blóðbankanum. Sérstaklega vant- ar blóð í O-blóðflokkunum og segir Sigríður Lárusdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Blóðbankanum, að sumarið og jólin séu þeir tímar ársins sem blóðskortur sé viðloð- andi. „Íslendingar eru að fara í frí. Við viljum bara minna fólk á að koma aftur til okkar svo bankinn sé vel birgur fyrir sumartímann,“ segir Sigríður. „Fram undan eru stórar umferðarhelgar og við verð- um að vera við öllu búin ef slys verða.“ - sv Blóðbanki biðlar til blóðgjafa: Skortur á blóði í bankanum BLÓÐGJÖF Mestur er skortur á blóði í blóðflokknum o mínus. Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ SVEITARSTJÓRNARMÁL Tuttugu manns sóttu um starf bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði en einn dró umsókn sína til baka eftir að til- kynnt var að ekki væri nafnleynd yfir umsóknunum. Austurglugginn hefur birt nöfn þeirra nítján sem sækja um á heimasíðu sinni. Af umsækjendunum nítján er aðeins ein kona og þrír búsettir á Austur- landi. Þrír starfandi bæjarstjór- ar sækja um stöðuna: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri í Rangárþingi ytra, Ragnar Jör- undsson, bæjarstjóri í Vestur- byggð og Þórir Kr. Þórisson, bæj- arstjóri í Fjallabyggð. - shá Fljótsdalshérað eftirsótt: Nítján vilja bæjarstjórastól STJÓRNMÁL Gísli Marteinn Baldurs- son ætlar ekki að víkja sem borg- arfulltrúi vegna ályktunar sem landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti um helgina. Hann segist í pistli á heimasíðu sinni engar lánafyr- irgreiðslur hafa fengið. Í ályktun- inni er skorað á þá sem hafa þegið háa styrki frá félögum eða notið fyr- irgreiðslu sem ekki hafi stað- ið almenningi til boða, að víkja úr sínum embættum. Gísli fékk ríflega 10 milljónir í styrki fyrir prófkjör í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2006, þar af milljón frá Kaupþingi, Lands- bankanum, FL Group og Baugi eins og hann upplýsti skömmu fyrir kosningarnar í maí síðast- liðnum. Svarar landsfundarályktun: Gísli Marteinn ætlar ekki að víkja sæti VINNUMARKAÐUR Í tveggja ára göml- um leiðbeiningum Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins er sérstak- lega kveðið á um aðskilnað á milli stjórnarformanns og framkvæmda- stjóra. Þær byggja á lögum sem áttu að fækka starfandi stjórnarfor- mönnum. Verkefnisstjóri leiðbein- inganna segir nýráðinn stjórnarfor- mann hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) geta lent í vanda með eftirlits- hlutverk sitt. „Stjórnir eiga að vera þannig sam- settar að þær geti beitt hlutlausri og sjálfstæðri dómgreind. Góð fram- kvæmd krefst aðskilnaðar milli stjórnarformanns og framkvæmda- stjóra,“ segir í leiðbeiningunum. Haraldur I. Birgisson, lögfræð- ingur hjá Viðskiptaráði, var verkefn- isstjóri leiðbeininganna. Hann segir þær byggja á anda laganna. Lögun- um hafi í raun verið ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarformaður yrði starfandi stjórnarformaður og leið- beiningarnar byggðu á þeim grunni. „Stjórnin hefur mörg hlutverk en eitt af hennar meginhlutverkum er eftirlitshlutverk. Stjórnarformaður- inn er lykilmaður í stjórninni og það er þess vegna sem mælst er til þess að hann sé ekki starfandi.“ Haraldur segir að starfandi stjórnarformaður taki meiri þátt í rekstri félagsins en stjórnarmönn- um sé almennt ætlað. Ef menn telji sig ekki geta fylgt ákvæðum leið- beininganna sé sú krafa gerð að skýrt verði í ársreikningi hverju það sæti og útskýrt hvernig annarri til- högun sé háttað. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir þetta ekki eiga við um stjórnarformann OR. Hann sé ekki starfandi, heldur í fullu starfi. „Við erum ekki að breyta hlutverki stjórnarformanns, heldur styrkja hann í því hlutverki sem hann á að hafa sem stjónarformaður.“ Dagur segir stjórnarformanninn ekki verða hluta af framkvæmdastjórn, slíkt hafi gefist illa. - kóp SA og Viðskiptaráð mæla gegn starfandi stjórnarformönnum: Starfandi formaður virkar illa í eftirliti HARALDUR I. BIRGISSON DAGUR B. EGGERTSSON MENNTUN Háskóli Íslands og Öryrkjabandalag Íslands skrif- uðu í gær undir samstarfssamn- inga um kennslu og rannsóknir á sviði fötlunarfræði. Öryrkjabandalagið mun kosta hálft starf lektors í fötlunarfræð- um til tveggja ára og veita sex milljóna króna framlag til rann- sókna á félagslegum og efnahags- legum aðstæðum og mannrétt- indum fatlaðs fólks. Markmiðið er að efla fræðastarf og styrkja kennslu, rannsóknir, framþróun og stefnumörkun í fötlunarfræð- um og í málefnum fatlaðra. - þeb Vilja styrkja fræðastarf: Samstarf um rannsóknir í fötlunarfræði Hefur HM í knattspyrnu staðið undir væntingum þínum? Já 47,1% Nei 52,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að áfengisverslun ríkis- ins verði færð úr miðbænum? Segðu þína skoðun á vísir.is. MENNTUN Ríkisendurskoðun hefur verið falið að gera úttekt á starfi Menntaskólans Hraðbrautar. Ólaf- ur Haukur Johnson, skólastjóri og eigandi skólans, kvíðir ekki skoð- uninni og segir hana í raun eðli- lega í aðdraganda endurnýjun- ar þjónustusamnings skólans og menntamálaráðuneytisins. DV greindi frá því í gær að Ólafi hefði verið greiddur tugmillj- óna króna arður út úr rekstrarfé skólans. „Ég tel ekkert athugavert við hvernig staðið var að málum í þeim efnum og kvíði ekki nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi,“ segir í yfirlýsingu Ólafs. Þriggja ára þjónustusamning- ur skólans og ríkisins rennur út næstu áramót en fyrir liggja drög að árssamningi sem gild- ir til næsta sumars og verður ritað undir í dag að sögn Ólafs. Sá samningur verði gerður til að eyða óvissu um skólann sem skap- ast hafi vegna frétta af úttekt á málefnum skólans. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í gær að nauðsynlegt væri að skoða allar hliðar á málefnum skólans. „Það verður að gæta fjármuna skattgreiðenda og hagsmuna nemenda,“ segir Katrín. „En þar sem málið er enn í skoðun er ekk- ert hægt að segja til um hvernig starfsemin hefur farið fram.“ Ólafur bendir í yfirlýsingu sinni á að úttekt á faglegu starfi skólans sé nær lokið og hafi komið vel út. Í nýrri könnun nýnema við Háskóla Íslands komi einnig fram að nem- endur Hraðbrautar telji almennt námið góðan undirbúning fyrir háskólanám. Hann segir að verið sé að skoða kjaramál kennara skólans en fram hefur komið að þeir hafi ekki fengið greitt samkvæmt kjarasamningum Kennarasam- bandsins. Ólafur segir það mál alls óskylt hinum. Mikill óróleiki var í skólanum í gær vegna fréttanna og hóf Ólaf- ur daginn á því að ganga í stofur og útskýra mál sitt. Einnig höfðu fjölmargir foreldrar samband við skólann að sögn Ólafs. „Óvissa um skólastarf er alltaf óþægileg.“ Þremur kennurum hefur verið sagt upp nýverið og einnig hefur Jóhanna Magnúsdóttir aðstoð- arskólastjóri nýlega sagt starfi sínu lausu. Ólafur segir þau mál óskyld fréttum gærdagsins og ekki fréttaefni. „Þetta er mjög góður skóli en ég er einfaldlega ekki sátt við starf- semina,“ sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gær. sunna@frettabladid.is / sigridur@frettabladid.is Kvíðir ekki úttekt á starfi Hraðbrautar Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, seg- ir ekkert athugavert við arðgreiðslur til sín. Hann kvíðir ekki úttekt Ríkisendur- skoðunar á skólanum. Menntamálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða málið. ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON Segir faglega úttekt á skólanum sýna að starfið þar sé gott. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég tel ekkert at- hugavert við hvernig staðið var að málum í þeim efnum og kvíði ekki niður- stöðu Ríkisendurskoðunar [...] ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON SKÓLASTJÓRI HRAÐBRAUTAR GÍSLI MARTEINN BALDURSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.