Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 40
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Ofurfyrirsæta á Jónsvöku Breska fyrirsætan Lily Donaldson var stödd hér á landi síðastliðna helgi. Fyrirsætan kíkti meðal annars á tískusýningu sem haldin var í Hafnarhúsinu á vegum menning- arhátíðarinnar Jónsvöku. Nærvera hennar vakti að sjálfsögðu mikla athygli viðstaddra, en Lily er ein eftirsóttasta fyrirsæta Bretlands. Hún hefur landað samningum hjá stærstu hönnuðum heims svo sem Dior, Burberry og Dolce & Gabb- ana. Einnig hefur hún setið fyrir og sýnt á tískusýningum fyrir flesta eftirsótt- ustu hönnuði heims ásamt því að vera á lista Vogue Paris yfir merkustu fyrirsætur fyrsta áratugar þessarar aldar. Lily yfirgaf landið á sunnudag. - ls 1 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur 2 Brenndist af hrauni á Fimmvörðuhálsi 3 Saka Guðmund um einelti og hroka 4 Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband 5 Veitingamenn vilja áfengisverslun burt úr miðbænum Á eigin vegum í Kína Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi ráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, er nú stödd í Peking í Kína ásamt manni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Hjörleifur nam kínversku og asískar bókmenntir í borginni árin 1976 til 1981 og sagðist Ingibjörg á Facebook-síðu sinni á laugardag hlakka verulega til ferðalagsins. Loksins hefðu þau hjónin tækifæri til að skoða borg- ina á eigin vegum og Hjörleifur geti leitt hana um sínar gömlu slóðir, í það minnsta þær sem ekki er búið að umturna. -þeb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.