Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2010 23 HM 2010 - 16 liða úrslit: Holland - Slóvakía 2-1 1-0 Arjen Robben (18.), 2-0 Wesley Sneijder (84.), 2-1 Robert Vittek (90+3., víti). Brasilía - Chile 3-0 1-0 Juan (35.), 2-0 Luis Fabiano (38.), 3-0 Robinho (59.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Spánn og Portúgal mæt- ast í nágrannaslag í 16 liða úrslit- um HM í kvöld. Sigurvegarinn mætir Japan eða Paragvæ sem mætast í fyrri leik dagsins. Allra augu beinast að Cristia- no Ronaldo hjá Portúgal en hann mun mæta samherja sínum hjá Real Madrid, Sergio Ramos. Bak- vörðurinn Ramos segir lykilatriði að stoppa kantmanninn knáa. „Portúgal er með frábært lið og þeir eru í góðu formi núna. Ég hlakka til að spila á móti liðsfé- lögum mínum. Ronaldo er mjög sterkur og hraðabreytingar hans eru frábærar. Ég þarf að hindra að hann fái boltann áður en hann nær að koma sér í sínar uppá- haldsstöður,“ sagði Ramos. Portúgalinn Simao segir að þeir séu alls ekki hræddir við nágrannna sína. „Þeir eru með eitt besta lið heims en við eigum jafn mikla möguleika og þeir á þessu stigi. Við erum líka með frábært lið,“ sagði Simao. - hþh Spánn mætir Portúgal í kvöld: Nágrannaslagur af bestu gerð LYKILMAÐUR Spánverjar leggja allt kapp á að stoppa Ronaldo. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Jeppadekk í miklu úrvali Bílabúð Benna er umboðsaðili BFGoodrich og TOYO TIRES á Íslandi. Komdu við á nýju fullkomnu hjólbarðaverkstæði að Tangarhöfða 8. kk - F Reykjanesb æ Rey kjavík FÓTBOLTI Fabio Capello þarf að bíða í tvær vikur eftir að enska knattspyrnusambandið fundi um þjálfarann. Capello vill halda áfram með liðið sem datt út í 16 liða úrslitunum á HM. „Ég vil halda áfram en þetta er ekki undir mér komið. Mér líkar við starfið mitt og hef neitað fjölda tilboða frá stórliðum til að halda hér áfram,“ sagði Capello. Hann fundaði með stjórnarfor- manni enska knattspyrnusam- bandsins um framtíðarsýn þjálf- arans og vildi fá svör strax um það hvort stjórnin bæri traust til hans. Þau fékk hann ekki og þarf því að bíða um stund til að vita hvort hann haldi starfinu. - hþh Fabio Capello: Rekinn í sumar? VALTUR Í SESSI Harry Redknapp hefur lýst yfir áhuga á starfi Capello. AFP FÓTBOLTI Þrátt fyrir að hafa sýnt skemmtilega takta á mótinu til þessa átti Chile aldrei möguleika gegn léttleikandi Brössum í 16 liða úrslitum HM í gær. Lokatölur 3-0 sigur Brasilíu sem hefði hæglega getað verið stærri. Þeir unnu 3-0 í undankeppn- inni líka og sigurinn nú var jafn sannfærandi. Brasilíumenn sýndu meistaratakta, þeir gáfu nánast engin færi á sér og splundruðu veikri vörn Chile ítrekað. Það var miðvörðurinn Juan sem skoraði fyrsta markið þegar hann stangaði inn hornspyrnu og kom Brössum á bragðið. Fram að því voru Brasilíumenn betri og voru óheppnir að skora ekki fyrr. Annað markið kom eftir snarpa sókn sem lauk með lúmskri send- ingu Kaká inn á Luis Fabiano sem fór framhjá markmanni Chile og lagði boltann í netið. Robinho skor- aði svo þriðja og síðasta markið eftir góðan sprett Ramires. Mörkin urðu ekki fleiri, en Bras- ilíumenn hefðu getað skorað miklu meira. Chile sótti eins og það gat en skapaði sér nánast ekkert. Brasilíumenn voru sannfærandi en fá nú mun sterkari andstæðing í 8 liða úrslitunum, Hollendinga. Ramires og Gilberto Silva eru ógnarsterkir á miðjunni og Kaká, Fabiano og Robinho sí ógnandi. Juan er gríðarlega sterkur líkt og Daniel Alves og Brassar sýndu að það eru þeir sem eru sigurstrang- legastir á HM, ásamt Argentínu. Þegar Kaká og Robinho hafa spil- að saman, í alls 33 leikjum undir stjórn Dunga, hefur Brasilía unnið 29 leiki og gert fjögur jafntefli. Liðið tapar einfaldlega ekki með þá innanborðs. Flestir bjuggust við meira af Chile sem varð fyrsta Suður- Ameríkuþjóðin til að detta úr keppninni. Draumur margra um úrslitaleik á milli Brasilíu og Arg- entínu er mjög raunhæfur mögu- leiki miðað við spilamennsku þjóð- anna til þessa. Brasilíumenn ollu vonbrigðum gegn Portúgal en þurftu ekki að vinna þann leik. Þeir sýndu styrk sinn í gær og hinir fimmföldu heimsmeistarar eru til alls líkleg- ir. Hollendingar bíða þeirra í 8-liða úrslitunum í stórleik sem verður leikinn á föstudaginn. - hþh Brasilía og Holland mætast í 8 liða úrslitum HM: Meistarataktar Brassa FÖGNUÐUR Brasilíumenn fagna marki Luis Fabiano, fyrirliðinn Lucio stekkur á liðsfé- laga sína sem umkringja Kaká sem brosir út að eyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.