Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2010 13 Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og köll- uðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréf- um. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út. Gott hjá þeim. Stjórnmálastéttin hafði brugð- ist, við því varð að bregðast. Þús- undir stóðu á Austurvelli, þau heitustu inní Alþingisgarði. Bón- usfáni blakti á þaki þinghússins. Undir sátu þingmenn Baugs og FL, Landsbankans og Kaupþings, sem fengið höfðu styrk í vasa og stól- inn góða. Sátu þar að loknu lands- ins hruni sem framkallað var af þessum stuðningsaðilum þeirra, hjásetu þeirra sjálfra og flokks- systkina þeirra, amatöranna í rík- isstjórn og Seðlabanka. Sátu þar og héldu að þeir fengju frið til þings. Eftir á að hyggja er maður mest hissa á því þingmenn hafi slopp- ið þurrum fötum frá reiði þjóðar sinnar. Einu og hálfu ári síðar sitja styrkþegarnir enn á þingi, þótt stóllinn þeirra lykti af illa fengnu útrásarfé og ýmsu fleiru sem sess- an geymir. Þeim þykir í lagi að sitja á Alþingi í boði glæpamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn, þrykktu krónunni í gegnum gólfið, lánum okkar upp í rjáfur og neita nú síðast að mæta í lögboðnar yfir- heyrslur. Síðan bíta þessir sömu þingmenn höfuð af skömm sinni með því að sitja samþykkir því að þeirra eigin stofnun, Alþingi, dragi níu manns fyrir rétt vegna „árás- ar“ á þá sömu stofnun. Einu og hálfu ári eftir Hrun hefur enginn verið kallaður fyrir dómara nema þessir níu. Enginn útrásarvíkingur, enginn banka- stjóri, enginn Icesave-meistari, enginn Seðlabankastjóri, enginn ráðherra, enginn þingmaður. „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti.“ Æ, ég trúi því ekki að ég sé að vitna hér í Jón Hreggviðsson í umfjöllun um okkar „upplýsta lýð- ræðisþjóðfélag við upphaf tuttug- ustu og fyrstu aldar“, en þar haf- iði það: Ísland virðist aðeins hafa verið uppfært, líkt og tölvuforrit; í eðli sínu hefur það ekkert breyst. Í dag býr Hr. Hreggviðsson í Sala- hverfinu í íbúð sem hann keypti á lánum sem nú eru komin í tvöfalt virði eignarinnar og ekur um á litl- um slyddujeppa sem hann þyrfti að losa sig við en getur það ekki vegna þess að hann „á ekki fyrir sölunni“. Í eftirhrunsreiði sinni varð honum á að rekast í þingvörð og skal nú fyrstum refsað í átak- inu: Réttlæti eftir hrun. Það særir mann kannski mest hvað þetta hljómar klisjukennt en við erum víst enn að dæma snær- isþjófa á meðan stórbokkarnir sitja seigfullir í höllum sínum erlendis. Réttvísin rýkur inn á moldargólf en stöðvast við gylltan þröskuld. Um Rússland er sagt að það verði alltaf keisaraveldi, með tilheyrandi aðli og einræði. Jafnvel kommún- isminn breyttist í ennþá spillt- ara keisaraveldi í höndum þessa fólks. Kannski tekur þúsund ár að breyta þjóðarhugsun, kannski er það ekki hægt. Ísland virðist dæmt til að verða eilíf nýlenda þar sem hátopparnir eru fastir í óskiljan- legri samkeppni við erlendar hirð- ir og berja á lágtoppunum heima sem aftur berja á embættismönn- um sem taka pirring sinn út á Jóni og Gunnu Hreggviðsbörnum. Hér er ennþá unnið eftir reglunni: Sá sem stal húsinu sleppur en sá sem braut í því rúðu skal dæmdur. Setningin „Drullið ykkur út!“ sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi“ heldur virðing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Í raun var þetta aðeins vin- samleg ábending til hrunameist- ara Íslands, sem þáðu þingsæti sín af útrásarvíkingum og sátu prúðir hjá, á sínum eigin lögum og reglu- gerðum, á meðan hetjurnar hlóðu í loftkastalann yfir höfðum okkar, að pilla sér úr augsýn þjóðar í sárum. Alþingi Íslendinga lögsækir níu manneskjur fyrir að benda þing- mönnum á hið augljósa: Þeir brugð- ust og ber að víkja. Alþingi Íslend- inga vill níu manneskjur í fangelsi fyrir þau sannleiksorð. Vill að þau sitji inni mánuðum saman fyrir þá stóru sök. Alþingi Íslendinga ætti fremur að sækja níu þingmenn úr eigin röðum og biðja þá að hlýða ráðum níumenninganna. Setningin „Drullið ykkur út!“ sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi“ heldur virð- ing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Níu þingmenn Dómsmál Hallgrímur Helgason rithöfundur Jákvæðar fréttir berast þessa dag-ana frá Afríku um knattspyrnu- afrek og frábæra stemningu á HM í knattspyrnu í Suður-Afríku. Keppn- in hefur nú þegar sýnt og sannað að Afríkubúar eru fyllilega færir um að hýsa stórviðburði sem þennan. Þrátt fyrir hrakspár hefur skipu- lagning tekist með ágætum og ekki hefur orðið vart við þá glæpaöldu sem spáð hafði verið. Fréttir eru oftar en ekki neikvæðar og lang- flestar fréttir frá Afríku og þriðja heiminum snúast um hungursneyð, fátækt, stríð og náttúruhamfarir. Á hinn bóginn gleymist oft sá mikli árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í síðustu viku nýja skýrslu um stöðu „Þúsaldarmark- miðanna um þróun,“ sem verald- arleiðtogar samþykktu á Þúsaldar- fundi sínum í september árið 2000. Þar hétu þeir því að vinna með markvissum hætti að því að upp- ræta hungur og fátækt í heiminum og auka lífsgæði íbúa í verst settu ríkjum heims (www.2015.is). Ban Ki-moon fagnaði því að þrátt fyrir fjármála-, fæðu- og orku- kreppu að undanförnu hefði heim- urinn náð talsverðum árangri í að útrýma fátækt, þótt dregið hefði úr hraðanum. Þannig væri nú búist við að 15 prósent jarðarbúa byggju við fátækt árið 2015. Það er þó langt í frá öruggt að markmiðunum sem stefnt var að 2000 verði náð. Verald- arleiðtogar koma saman til fundar á Allsherjarþingi SÞ í haust til að meta árangurinn. Heimsþekktir knattspyrnumenn með Zinédine Zidane og Didier Drogba í broddi fylkingar hafa tekið höndum saman við SÞ til að hvetja veraldarleiðtogana til dáða í tilefni af heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu í Afríku. „Það getur enginn setið hjá og verið áhorfandi í baráttunni gegn fátækt,“ segir markahrókurinn Didier Drogba. „Við verðum öll að vera á leikvellinum til að bæta líf milljóna fátækra um allan heim,“ bætti hann við þegar hann kynnti hressilega sjónvarpsauglýsingu (www.kickoutpoverty.org) sem sýnd verður á sjónvarpsstöðvum á meðan HM stendur yfir. „Heimsmeistarakeppnin þjapp- ar fólki saman um landsliðin og við þurfum á álíka ástríðufullum stuðningi að halda til að binda enda á fátækt og hungur,“ sagði Zinéd- ine Zidane, fyrrverandi fyrirliði heimsmeistara Frakka 1998. „Það eru aðeins örfá ár þangað til Þús- aldarmarkmiðunum á að vera náð, þannig að nú er tíminn til að grípa til aðgerða.“ Enginn á hliðarlínunni – allir með Baráttan gegn fátækt Árni Snævarr yfirmaður Norðurlandasviðs á Upplýsingskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND www.utilif.is ÍS L E N S K A KK /S IA .I S /U T I 5 0 6 9 4 0 6 /1 0 Deuter Aircontact Pro Sá vandaðasti úr smiðju Deuter. Frábært stillanlegt burðarkerfi. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Aircontact Margverðlaunaður bakpoki! Góður í lengri ferðir. Vandað, stillanlegt burðarkerfi. Regnyfirbreiðsla. Fáanlegur í ýmsum stærðum f. dömur og herra. Deuter Futura Okkar vinsælustu dagpokar! Með frábæru öndunarkerfi í baki. Regnyfirbreiðsla og ýmsar festingar. Fáanlegur í ýmsum stærðum. 50+15 L Verð: 44.990 kr. 55+15 L Verð: 47.990 kr. 60+15 L Verð: 49.990 kr. 70+15 L Verð: 49.990 kr. 45+10 L Verð: 31.990 kr. 55+10 L Verð: 34.990 kr. 65+10 L Verð: 42.990 kr. 75+10 L Verð: 47.990 kr. 22 L Verð: 15.990 kr. 28 L Verð: 17.990 kr. 32 L Verð: 19.990 kr. 42 L Verð: 23.990 kr. Góðir ferðafélagar í sumar Deuter bakpokarnir eru mest verðlaunuðu bakpokar seinni ára

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.