Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 28
16 29. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, dr. Þorgeir Einarsson kennari, Granaskjóli 26, lést sunnudaginn 27. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Sigrún Guðjónsdóttir Einar Þorgeirsson Þórður Þorgeirsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, Jóhann Adolf Pétursson verkfræðingur, lést 8. október 2009 í Houston, Texas. Minningarathöfn hans fer fram í Bústaðakirkju, föstudaginn 2. júlí kl. 13.00. Birna Pétursson Foley og Ingvar Pétursson. Ástkær unnusta mín, dóttir og systir, Sylvía Kristín Sigurþórsdóttir, lést að heimili sínu þann 21. 6 2010. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þann 1. júlí 2010 kl. 15.00. Guðmundur Stefán Erlingsson Sigurþór Sigurðsson Aðalheiður Emma Harðardóttir Sunna Karen Sigurþórsdóttir Sigurleif Kristín Sigurþórsdóttir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Okkar kæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Bryntýr Zoëga Magnússon, Dalbraut 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, þriðjudag- inn 29. júní kl. 13.00. Pálína Ellen Jónsdóttir Örn Björnsson Jóhanna Guðrún Zoëga Jónsdóttir Ragnar Ólafsson Helgi Jón Jónsson Heiðar Bryntýr Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga F. Stefánsdóttir, Rauðagerði 12, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju 30. júní kl. 15.00. Jónína Kárdal Þorbjörn Vignisson Anna María Kárdal Ásgeir Karl Ólafsson og barnabörn. MERKISATBURÐIR 11632 Gísli Oddsson er kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi. 1776 Spænskir trúboðar vígja kirkjuna Mission Dolores þar sem síðar rís borgin San Francisco. 1802 Fyrsti dómur Landsyfir- réttar kveðinn upp. 1912 Nýja bíó í Reykjavík hefur kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi. 1951 Ísland sigrar Svíþjóð í landsleik í knattspyrnu 4- 3. Ríkharður Jónsson skor- ar öll mörk Íslands. 1952 Ásgeir Ásgeirsson kjörinn forseti Íslands. 1996 Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti Íslands. Vigdís Finnbogadóttir (fædd 15. apríl 1930) var kjörin forseti Íslands á þessum degi árið 1980 og varð um leið fyrst kvenna til að vera þjóðkjörinn þjóðhöfðingi. Vigdís, sem er dóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar og Sigríðar Eiríksdóttur, útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1949. Eftir útskrift lá leiðin til Frakklands þar sem hún stundaði nám á árunum 1949- 1953. Lauk hún BA-prófi í ensku og frönsku við Háskóla Íslands. Vigdís kenndi frönsku við Menntaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Hamrahlíð á árunum 1962 til 1972 og annaðist frönskukennslu í Ríkissjónvarpinu frá 1970 til 1971. Hún kenndi svo franskar leikbókmenntir við Háskóla Íslands 1972-1980 og samhliða því gegndi hún stöðu leikhússtjóra Leikfélags Íslands, en nokkrum árum áður eða frá 1954 til 1957 vann hún sem blaðafulltrúi Þjóðleikhússins. Þegar Vigdís tók við forseta- embættinu árið 1980 varð hún fjórði forseti Íslands og gegndi hún þeirri stöðu allt til ársins 1996. Sama ár var henni veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensku þjóðarinnar. Vigdís er velgjörðasendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og frá árinu 2001 hefur rannsóknar- stofnun Háskóla Íslands í erlendum tungumálum verið kennd við hana. ÞETTA GERÐIST: 29. JÚNÍ 1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, varð áttatíu ára síðasta sunnudag, hinn 27. júní. Ólafur Örn Nielsen, formað- ur SUS, segir að þrátt fyrir að íslenskt samfélag hafi tekið stakkaskiptum frá því að félagið var stofnað 1930 séu áherslur þess og baráttumál í meginat- riðum enn þau sömu og í upphafi. „Við lítum svo á að hlutverk okkar sé að berjast fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, alveg eins og í byrjun þegar SUS var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum meðan á Alþingishátíðinni 1930 stóð,“ útskýrir Ólafur og kveður Samband ungra sjálfstæðismanna eiga mörg stór og krefjandi verkefni fyrir höndum. „Eitt af því sem við höfum barist fyrir frá upphafi er að vernda frelsið, frelsi einstaklingsins sem við teljum stór- lega vegið að úr öllum áttum um þessar mundir með alls kyns boðum og bönn- um og eins viljum við gera allt í okkar valdi til að verjast gegn frekari skatta- hækkunum með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi,“ nefnir hann og segir umræðuna um aðildarumsókn Íslands að ESB eitt skýrasta dæmi um hvernig vegið sé að sjálfstæði þjóðarinnar. „Við ætlum klárlega að berjast gegn því að fullveldið verði framselt í Brussel.“ Ólafur tekur fram að þótt Samband ungra sjálfstæðismanna sé liðsafl innan Sjálfstæðisflokksins verði að gera grein- armun á þessu tvennu. „Það hefur auð- vitað sýnt sig að skoðanir SUS og Sjálf- stæðisflokksins fara ekki alltaf saman. Ungir sjálfstæðismenn hafa þannig í gegnum tíðina sett ýmis mál á dagskrá sem hafa ef til vill þótt mjög róttæk en hafa í fyllingu tímans öðlast góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Sem dæmi börðust ungir sjálfstæðismenn fyrir frjálsum útvarpsútsendingum á níunda áratugnum þegar aðeins RÚV mátti það og eins því að bjórbanninu yrði aflétt á sínum tíma.“ Þrátt fyrir að einhver skoðanamunur kunni að vera á milli Sambands ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðisflokks- ins segir Ólafur unga sjálfstæðismenn ætla að taka af fullum krafti þátt í efl- ingu Sjálfstæðisflokksins. „Viss upp- stokkun hefur átt sér stað innan flokks- ins að undanförnu og við viljum að sjálfsögðu leggja okkar af mörkum til að vinna að eflingu hans,“ bendir hann á og getur þess að það hafi sýnt sig vel á landsfundinum þar sem ungir sjálfstæðismenn tóku þátt í þeirri hug- myndavinnu sem fór fram. „Að sjálf- sögðu ætlum við svo að halda áfram að auka fylgi flokksins meðal ungs fólks á Íslandi svo hann nái sama styrk og áður.“ Ólafur bætir við að þessu stóraf- mæli Sambands ungra sjálfstæðis- manna verði fagnað með ýmsu móti á árinu, þar á meðal með skemmtilegum viðburðum auk endurútgáfu á ýmsum ritum sem SUS hefur gefið út í gegnum tíðina. roald@frettabladid.is SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA: ER ÁTTATÍU ÁRA Sjálfstæðisbaráttan efst á baugi ELDHUGUR Í MÖNNUM Ólafur Örn Nielsen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir unga sjálfstæðismenn ætla að leggja sitt af mörkum til að efla Sjálfstæðisflokkinn svo hann nái sama styrk og áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KATHARINE HEPBURN LÉST ÞENNAN DAG. „Fólki er farið að þykja vænt um mig, eins og einhverja gamla byggingu.“ Katharine Houghton Hepburn (1907–2003) var bandarísk leik- kona, sem lék á sviði og í kvik- myndum og sjónvarpi. Hún er sú leikkona sem hefur einna oftast verið tilnefnd til Óskarsverð- launa og oftast unnið þau, eða samtals fjórum sinnum. Innilegar þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur hefur verið sýnd við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gísla Guðmundssonar Kristnibraut 43, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans fyrir persónulega og hlýlega umönnun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.