Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.06.2010, Blaðsíða 21
veiði ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2010 3 ● MARÍUFISKURINN SÁ FYRSTI Gjarnan er talað um maríu- lax þegar veiðimaður dregur sinn fyrsta lax á land. Orðið maríulax hefur þó sennilega þróast út frá orðinu maríufiskur sem á sér langa sögu en maríufiskurinn var fyrsti fiskur kallaður sem sjómaður veiddi ævinni. Hefðin var sú að gefa fátækustu konunni í verstöðinni, eða þeirri elstu, fiskinn þegar í land var komið. Eins þótti það gæfumerki ef ungur veiði- maður veiddi góðfisk það er að segja, þorsk, ýsu eða lúðu og myndi honum farnast vel á sjó. Í kaþólskri trú var heitið á Maríu mey til fiski- heilla og henni gefinn fyrsti fiskurinn svo líklega er nafnið þannig til komið. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Hilmar Hansson hefur hnýtt flugur í tugi ára og fer reglu- lega til Rússlands að veiða. Hann er með veiðidellu og opnaði litla verslun í bílskúrn- um sínum sem hann kallar Veiðiflugur. „Ég hef hnýtt flugur í 30 ár og veit svo sem allt um flugur. Sennilega er ekkert hægt að standa í svona rekstri nema hafa sérþekkinguna. Þetta er svolítið nördasamfélag,“ segir Hilmar Hansson, veiðimaður og verslunareigandi, og viðurkennir að eiga sjálfur sínar uppáhaldsflug- ur. „Það eru Green Highlander sem er stórlaxafluga og Stardust sem ég veiði mest á.“ Veiðin var áhugamál sem vatt upp á sig en Hilmar er dúkalagn- ingameistari að mennt. Í fyrra setti hann, ásamt eiginkonu sinni Odd- nýju Magnadóttur, af stað vefversl- un með veiðivörur. Vefverslunin fékk svo góð viðbrögð að þau hjón- in opnuðu litla verslun í bílskúrnum á Kambsvegi 33 nú í vor og hefur verið fullt út úr dyrum síðan. „Menn komu hingað heim til að fá að skoða flugurnar svo það var ekki annað hægt en að opna búð. Íslensk- ir veiðimenn þekkja þetta fyrir- komulag líka vel, svona litlar búðir. Við erum ekki með mikið en allt sem þarf til fluguveiði, fatnað, stangir, flugur og hjól og seljum til dæmis eina íslenska veiðihjólið. Hannað og smíðað af Steingrími Einarssyni frá Ísafirði. Hjólið hefur verið á mark- aðnum í nokkur ár en nýlega full- komnaði Steingrímur bremsuna á hjólinu svo þetta er eitt besta veiði- hjólið á markaðnum í dag.“ Inntur eftir því hvað geri flugu að góðri veiðiflugu segir Hilm- ar heil mikil vísindi liggja að baki fluguhnýtingum. Erfitt sé þó að segja til um hvað geri eina flugu betri en aðra. „Menn eru að hanna flugur hver í sínu horni, sumar verða betri en aðrar og fara þá í sölu. Ég á til dæmis eina sem heitir Fjallkonan sem veiðir lax sjóbirting og bleikju og hún er mjög einföld. Maður sér það oft bara á þeim hverjar eru góðar veiðiflugur, þá á litunum og samsetningunni,“ segir Hilmar og bætir við að óvanir geti stuðst við þá þumalputtareglu að nota flugur með silfur, bláum og svört- um lit á vorin en rauðar, gular og gylltar á haustin. „Flugurnar líkja í raun eftir lífríkinu og þeir hörð- ustu veiða einn fisk, opna magann á honum til að sjá hvað hann hefur verið að éta og hnýta svo fluguna strax á bakkanum.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hilmari var hann nýkominn úr veiðiferð til Rússlands en hann hefur haldið utan um veiðiferðir þangað um árabil. Þar segir hann að menn veiði stærstu fiskana. „Núna veiddi ég 28 punda fisk. Maður veiðir ekki endilega fleiri fiska í Rússlandi en í öðrum lönd- um en stærri. Ég hef farið á hverju vori í níu ár og hef haldið utan um vikuferðir þangað síðustu árin. Þá höfum við flogið til Murmansk og þaðan er síðan flogið með þyrlu á morgnana í ána og veiðimennirn- ir svo sóttir aftur að kvöldi í þyrlu. Ferðirnar hafa verið vel sóttar und- anfarin ár en nú hefur gengið hins vegar sett strik í reikninginn. Ég mun hins vegar halda þessu áfram. Þetta eru sannkallaðar ævintýra- ferðir og stórir fiskar draga mann til Rússlands.“ Heimasíða litlu verslunarinnar á Kambsvegi er, www.veidiflugur.is. - rat Nördasamfélag í fluguhnýtingum Áhugamál varð að verslun. Hilmar Hansson opnaði búð í bílskúrnum með konu sinni, Oddnýju Magnadóttur. „Við vorum að veiða á smábáta- bryggjunni og sáum eitthvað í sjón- um. Við héldum fyrst að það væri dautt sæskrímsli,“ segir Agnes Andradóttir 11 ára, sem veiddi furðufisk, ásamt frænku sinni Guð- björgu Heiðu Stefánsdóttur 9 ára, á Hólmavík í sumar þar sem þær voru í heimsókn hjá langömmu og -afa. „Afi Guðbjargar hjálpaði okkur þegar við vorum að reyna að veiða hann. Við potuðum í hann með veiðistönginni og þá synti hann smá í burtu en þá krækti hann í fiskinn og við veiddum hann,“ út- skýrir Agnes sem hefur meðal ann- ars veitt tvo laxa í Langá. Fiskur- inn sem þær stöllur lönduðu var 158 sentimetra langur. Í ljós kom að um vogmey var að ræða en Agnes segir að þeim hafi þótt fisk- urinn ljótur og ekki hafi komið til greina að elda hann. „Nei, við hent- um honum bara.“ Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands getur vogmær orðið 3 metra löng og slæðist öðru hvoru í veið- arfæri sjómanna hérlendis. Hún er þunnvaxin og löng með langan bakugga en aðrir uggar eru mjög litlir eða engir. Í Ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálsson- ar segir að nafn vogmeyjarinnar sé dregið af því eðli fisksins að koma með flóðinu upp að landi í grunnum víkum og vogum. Fiskurinn sé svo litfagur og mjúkur og því sé hann kenndur við mey. - rat Veiddu vogmey Agnes Andradóttir og Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir veiddu hálfgert sæskrímsli á Hólmavík í sumar. MYND/JÓN HALLDÓRSSON F43280610 KANADAFERÐ - ELDRI BORGARAR HAUST Í NÝJA SKOTLANDI 9. – 16. SEPTEMBER, 2010 Upplýsingar hjá Jónasi Þór á jonas.thor1@gmail.com og 861 1046 www.vesturheimur.com Ferðamálastofa Icelandic Tourist BoardÖrfá sæti laus. GIST Á SAMA HÓTELI Í HALIFAX í SJÖ NÆTUR Atlantica Hotel INNIFALIÐ: Flug, gisting, morgunverður, allur akstur, skoð- unarferðir, aðgangur að söfnum og þjóðgörðum, hádegisverður í skoðunarferðum og fararstjórn VERÐ: 187.000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.