Fréttablaðið - 09.07.2010, Síða 2
2 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
„Árni, eruð þið fær í flestan
sjó?“
„Já, menn eru orðnir svo sjóaðir í
þessu.“
Árni Jónsson, deildarstjóri Ylstrandar,
stóð fyrir Mögnuðum miðvikudegi í
Nauthólsvík í vikunni. Um 150 manns
tóku þátt í Fossvogssundi þar sem synt
var frá Nauthólsvík til Kópavogs og aftur
til Nauthólsvíkur.
STANGVEIÐI Árni Baldursson, eig-
andi veiðileyfasölunnar Lax-ár,
vill að hætt verði að veiða á maðk
í Blöndu til að styrkja stofn stór-
laxa. „Ég mun leggja þetta undir
Veiðifélag Blöndu, vonandi til
samþykktar,“ segir Árni í grein
á lax-a.is.
Ekki náðist í gær í Árna sem
var við veiðar í Blöndu. Í grein
sinni vísar Árni til harðra deilna
um dráp á tveggja ára laxi úr sjó,
svokölluðum stórlaxi, sem mikið
hefur veiðst af að undanförnu í
Blöndu. Stórlöxum hefur fækkað
verulega á liðnum áratugum.
„Blanda er nú eitt síðasta vígi
laxveiðimanna á Íslandi sem veiða
á maðk,“ segir Árni og undirstrik-
ar að ekki sé nema í undantekn-
ingartilfellum hægt að sleppa laxi
sem veiddur er á maðk. Hann virði
ákall Veiðimálastofnunar og fleiri
um verndun stórlaxins.
„Að sama skapi virði ég skoð-
anir reyndra laxveiðimanna, svo
sem Þórarins Sigþórssonar og
hans útskýringar um að Blöndu-
stórlaxastofninn sé óhemju sterk-
ur og þoli þetta álag í Blöndu um
stutta stund uns yfirfall kemst
á sem verndar laxinn,“ skrifar
Árni og minnir á að Blanda verð-
ur óveiðanleg eftir að Blöndulón
fer á yfirfall og jökulvatn streym-
ir í farveginn.
„Eina úrræðið í Blöndu til
verndunar stórlaxinum er að
banna maðkveiði alfarið, leyfa
eingöngu veiði á flugu og krefj-
ast þess að öllum laxi yfir 70
sentímetra verði sleppt,“ segir
Árni sem telur þetta mundu vega
mjög þungt til verndunar stórlaxi
á Íslandi. Þá sé aðeins eitt eftir:
Að banna netaveiði fyrir 20. júlí,
en stórlaxinn
gengur einmitt
upp fyrri hluta
sumarsins.
Sigurður Ingi
Guðmundsson,
bóndi á Syðri-
Löngumýri og
einn stjórnar-
manna í Veiði-
félagi Blöndu og
Svartár, er ekki reiðubúinn til að
taka strax afstöðu til tillögu Árna.
„Hitt þykist ég vita, og hef séð og
heyrt frá mönnum hér á svæðinu,
að það er mikil seiðaframleiðsla í
Blöndu og við þurfum ekkert að
sleppa vegna þess að það sé ekki
nóg af fiski,“ segir Sigurður.
Guðni Guðbergsson hjá Veiði-
málastofnun bendir á að norsk
rannsókn hafi sýnt að það séu
frekar smálaxar sem taki maðk en
stórlaxinn falli oftar fyrir flugu.
„Þannig að það gæti verið þannig
að ef menn eru að hugsa um að
vernda stórlaxinn þá virki þetta
í öfuga átt. En flugan er þó samt
lykilatriði í því að sleppa laxi.“
gar@frettabladid.is
Leigutaki vill banna
maðkveiði í Blöndu
Eigandi Lax-ár, leigutaka Blöndu, leggur til í veiðifélagi árinnar að bannað verði
að veiða á maðk til að hlífa stórlaxi og þeim stórlaxi sem veiðist á flugu verði
sleppt. Stjórnarmaður í veiðifélaginu segir nóg af fiski og óþarft að sleppa laxi.
VEITT Í BLÖNDU Þórarinn Sigþórsson og Stefán Sigurðsson fengu frábæra veiði við
opnun Blöndu fyrir rúmum mánuði. Síðan hafa veiðst yfir eitt þúsund laxar í ánni.
Kunnugir segja það ótrúlega háa tölu svo snemma í júlí. MYND/INGI FREYR ÁGÚSTSSON
ÁRNI BALDURSSON
KÚBA Stjórnvöld á Kúbu hafa
ákveðið að sleppa 52 pólitískum
föngum úr fangelsi.
Þetta var ákveðið eftir fundi
með kaþólsku kirkjunni á Kúbu
og ráðherrum frá Spáni, sem
ætlar að taka á móti öllum föng-
unum. Utanríkisráðherra Spánar
hefur hvatt Evrópusambandið til
að falla frá afstöðu sinni gagn-
vart Kúbu í kjölfarið.
Fimm föngum verður sleppt á
næstunni en hinum á næstu mán-
uðum. Fangarnir voru allir hand-
teknir í aðgerðum stjórnvalda
árið 2003.
Mikið hefur verið þrýst á
stjórnvöld á Kúbu að sleppa póli-
tískum föngum eftir að einn
þeirra lést eftir hungurverkfall í
febrúar. Annar fangi hefur verið
í hungurverkfalli síðan í febrúar.
- þeb
52 losna úr haldi á næstunni:
Sleppa pólitísk-
um föngum
STJÓRNSÝSLA Meirihluti nefndar um erlenda
fjárfestingu hefur komist að þeirri niður-
stöðu að fjárfesting Magma Energy Sweden
AB á 52,35 prósenta viðbótarhlut í HS Orku
hf. gangi ekki gegn lögum um fjárfestingu
erlendra aðila í atvinnurekstri. Magma
Energy hefur því, að öðru óbreyttu, eignast
98,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Minnihluti
nefndarinnar greiddi atkvæði gegn þessari
niðurstöðu.
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu
er fimm manna nefnd, nefnd um erlenda
fjárfestingu, kjörinni af Alþingi ætlað að
fylgjast með því að ákvæðum laga um tak-
markanir á fjárfestingu erlendra aðila sé
framfylgt.
Þrír meðlimir nefndarinnar töldu fjárfest-
inguna samræmast lögum en fulltrúar Vinstri
grænna og Borgarahreyfingar voru því ósam-
mála.
Magma Energy er kanadískt fyrirtæki en
stofnaði eignarhaldsfélag í Svíþjóð utan um
kaupin í HS Orku. Samkvæmt lögunum er
fyrirtækjum utan EES svæðisins óheimilt að
fjárfesta í orkuiðnaði á Íslandi. Álitamálið var
hvort sænska félagið væri kaupandi eða hvort
líta bæri á móðurfélagið sem kaupandann.
Nefndinni barst tilkynning frá HS Orku um
kaupin þann 25. maí síðastliðinn og hefur nú
fjallað um þau. Niðurstaðan nú er sú sama og
nefndin komst að í mars síðastliðnum þegar
hún fjallaði um málið. - mþl
Magma Energy heimilað að eignast meirihluta í HS Orku:
Nefnd um erlenda fjárfestingu klofnaði
KAUPIN KLÁRUÐ Magma Energy hefur nú 98,5 pró-
senta eignarhlut í HS Orku
REYKJAVÍKURBORG Miklatún
í Reykjavík mun á ný heita
Klambratún eftir að borgar-
ráð samþykkti nafnbreyting-
una í gær. Í tilefni af þessu og
því að Christian H. Christen-
sen, síðasti bóndinn á bænum
Klömbrum, hefði orðið 100 ára
18. júlí næstkomandi á að setja
upp söguskilti á túninu síðar í
sumar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks studdu tillögu Jóns
Gnarr borgarstjóra, um nafna-
breytinguna. Sögðu þeir flesta
borgarbúa sammála um að nafn-
ið Miklatún hefði aldrei fest sig
í sessi meðal borgarbúa. Þrátt
fyrir að borgaryfirvöld hefðu
reynt að festa nafnið Miklatún
í sessi hefðu borgarbúar ávallt
kallað túnið Klambratún sín á
milli. - gar
Miklatún heyrir sögunni til eftir að borgarráð samþykkti nafnabreytingu í gær:
Klambratún skal það heita
LÍF Á KLAMBRATÚNI Klambratún hefur lengi verið vinsælt leiksvæði barna í Hlíðun-
um og nafnið MIklatún festist aldrei við túnið þrátt fyrir tilraunir borgaryfirvalda í þá
átt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, óskaði
eftir því í gær að láta af störfum
sem bæjarstjóri og hefur Guð-
mundur Rúnar Árnason, oddviti
Samfylkingarinnar, verið ráðinn
bæjarstjóri næstu tvö árin.
Ákvörðun Lúðvíks kemur í
kjölfar gagnrýni á að hann yrði
áfram bæjarstjóri eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar í maí þar
sem hann náði ekki kjöri
Í yfirlýsingu segist Lúðvík
víkja til að tryggja bæjarstjórn
nauðsynlegan starfsfrið. - mþl
Bæjarstjóraskipti í Hafnarfirði:
Lúðvík Geirs-
son hættir
BÆJARSTJÓRASKIPTI Guðmundur
Rúnar Árnason tekur við lyklum að
bæjarskrifstofunum úr höndum Lúðvíks
Geirssonar.
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í sex mánaða fangelsi
fyrir að kýla mann margsinnis í
andlitið með þeim afleiðingum að
fórnarlambið hlaut meðal annars
opið beinbrot á nefi.
Hann hótaði einnig manninum
og kvað föður sinn hátt settan í
„stærstu glæpasamtökum heims“.
Lítið mál væri að láta menn á
hans vegum vinna barnshafandi
konu fórnarlambsins mein. Árás-
armaðurinn neitaði sök en gögn,
þar á meðal DNA, hröktu neitun-
ina. Maðurinn á langan sakaferil
að baki. Hann var, auk fangelsis-
refsingarinnar, dæmdur til að
greiða fórnarlambinu rúmar 346
þúsund krónur í skaðabætur. - jss
Ofbeldismaður í fangelsi:
Kýldi mann og
nefbraut hann
BANDARÍKIN Bandaríkjamenn ætla
að senda tíu rússneska njósnara,
sem handteknir voru í síðasta
mánuði, til heimalandsins í skipt-
um fyrir fjóra menn sem sitja
inni fyrir njósnir í Rússlandi.
Dómari kvað upp úrskurð þess
efnis í gærkvöldi að íslenskum
tíma, eftir að mennirnir höfðu
játað sig seka um njósnasam-
særi. Fallið var frá ákærum á
hendur þeim um peningaþvætti.
Margir njósnaranna hafa búið
í Bandaríkjunum árum saman.
Móðir Önnu Chapman, eins rúss-
nesku njósnaranna, sagðist í
samtali við BBC búast við henni
heim í dag
Dómarinn veitti engar upp-
lýsingar um njósnarana fjóra,
sem Rússar munu leysa úr haldi,
aðrar en að þeir hefðu allir meint
tengsl við vestrænar leyniþjón-
ustustofnanir. - sh
Bandaríkjamenn og Rússar:
Samþykkja
njósnaraskipti