Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 26
4 föstudagur 9. júlí
tíðin
✽ fylgist vel með
1
2
3
4
ómissandi
L
jósmyndarinn Anna María Sigurjóns-
dóttir ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur. Hún mun mynda
minnst þrjátíu og fimm konur sem
allar vinna störf með karlkynsheitum. Sýning
með myndunum verður opnuð á kvennafrídag-
inn, 24. október.
Anna er meira en hálfnuð með verkið, hefur
þegar myndað 17 konur, en hún reiknar fast-
lega með því að verkefnið eigi eftir að tútna út,
konurnar verði hugsanlega fleiri en upphaflega
stóð til. Anna segist hafa með þessu viljað vekja
athygli á hinu augljósa, að konur séu í þessum
stöðum og að enn þann dag í dag, árið 2010, sé
launamunur kynjanna sá sem hann er. „Þessi
hugmynd kviknaði fyrir fjórum árum en mér
fannst tilvalið að opna sýninguna á 35 ára af-
mæli kvennafrídagsins,“ segir Anna en verkið
er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi
forseta íslenska lýðveldisins, og situr Vigdís fyrir
á einni mynd. Af öðrum starfsheitum má meðal
annars tína til ræðismann, sendiherra, renni-
smið, sjómann, fjallkóng, lögreglustjóra, djákna,
hæstaréttardómara og pípara, allt karlkyns heiti
á störfum sem konur sinna.
Eins og gefur að skilja liggur að baki mikill
undirbúningur og Icelandair, Hlaðvarpinn, Ís-
landsbanki og fleiri aðilar hafa lagt Önnu lið
við að koma verkefninu á koppinn en mynda-
tökur hófust á síðasta ári. „Það tekur sinn tíma
að koma sér saman um stað og stund, ákveða
hvernig myndatakan eigi að vera og hvar á
vinnustaðnum,“ segir Anna en til stendur að
gefa út bók með myndunum þótt sú útgáfa hafi
ekki verið negld niður. Anna hefur haft í nógu að
snúast. Nýlega kom út bók með myndum eftir
hana, Sigurgeir Sigurjónsson og fleiri ljósmynd-
ara sem kallast „Volcanic Island“ og sýning með
myndum Önnu og Sigurgeirs var nýlega opnuð
í Ósló. Þá hefur Anna einnig verið að vinna að
afmælissýningu fyrir hönnunarverslunina Epal
sem verður opnuð í september næstkomandi.
- jma
PÍPARAR, SJÓMENN OG
SENDIHERRAR
Anna María Sigurjónsdóttir er með mörg járn í eldinum og hefur nú lokið við
að mynda 17 konur í mismunandi störfum með karlkynsheitum.
Vigdís Finnbogadóttir er meðal
þeirra kvenna sem Anna
hefur myndað en
einnig má þar finna
hæstaréttardómara,
fjallkóng og djákna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Útilegur. Söngur, gleði og gott
ferskt loft gerir öllum gott.
„Ég er bara að selja diskinn minn, Spegil sál-
arinnar, til að eiga fyrir lögfræðikostnaði. Þetta
yndislega húsfélag að Prestbakka er búið að
stefna mér í fjórða sinn,“ segir Herbert Guð-
mundsson, sem gengur nú hús úr húsi á höf-
uðborgarsvæðinu og víðar og selur diskinn sinn.
Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu
vísaði Hæstiréttur máli umrædds húsfélags
gegn Herberti frá en í stuttu máli sagt snýst
málareksturinn um þakklæðningu sem raðhús-
lengja í Prestbakka ákvað að ráðast í. Herbert
hafði hins vegar sjálfur gert við þakið sitt fyrir
einum sextán árum og vildi því ekki taka þátt í
framkvæmdunum en húsfélagið krefst þess að
Herbert taki þátt í kostnaði við framkvæmdirnar
þar sem þær teljist til sameignarinnar.
Herbert er bara einn að berjast í þessu máli
en hann lýsti því á opinskáan hátt í viðtali við
Vísi.is eftir dóm Hæstaréttar að málaferlin
hefðu rústað hjónaband hans. Hann er þó ekki
af baki dottinn, hyggst berjast í fjórða sinn og
fjármagna þá baráttu með því að selja tónlist-
ina sína. „Maður verður bara að bjarga málun-
um sjálfur,“ segir Herbert en fyrirtaka verður
í haust. „Það er búið að vísa þessu þrisvar frá,
tvisvar frá undirrétti og einu sinni frá Hæsta-
rétti. Það hlýtur því eitthvað annað og meira að
búa hér að baki,“ segir Herbert sem er þó bratt-
ur að venju. „Vandamálin eru eldiviður fram-
faranna.“
- jma
Herbert Guðmundsson selur diskinn sinn til að eiga fyrir lögfræðikostnaði:
Stefnt í fjórða skiptið
SALON REYKJAVÍK
Vertu velkomin(n)!
Enduvinnsla! Verum örlítið „er-
lendis“ og hefjumst handa við að
flokka sorp og huga að umhverf-
inu.
Göngutúrar. Fyrir
þá sem eru orðn-
ir þreyttir á að
spjalla yfir kaffi-
bolla eða ölglasi
er tilvalið að skella
sér í léttan göngu-
túr og kynnast
borginni betur.
Nálastungur eiga að geta lagað
hvaða kvilla sem er, allt frá
vöðvabólgu til útbrota.
PRODIGY-LÍNA Helenu Rubinstein, sú þriðja í röðinni, hefur slegið í gegn, meðal
annars hjá stjörnunum vestanhafs. Framleiðendur segja að kremin úr línunni eigi að hafa
virkni á við aðgerð á stofu lýtalæknis, að því gefnu að vörurnar séu notaðar jafnt og þétt.
Línan heitir Prodigy Re-Plasty og inniheldur meðal annars þennan slípunarmaska sem á
að gefa húðinni slétta áferð og hafa mýkjandi áhrif.