Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.07.2010, Qupperneq 26
4 föstudagur 9. júlí tíðin ✽ fylgist vel með 1 2 3 4 ómissandi L jósmyndarinn Anna María Sigurjóns- dóttir ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún mun mynda minnst þrjátíu og fimm konur sem allar vinna störf með karlkynsheitum. Sýning með myndunum verður opnuð á kvennafrídag- inn, 24. október. Anna er meira en hálfnuð með verkið, hefur þegar myndað 17 konur, en hún reiknar fast- lega með því að verkefnið eigi eftir að tútna út, konurnar verði hugsanlega fleiri en upphaflega stóð til. Anna segist hafa með þessu viljað vekja athygli á hinu augljósa, að konur séu í þessum stöðum og að enn þann dag í dag, árið 2010, sé launamunur kynjanna sá sem hann er. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir fjórum árum en mér fannst tilvalið að opna sýninguna á 35 ára af- mæli kvennafrídagsins,“ segir Anna en verkið er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta íslenska lýðveldisins, og situr Vigdís fyrir á einni mynd. Af öðrum starfsheitum má meðal annars tína til ræðismann, sendiherra, renni- smið, sjómann, fjallkóng, lögreglustjóra, djákna, hæstaréttardómara og pípara, allt karlkyns heiti á störfum sem konur sinna. Eins og gefur að skilja liggur að baki mikill undirbúningur og Icelandair, Hlaðvarpinn, Ís- landsbanki og fleiri aðilar hafa lagt Önnu lið við að koma verkefninu á koppinn en mynda- tökur hófust á síðasta ári. „Það tekur sinn tíma að koma sér saman um stað og stund, ákveða hvernig myndatakan eigi að vera og hvar á vinnustaðnum,“ segir Anna en til stendur að gefa út bók með myndunum þótt sú útgáfa hafi ekki verið negld niður. Anna hefur haft í nógu að snúast. Nýlega kom út bók með myndum eftir hana, Sigurgeir Sigurjónsson og fleiri ljósmynd- ara sem kallast „Volcanic Island“ og sýning með myndum Önnu og Sigurgeirs var nýlega opnuð í Ósló. Þá hefur Anna einnig verið að vinna að afmælissýningu fyrir hönnunarverslunina Epal sem verður opnuð í september næstkomandi. - jma PÍPARAR, SJÓMENN OG SENDIHERRAR Anna María Sigurjónsdóttir er með mörg járn í eldinum og hefur nú lokið við að mynda 17 konur í mismunandi störfum með karlkynsheitum. Vigdís Finnbogadóttir er meðal þeirra kvenna sem Anna hefur myndað en einnig má þar finna hæstaréttardómara, fjallkóng og djákna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útilegur. Söngur, gleði og gott ferskt loft gerir öllum gott. „Ég er bara að selja diskinn minn, Spegil sál- arinnar, til að eiga fyrir lögfræðikostnaði. Þetta yndislega húsfélag að Prestbakka er búið að stefna mér í fjórða sinn,“ segir Herbert Guð- mundsson, sem gengur nú hús úr húsi á höf- uðborgarsvæðinu og víðar og selur diskinn sinn. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu vísaði Hæstiréttur máli umrædds húsfélags gegn Herberti frá en í stuttu máli sagt snýst málareksturinn um þakklæðningu sem raðhús- lengja í Prestbakka ákvað að ráðast í. Herbert hafði hins vegar sjálfur gert við þakið sitt fyrir einum sextán árum og vildi því ekki taka þátt í framkvæmdunum en húsfélagið krefst þess að Herbert taki þátt í kostnaði við framkvæmdirnar þar sem þær teljist til sameignarinnar. Herbert er bara einn að berjast í þessu máli en hann lýsti því á opinskáan hátt í viðtali við Vísi.is eftir dóm Hæstaréttar að málaferlin hefðu rústað hjónaband hans. Hann er þó ekki af baki dottinn, hyggst berjast í fjórða sinn og fjármagna þá baráttu með því að selja tónlist- ina sína. „Maður verður bara að bjarga málun- um sjálfur,“ segir Herbert en fyrirtaka verður í haust. „Það er búið að vísa þessu þrisvar frá, tvisvar frá undirrétti og einu sinni frá Hæsta- rétti. Það hlýtur því eitthvað annað og meira að búa hér að baki,“ segir Herbert sem er þó bratt- ur að venju. „Vandamálin eru eldiviður fram- faranna.“ - jma Herbert Guðmundsson selur diskinn sinn til að eiga fyrir lögfræðikostnaði: Stefnt í fjórða skiptið SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! Enduvinnsla! Verum örlítið „er- lendis“ og hefjumst handa við að flokka sorp og huga að umhverf- inu. Göngutúrar. Fyrir þá sem eru orðn- ir þreyttir á að spjalla yfir kaffi- bolla eða ölglasi er tilvalið að skella sér í léttan göngu- túr og kynnast borginni betur. Nálastungur eiga að geta lagað hvaða kvilla sem er, allt frá vöðvabólgu til útbrota. PRODIGY-LÍNA Helenu Rubinstein, sú þriðja í röðinni, hefur slegið í gegn, meðal annars hjá stjörnunum vestanhafs. Framleiðendur segja að kremin úr línunni eigi að hafa virkni á við aðgerð á stofu lýtalæknis, að því gefnu að vörurnar séu notaðar jafnt og þétt. Línan heitir Prodigy Re-Plasty og inniheldur meðal annars þennan slípunarmaska sem á að gefa húðinni slétta áferð og hafa mýkjandi áhrif.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.