Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 34

Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 34
 9. JÚLÍ 2010 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● reykjanesbær „Með þessu framtaki vildum við breyta þeim viðteknu hugmynd- um sem fólk hefur um víkinga sem slagsmálahunda með því að leggja áherslu á uppfinningar þeirra og að sama skapi vekja at- hygli á sjálfu safninu og einstök- um menningararfi Íslendinga,“ segir Elisabeth Ida Ward, sýning- arstjóri Víkingaheima í Reykja- nesbæ, sem stóð í sumar í fyrsta sinn fyrir víkinganámskeiðum ætluðum börnum og unglingum. Þátttakendur fengu meðal ann- ars að kynnast skartgripa- og skipasmíði, ullarvinnslu og húsa- gerð víkinga, sem voru að sögn Elisabeth duglegir í að nota það sem var til á hverjum stað, svo sem grjót, torf, mold, rekavið og fleira. „Böðvar Gunnarsson járn- smiður sýndi líka meðal annars hversu góðir járnsmiðir víkingar voru,“ tekur hún sem dæmi og er ekki í vafa um að margt sem fyrir augu bar hafi komið á óvart. Margt fleira verður í boði í Vík- ingaheimum. Þar er nú til dæmis sýning um nýjan fornleifafund frá Vogi í Höfnum, víkingaskipið Ís- lendingur er til sýnis og í haust hefjast aftur sýningar á einleikn- um Ferðasaga Guðríðar, um ferð Guðríðar Þorbjarnardóttur frá Ís- landi vestur um haf. Allar nánari upplýsingar um Víkingaheima á www.vikinga- heimar.com og á Facebook. - rve Einstakir uppfinningamenn Elisabeth Ida Ward og Böðvar Gunnarsson í víkingaklæðum, ásamt hópi hressra krakka sem tóku þátt í víkinganámskeiði á vegum Víkingaheima. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það hefur verið gestkvæmt hjá skessunni í hellinum það sem af er sumars en nýverið var lögð ný gönguleið að hellinum og settir upp bekkir þar sem hægt er að tylla sér og snæða nesti á meðan notið er útsýnis yfir smábáta- höfnina í Gróf. Skessan er fimm metra há og 400 ára gömul en börnin þurfa ekki að óttast hana því hún hefur gott hjarta. Þegar vel liggur á skessunni býður hún í lummur og margir krakkar eru duglegir að senda henni bréf í póstkass- ann hennar í hellinn eða á vefinn hennar, skessan.is. Gestkvæmt hefur verið hjá skessunni í hellinum. Skessan er 5 metra há og 400 ára gömul. Ný göngu- og hjólaleið með- fram ströndinni í Reykjanesbæ er strax orðin vinsæl til úti- vistar og hreyfingar og eykur um leið söguvitund íbúanna því upplýsingaskilti við hana geyma fróðleik um menningu, sögu og dýralíf. „Svona stígur er nauðsynlegur í sjávarplássi,“ segir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um nýja gönguleið sem liggur frá smábátahöfninni við Bergið, með- fram Keflavík og Njarðvíkum, áleiðis upp á Vogastapa, alls tíu kílómetra leið. Hann bendir á að stígurinn skapi eiginlega byltingu því útivist meðfram hafinu teljist til lífsgæða sem allir geti nú notið, óháð efnahag eða stöðu. „Strandleiðin hefur fjölnota gildi, þar er hægt að ganga, skokka eða hjóla og njóta um leið náttúru, fróðleiks og dýralífs auk þess að láta hugann reika,“ tekur hann fram. Sjálfur kveðst hann yfirleitt hlaupa á morgnana eða kvöldin, að minnsta kosti rölta eða hjóla. Stígurinn hefur orðið til á síð- ustu tveimur árum og Árni rekur tilurð hans til framkvæmda vegna landrofs. „Ströndin með- fram Keflavík og Njarðvík var víða brotin og kjallarar húsa við Hafnargötuna í hættu. Það var því mjög mikilvægt að verja strand- lengjuna fyrir sjógangi. Til þess nýttum við grjót úr Helguvíkur- framkvæmdunum og landmegin við varnargarðinn myndaðist gott svæði fyrir göngustíg.“ Sjóvarnagarðarnir eru úr 200 þúsund ára grágrýti sem sprengt er úr hraunlagastabbanum í Helguvík. „Við byrjuðum á þess- um framkvæmdum fyrir einum fimm árum en landið þurfti að fá að síga og jafna sig og það hefur tekið tíma. Því vorum við nú að ljúka gerð strandleiðarinnar,“ lýsir Árni og segir upplýsingaskilti hafa verið sett upp á stóra steina með- fram henni. „Fólk uppgötvar merkilega hluti þegar það fer um stíginn því þar eru ýmsar minjar um sjósókn í þessu gamla sjávarplássi. Við ströndina eru varir sem notaðar voru til útræðis og gamlir menn þekktu. Þær voru horfnar, eða ekki hægt að ganga að þeim leng- ur, en okkur tókst að verja þær og tengja við gönguleiðina. Þar erum við með sagnfræðipunkta sem segja sögu sjósóknara. Þannig gefst íbúum og gestum tækifæri til að fræðast um sögu og helstu ein- kenni bæjarfélagsins og njóta um leið útivistar í fallegu umhverfi.“ - gun Lífsgæði óháð efnahag „Fólk uppgötvar merkilega hluti þegar það fer um stíginn því þar eru ýmsar minjar um sjósókn í þessu gamla sjávar- plássi,“ segir bæjarstjórinn Árni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ganga meðfram hafinu er góð heilsubót. MYND/DAGNÝ GÍSLADÓTTIR Skessan alltaf vinsæl ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.