Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 41
Andblær íslenskrar náttúru. Urtasmiðjan á
Svalbarðsströnd framleiðir lífrænar húðvörur /
snyrtivörur með íslenskum jurtum sem tíndar eru í
norðlenskri náttúru þar sem þær vaxa í sínu hreina og
náttúrulega umhverfi. Viðkomandi landsvæði eru
vottuð lífræn sem og hráefnið sem notað er í fram-
leiðsluna. Framleiðslan inniheldur m.a. blóðberg, eini, vallhumal, fjólur
maríustakk, gulmöðru og margar fleiri jurtir. Urtasmiðjan framleiðir heilsulínu
s.s. Græðismyrsl sem hefur undraverða virkni sem sára og brunasmyrsli,
mýkjandi Fóta- og hælakrem og Vöðva / gigtarolíu á
vöðva- og liðabólgur og sinadráttt, auk margs-
konar snyrtivöru og nudd-olía. Vörurnar fást í öllum
helstu heilsu og náttúruvöruverslunum og ferða-
mannaverslunum. Vörur Urtasmiðjunnar eru
kærkomið val fyrir þá sem kjósa að nota hreinar
lífrænar vörur án allra aukaefna. Þær eru gjöf
frá móður náttúru
SILKI-ANDLITSOLÍAN, djúpnærandi
vítamín bomban frá Urtasmiðjunni er ein
af okkar vinsælustu snyrtivörum og er
uppáhald allra sem nota hana. Hún
inniheldur gnægð af hollustuefnum fyrir
húðina s.s.vítamínríkum jurta omegaolíum
sem næra húðina og gefa henni ljómandi
og frísklegt útlit. Hún er ómissandi í
sumarfríið og róar húðina eftir sólböð
og gefur henni gullinn blæ.