Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 2
2 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR „Þórólfur, er ekki um auðuga garða að gresja á Íslandi?“ „Nei, við höfum enn ekki gert garð- inn frægan í þessum efnum.“ Þórólfur Jónsson er garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Þórólfur að Íslendingar ættu sér stutta garðamenningu. Páll Baldvin Baldvinsson, full- trúi ritstjóra, er hættur störfum á Fréttablaðinu. Páll Baldvin hefur starfað á Fréttablaðinu síðan árið 2006 en var þar áður ritstjóri DV. Hann hefur haft yfirumsjón með menning- arumfjöllun blaðsins auk þess að skrifa leiðara og skoð- anapistla. Páll Baldvin ætlar að hasla sér völl á vett- vangi leikhússins. Fréttablaðið þakkar Páli Bald- vini vel unnin störf í þágu blaðs- ins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. - aþ Páll Baldvin hættir störfum PÁLL BALDVIN BALDVINSSON FÓLK Dansk-norska listakonan Karen Bit Vejle opnar myndlist- arsýninguna „Með skærin sem pensil“ í Norræna húsinu í dag. Vejle býður gestum inn í ævin- týraheim klippimynda og þeir geta einnig gripið í skærin. Verkin eru stór en á sýning- unni má meðal annars sjá fimm metra langt verk sem tók Vejle 200 stundir að klippa. - rat / sjá allt Karen Bit Vejle mundar skærin: Býður gestum í ævintýraheim KLIPPILISTAVERK Mikil vinna er á bak við hverja mynd listakonunnar. STJÓRNSÝSLA Stjórn Íbúðalána- sjóðs frestaði á fundi í fyrra- kvöld ráðningu nýs forstjóra í stað Guðmund- ar Bjarnasonar sem lét af störf- um um síðustu mánaðamót. A l l s b á r - ust tuttugu og sex umsókn- ir um starfið og hafa fjór- ir umsækjendur verið boðaðir í viðtal. Meðal þeirra eru Ásta H. Bragadóttir, sem er aðstoðar- framkvæmdastjóri og starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs, og Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands. Hann hefur verið starfað sem ráðgjafi félags- málaráðherra. Talið er að þessi tvö komi helst til greina í starf nýs fram- kvæmdastjóra. Eins og fyrr sagði var ákvörð- un um ráðningu framkvæmda- stjóra frestað á stjórnarfundi sjóðsins í gær. Ákveðið var að Ásta myndi áfram gegna starfi framkvæmdastjóra um óákveð- inn tíma. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki ljóst hvort málið verður sett á dagskrá næsta stjórnarfundar eftir tvær vikur. Skipunartími núverandi stjórn- ar Íbúðalánasjóðs rennur út í lok þessa árs. Stjórnin var skipuð til fjögurra ára í tíð Magnúsar Stef- ánssonar, félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins, í lok árs 2006. Fjórir af fimm stjórnarmönnum eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - pg Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hættur og nýr hefur ekki verið ráðinn: Fresta ráðningu um óákveðinn tíma GUÐMUNDUR BJARNASON ORKUMÁL Reykjavíkurborg þarf að leggja 10 til 12 milljarða króna til hliðar til að sýna fram á fjár- hagslegan styrk sinn sem bakhjarl Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Borgin hefur sett á laggir áhættustýringarhóp og ákveðið að vinna markvisst að því að auka trúverðugleika borgarinnar sem ábyrgðaraðila á lánamörkuðum. „Í stuttu máli er Reykjavík- urborg komin af afneitunarstig- inu,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Menn hafa verið að ýta á undan sér býsna miklum skafli í málefnum Orku- veitunnar. Við teljum ástæðu til að taka þessi mál föstum tökum,“ „Áhætta A-hluta borgarsjóðs vegna Orkuveitu Reykjavíkur felst einkum í mögulegri lausa- fjáráhættu sem gæti birst í því að lánveitandi OR krefur A-hluta borgarsjóðs um að efna greiðslu- skuldbindingu sem OR getur ekki efnt,“ segir í greinargerð fjár- málastjóra borgarinnar með þeim tillögum sem samþykktar voru á borgarráðsfundi í gær. „Forsendur þess að unnt verði að ná árangursríkri endur-fjár- mögnun OR og fjármögnun nýframkvæmda eru annars vegar að lánamarkaður hafi trú á greiðsluhæfi og áætlunum Orku- veitu Reykjavíkur og hins vegar að lánamarkaður hafi trú á baká- byrgðaraðila OR, A-hluta borgar- sjóðs.“ Sú aðgerð að halda sterkri lausafjárstöðu með því að tíu til tólf milljarðar króna verði lagð- ir til hliðar muni hafa áhrif á aðgengi og lánskjör við samnings- gerð um endurfjármögnun skulda Orkuveitu Reykjavíkur. OR mun þurfa að endurfjár- magna að minnsta kosti 33 millj- arða króna skuldir í ár og næstu þrjú ár og er þá ekkert litið til lán- töku vegna nýrra fjárfestinga. Í minnisblaði fjármálastjóra kemur einnig fram að hagræð- ing í rekstri Orkuveitunnar muni litlum árangri skila til þess að auka möguleika fyrirtækisins á að greiða af skuldum sínum þar sem breytilegur rekstrarkostn- aður er tiltölulega lítill. Hækkun gjaldskráa sé skilvirkasta leiðin til þess að tryggja að fyrirtækið geti greitt af skuldum sínum. Fjármálastjóri borgarinnar hefur lagt til að áætlun um þróun gjaldskráa næstu ára verði hrað- að. Um 20 prósenta hækkun gjald- skrár mundi þó aðeins duga til þess að standa undir afborgun- um og vaxtagreiðslum þetta ár og frekari hækkanir yrðu þá nauð- synlegar vegna skulda næsta árs. peturg@frettabladid.is Reykjavíkurborg þarf að binda 12 milljarða Áhætta borgarinnar vegna Orkuveitu Reykjavíkur kallar á 10 til 12 milljarða lausafjárstöðu. Fjármálastjóri borgarinnar segir 20 prósenta hækkun gjaldskrár standa undir skuldum þessa árs og frekari hækkanir nauðsynlegar á næsta ári. SKULDAVANDI Orkuveita Reykjavíkur skuldar himinháar fjárhæðir. Borgin þarf að leggja 10-12 milljarða til hliðar og halda sterkri lausafjárstöðu til þess að sannfæra lánsfjármarkaðinn um getu og vilja til að standa við bakábyrgðir gagnvart Orkuveit- unni. Það er lausafjárstaða langt umfram venjulegar þarfir borgarinnar. Í stuttu máli er Reykjavíkurborg kom- in af afneitunarstiginu. DAGUR B. EGGERTSSON FORMAÐUR BORGARRÁÐS LÍFFRÆÐI Áhrif olíulekans í Mexíkóflóa gætu haft mun skaðlegri áhrif fyrir vistkerfið á svæðinu en hingað til hefur verið talið. Hópur vísindamanna frá Imperial College í London hefur sýnt fram á að olía veldur arseník-eitrun sem til lengri tíma getur komist inn í fæðukeðjuna og valdið skaða á gróðri og dýrum. Arseník er sterkt eitur sem finnst í steindum og fyrirfinnst í olíu. Arseník hefur áhrif á ljóstillífun í sjávargróðri og eykur líkur á genabreytingum sem valda fæðingargöllum og hegðunarbreytingum hjá sjávardýrum, eins og kemur fram í grein í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science Daily. Þá drep- ur eitrið fugla sem éta arseník-eitraða fæðu. Því ofar sem kemur í fæðukeðjuna því sterkari verða eituráhrifin. Mark Sephton, prófessor í sjávarlíffræði við Imp- erial College, segir í viðtali við Science Daily að rannsóknin sýni þá ógn sem olíumengun getur haft til framtíðar. „Rannsókn okkar er tímabær áminn- ing um að olíumengun er eins og tímasprengja sem ógnar samsetningu lífríkisins í hafinu.“ Olíuborpallurinn Deepwater Horizon eyðilagð- ist og sökk í apríl síðastliðnum. Allt frá þeim tíma hefur gríðarlegt magn olíu lekið út í hafið. Misvís- andi fréttir eru af því magni sem hefur lekið í sjó- inn en samkvæmt útreikningum bandaríska tíma- ritsins Newsweek eru það um fjórar milljónir tunna. - shá Ný rannsókn vísindamanna varpar ljósi á nýja ógn af olíulekanum í Mexíkóflóa: Áhrif olíulekans vanmetin DAUÐADÆMDUR Birtingarmyndir olíuslyssins eru hræðilegar. Til langs tíma gæti skaðinn þó verið enn meiri. NORDICPHOTOS/AFP Neysluvatn þar f að sjóða Íbúum Eskifjarðar er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn næstu daga vegna mengunarslyss í löndunarhúsi Eskju á sunnudag. Sýnataka leiddi í ljós að gerlar eru í vatninu sem geta leitt til þess að fólk verði veikt. ESKIFJÖRÐUR MENNING Borgarráð hefur sam- þykkt umsókn Reykjavíkurborg- ar um titilinn Bókmenntaborg UNESCO. Umsóknin gerir ráð fyrir að borgin standi að eflingu bókmenningar í borginni meðal annars með því að koma á fót miðstöð bókmennta og gera bók- menntir sýnilegar. Einnig er gert ráð fyrir eflingu lestrar- og bók- menntaáhuga með ýmsum hætti. Borgarstjóri efast ekki um ávinning Reykjavíkur, enda Íslendingar löngum skilgreint sig sem bókmenntaþjóð. - sv Sótt um titil til UNESCO: Reykjavík verði bókmenntaborg DÓMSMÁL Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði uppboð á húsi í gær eftir að eigandinn mótmælti uppboðinu á þeim for- sendum að óvissa ríkti um upp- hæð skuldarinnar en á húsinu hvílir gengistryggt lán. Er þetta í fyrsta sinn sem sýslumaður stöðvar uppboð vegna þessa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðv- ar 2 í gærkvöldi. Frjálsi fjárfestingabankinn fór fram á nauðungarsölu á húsinu. Á húsinu er áhvílandi myntkörf- ulán í yenum og svissneskum frönkum, sem hefur tvöfald- ast frá því það var tekið. Eftir að sýslumaður stöðvaði uppboð- ið lýsti Frjálsi fjárfestingabank- inn því yfir að hann hygðist kæra niðurstöðuna til héraðsdóms. Sýslumaður stöðvar uppboð: Mótmæli skuld- ara tekin gild Vel sjáanlegur gufustrókur Myndarlegur gufustrókur stóð upp úr öðrum katli Eyjafjallajökuls í gærdag. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu var engin hreyfing á skjálftamælum. Svo virðist sem reykurinn sé vatns- gufa en vatn getur safnast saman þegar mikil rigning er á svæðinu. Fylgst er grannt með málum hjá Veðurstofunni. EYJAFJALLAJÖKULL Stálu bíl og fóru á rúntinn Þrír unglingar stálu bíl í Kópavogi í fyrrakvöld og fóru á rúntinn. Þeir skiptust á að aka og fóru víða um en ökuferðinni lauk í Reykjavík þar sem þeir skildu bílinn eftir. Bíllinn mun nokkuð skemmdur eftir ökuferðina. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.