Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 6
6 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR 173.800kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, ótakmarkað golf í 7 daga, gisting á 5* Marriott-hóteli með hálfu fæði, frí afnot af golfkerru, fríir æfingarboltar, akstur til og frá flugvelli og fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli: Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golf á Spáni La Sella 16.–23. október Fararstjóri: Björn Eysteinsson Verðlaunatillagan um byggingu nýs Landspítala 1 2 3 5 6 4 89 10 111213 14 17 16 15 Nýtt heildarskipulag Landspítal- ans var ákveðið í gær. Haldin var hönnunarsamkeppni um útlit nýja spítalans og varð hönnunarteymið SPITAL hlutskarpast varðandi frumhönnun fyrsta áfangans og tengdrar háskólastarfsemi. Stakkur var sniðinn eftir vexti í valinu á hönnuninni og segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra að hugmyndin sem varð fyrir valinu sé mun smærri í sniðum og ekki eins ríkmann- leg og lagt var upp með á tímum ofþenslu. Í SPITAL eru ASK arkitekt- ar, Bjarni Snæbjörnsson arki- tekt, Kanon arkitektar, Medplan, Teiknistofan Tröð, Landark, Efla verkfræðistofa, Lagnatækni og Norconsult. Helgi Már Halldórsson, verk- efnastjóri SPITAL, segir verkefn- ið vera mikinn áfanga. „Þau ger- ast ekki stærri á Íslandi í dag,“ segir Helgi. Ein af meginforsendum hönn- unarkeppninnar var að flytja Landspítalann í Fossvogi að Hringbraut og ljúka þannig sam- einingu stóru spítalanna á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrsti áfangi verkefnisins samanstendur af starfsemi í 66 þúsund fermetra nýbyggingu og háskólastarf- semi í allt að tíu þúsund fermetra nýbyggingu. Spítalalóðin verður byggð sem eins konar bæjarhverfi til að nýt- ast sem best og viðhalda ákveðn- um sveigjanleika í umhverfinu. Í umsögn dómnefndar hönnunar- keppninnar er tillögu SPITAL lýst sem sterkri hugmynd og höfund- ar nái vel því markmiði sínu að skapa bæjarsamfélag sem myndar ramma um þverfaglegt samstarf ólíkra greina. Uppbrot starfsem- innar í aðskildar byggingar með- fram götum er talið ríma vel við núverandi byggð á spítalalóðinni. Talað er um skírskotun til vinn- ingstillögu um skipulag Vatns- mýrarinnar. Alþingi samþykkti í júní lög um stofnun hlutafélags sem standa mun að útboði á byggingu nýs háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Útboð á að leggja fram fyrir vorið 2011 og vonast er til að jarðvegsframkvæmdir geti haf- ist um sumarið. Gert er ráð fyrir alútboði og að ríkið taki spítalann á langtímaleigu í allt að fjörutíu ár. sunna@frettabladid.is Spítalalóðin verður eins og bæjarhverfi Úrslit í hönnunarkeppni um byggingu nýs Landspítala urðu ljós í gær. Ekki eins ríkmannlegt og lagt var upp með á tímum ofþenslu, segir heilbrigðisráðherra. 1. Aðalanddyri með þjónustu og veitingahúsum fyrir almenning á 2. hæð norðan megin. 2. Aðalaðkoma meðferðarkjarna á 2. hæð (jarðhæð að Smára- götu). 3. Gjörgæsla, svæfing, vöknun á 3. hæð. 4. Mötuneyti starfsfólks á 2. hæð. 5. Inngangur bráðamóttöku (þeirra sem koma á eigin vegum), slysamóttaka 1. hæð. 6. Háskóli Íslands, heilbrigðisvísindasvið. 7. Læknagarður. 8. Rannsóknarhús LSH og Blóðbankinn. 9. Bílageymsla. 10. Þyrlupallur. 11. Skurðstofur á 3. hæð sunnan megin. 12. Hjartagjörgæsla á 3. hæð vestan megin. 13. Sjúkrabílaaðkoma bráðamóttöku á 1. hæð. 14. Legudeildir á 4. og 5. hæð. 15. Barnaspítali Hringsins. 16. Myndgreiningardeild á 2. hæð að sunnanverðu. 17. Sjúkrahótel. 7 DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo hefur verið dæmd í Héraðs- dómi Reykjaness í fimmtán mán- aða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún var sýknuð af mansalsákæru. Catalina var ákærð fyrir að hafa haft tekjur af vændi sex kvenna. Þá var hún einnig fundin sek um að hrækja á lögreglumann. Loks var hún dæmd fyrir að hafa ráðist á konu í stigagangi í fjölbýlishúsi þar sem þær bjuggu báðar. Catal- ina hafði verið að ryksuga gang- inn í fjölbýlishúsi þar sem hún bjó þegar nágranni hennar kom til hennar og vildi ræða við hana um brot á húsreglum. Það endaði með því að Catalina vafði snúrunni um hnúana á sér og lamdi konuna. Var Catalina dæmd til að greiða henni 250 þúsund krónur í bætur. Í byrjun desember síðastliðins var Catalina dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot. Hæsti- réttur þyngdi þann dóm í þrjú og hálft ár. Dómurinn nú er hegning- arauki við þann dóm. Tveimur dögum eftir að héraðs- dómur kvað dóminn upp í desem- ber var Catalina handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um vændisstarfsemi og fleiri brot. - jss Catalina Mikue Ncogo dæmd fyrir vændisstarfsemi en sýknuð af mansalsákæru: Dæmd fyrir milligöngu um vændi CATALINA Var enn dæmd í gær. SÓLEYJARTORG Nýbyggingar sjúkrahússins verða skipulagðar til að skapa eins konar lítið bæjarhverfi með áherslu á að viðhalda sýn yfir gamla Landspítalann. Hægt er að kynna sér tillögurnar á slóðinni www.haskolasjukrahus.is á netinu. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Óttast þú að hryðjuverk verði framin á Norðurlöndum? Já 57,3% Nei 42,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Ferð þú akandi í vinnuna í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Bandaríska verslunar- keðjan Wal-Mart er stærsta fyrir- tæki í heimi. Þetta kemur fram á nýjum lista tímaritsins Fortune 500 yfir stærstu fyrirtæki heimsins. Sam- kvæmt Fortune nam velta Wal- Mart 408 milljörðum dollara á síð- asta ári eða 51 þúsund milljörðum króna. Í næstu sætum á eftir Wal-Mart eru olíufélögin Exxon Mobil og Shell en þau veltu tæplega 300 milljörðum dollara á síðasta ári. Wal-Mart var í þriðja sæti á lista Fortune á síðasta ári. Verslunarkeðja veltir mestu: Wal-Mart er stærst í heimi KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.