Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 10. júlí 2010 11 SAMFÉLAGSMÁL Forsvarsmenn Víkingahátíðar í Reykjavík, sem halda á í fyrsta skipti á Klambra- túni næsta sumar, eru mjög óánægðir við nafnbreytinguna á túninu en nafni þess var breytt úr Miklatúni í Klambratún í vik- unni. Víkingahátíð- in hefur verið markaðssett víða erlendis undir nafinu Grand Viking Festival at Grand Park en enska þýðing- in á Miklatúni er Grand Park. Gunnar Ólafsson, forsvarsmaður víkingafélagsins Einherja, segir nafnbreytinguna skemma veru- lega fyrir hátíðinni og óttast að þátttaka í hátíðinni verði minni en ella. Hann harmar að borgar- stjórn hafi gert þetta án samráðs. Unnið hefur verið að hátíð- inni lengi en hún verður hald- in í fyrsta skipti 17. til 19. júní á næsta ári. - mþl Nafnbreyting veldur óánægju: Reykvískir vík- ingar ósáttir GUNNAR ÓLAFSSON Piltur á hjóli fyrir bíl Ekið var á fjórtán ára gamlan pilt á reiðhjóli við Tryggvatorg á Selfossi eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu virðist pilturinn ekki hafa meiðst alvarlega. Hann var fluttur á slysadeild á Selfossi til skoðunar. Fannst sofandi í fellihýsi Húsfreyju í Keflavík brá í brún í gær- morgun þegar hún kom að erlendum manni sofandi í fellihýsi hennar. Útlendingurinn bað afsökunar en kvaðst peningalaus. Hann var ekki með neinn farangur. LÖGREGLUFRÉTTIR AKUREYRI Eiríkur Björn Björg- vinsson verður ráðinn bæjar- stjóri Akureyrar til næstu fjög- urra ára. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað þetta í gær en gengið verður form- lega frá ráðn- ingunni síðar í þessum mán- uði. Eiríkur mun hefja störf 15. ágúst næst- komandi. Eiríkur Björn var áður bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs en hann lét af störfum eftir kosningarnar í maí eftir átta ára starf. Hann er menntaður íþróttakennari auk þess að hafa lokið diplómaprófi í stjórnun. Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segist mjög ánægður með þessa niðurstöðu og telur að hæfur maður hafi verið ráðinn. - mþl Bæjarstjórn Akureyrar: Eiríkur Björn nýr bæjarstjóri EIRÍKUR BJÖRN BJÖRGVINSSON ORKUMÁL Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að breyting- ar á frumvarpi iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætlun kalli á að svarað verði spurningum um stöðu Torfajökulssvæðisins og einstakra svæða á Reykjanesi og í Krýsuvík. Breytingin felur í sér að ekki megi taka nýjar ákvarðanir um að ráðast í virkjanir innan friðlýstra svæða óháð niðurstöðum þeirrar vinnu sem fram hefur farið við gerð rammaá- ætlunar. Með breytingunni var leyst- ur ágreiningur stjórnarflokkanna sem hafði valdið því að málið komst ekki á dagskrá Alþingis mánuð- um saman. „Sam- kvæmt þessu koma virkjana- kostir á friðuð- um svæðum ekki til greina,“ segir Guðni orkumála- stjóri. Óvíst sé hvort breyting- in muni hafa ein- hver áhrif í raun en hún feli í sér víð- tækari ályktanir um gildi friðunar en hingað til. Verið sé að láta friðun ná til markmiða sem ekki hafa verið skilgreind. Ein af þeim spurning- um sem svara þurfi í framhaldinu sé hvort ætlunin sé að útiloka frek- ari rannsóknir og mat á Torfajök- ulssvæðinu. Búið sé að leggja mat á svæðið í heild og gefa náttúruvernd- argildi þess háa einkunn. Eftir sé að skoða einstaka virkjanakosti innan þess. „Það er spurning hvort menn vilja halda áfram að kanna svæðið eða loka því hér og nú,“ segir Guðni. Eins geti þurft að svara flóknum lagatæknilegum spurningum um stöðu einstakra svæða í Krýsuvík og á Reykjanesi. - pg Orkumálastjóri um breytingar á frumvarpi um verndar- og nýtingaráætlun: Flóknum spurningum ósvarað GUÐNI A. JÓHANNESSON hefur opið umhverfis landið Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Í stöðvum Landsvirkjunar umhverfis landið má kynna sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma. Samhliða orkufræðslu er boðið upp á sýningar af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð Íslands. Komdu í heimsókn í sumar Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 10 16 39 DÓMSMÁL Kona hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að kasta glerglasi í andlit konu á veit- ingastað í Reykjavík. Glasið brotnaði og sauma þurfti skurð í andliti fórnarlambsins. Auk fangelsisrefsingarinnar var konan dæmd til að greiða hinni sem meiddist 250 þúsund í skaðabætur. Konan neitaði sök fyrir dómi. Hún kvaðst ekki hafa miðað á andlit hinnar, heldur hafi það lent þar óvart. - jss Kona dæmd fyrir líkamsárás: Kastaði glasi í andlit konu SVALANDI ÍSTERTA Þessi fallega risa- panda gæddi sér á ístertu á heimssýn- ingunni í Sjanghæ í Kína í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.