Fréttablaðið - 10.07.2010, Page 16

Fréttablaðið - 10.07.2010, Page 16
16 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til fram- dráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfing- unni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og lands- byggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félags- hyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsókn- armenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðu- flokksmenn og síðar Samfylking- armenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofn- ana, Samkeppniseftirlits, Fjár- málaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmála- menn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfing- arinnar. Samgöngubætur samein- uðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjár- mögnun var kaupfélögunum við- varandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á lands- byggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að brask- arar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóð- seignir voru þó alveg skýr. Eftir- litsstofnanir töldu ekki um eigin- legt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóð- unum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda lands- byggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðslu- aukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðn- aðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjón- armiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlut- un. Skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum held- ur en skortur á pólitískum afskipt- um. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verð- ur aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambands- ins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissa- bon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveð- ið að ganga úr sambandinu sam- kvæmt eigin stjórnlögum. … Sátt- málar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnar- tilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðild- arríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndóms- ár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkis- stjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í fram- kvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélag- ið, en stendur síðan á snöggu auga- bragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystu- manns þegar seint í hrunadansin- um birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabanka- stjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúer- ast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálf- stæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbrask- aranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þátt- ur hennar beinlínis fyrirlitleg- ur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóð- montið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðar- metnaður“ sem Árni Pálsson próf- essor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hér- lendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofs- tæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðar- ástar og reigingslegs þjóðarmetn- aðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótun- um 1900, en hefur síðan verið hag- nýttur oftar en einu sinni í póli- tísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samn- ingnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finn- bogadóttir, forseti Íslands, var for- smáð af reigingslegum þjóðmetn- aðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undir- skrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðn- um tíma leitt í lög æ fleiri klásúl- ur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES- samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugs- anlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurf- um ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdótt- ir ganga nú, eins og segir í söng- textanum, hönd í hönd inn í ham- ingjunnar lönd. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari ... Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitísk- um afskiptum. Staksteinn Pólitískt forræði væri afturför Ásgrímur Angantýsson, mál-farsráðunautur Ríkisútvarps- ins, flutti pistil í Víðsjá um dag- inn, þar sem hann gagnrýndi þá sem stundum eru kallaðir mál- vöndunarmenn og sagði hugs- unarhátt þeirra staðnaðan. Svo mikið lá við að koma afturhalds- orði á okkur sem viljum teljast til þess hóps að pistillinn var birtur sem grein í Fréttablaðinu daginn eftir. Lengi hafa íslenskufræðingar af yngri kynslóðunum amast við hvers konar athugasemdum við málfar og talið „málvillur“ ein- ungis dæmi um „lifandi þróun málsins“. Slík sjónarmið eru engin nýlunda en vont þykir mér að þau skuli nú hafa tekið völdin á Ríkis- útvarpinu. Ráðunautnum verður raunar allmjög á í upphafi greinar sinn- ar þegar hann telur að þátturinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu sé „enn á svipuðum nótum og þegar hann hóf göngu sína fyrir rúm- lega hálfri öld.“ Hann áttar sig ekki á því, líklega sökum ungs ald- urs, að allmörg ár eru síðan þessi þáttur var lagður niður. Fyrir örfáum árum tók Hanna G. Sig- urðardóttir hins vegar upp á því að fá Aðalstein Davíðsson, fyrr- verandi málfarsráðunaut RÚV, til vikulegs spjalls í fáeinar mín- útur um ýmis málfarsleg atriði sem Hanna telur ýmist til lýta eða fyrirmyndar og hún vekur oftast máls á sjálf. Þetta er yfir- leitt skemmtilegt spjall því Aðal- steinn er fróður um málsögu og býsna smekklegur og bæði eru vel máli farin. Gömlu þættirnir voru með allt öðru sniði – en sýndu hins vegar lifandi áhuga þjóðarinnar á tungumálinu. Óskiljanlegar vangaveltur Málfarsráðunauturinn gagnrýn- ir svo Eið Guðnason, sem bloggar m.a. mikið um ambögur í daglegu máli, og félaga á síðu Málræktark- lúbbsins á netinu, sem eru iðnir við að benda á það sem miður fer, fyrir að endurtaka í sífellu sömu atriðin. Mér finnst nú ekki veita af að endurtaka gagnrýnina sífellt. Dæmi þau sem ráðunautur- inn nefnir í pistli sínum til marks um „bókstafstrú“ málræktarfólks kannast ég hins vegar hreint ekki við að hafi verið í umræðunni. Honum hefði verið nær að taka dæmi frá Eiði ellegar af síðu Mál- ræktarklúbbsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki allar vangaveltur ráðunaut- arins, meðal annars um „hvaða fyrirbæri eru óvinsæl í málsam- félaginu“ og undarleg þykir mér sú fullyrðing að þegar bent er á ambögur og klúðurslegt málfar beinist athyglin „fyrst og fremst að því neikvæða“! Málflækjustíll fréttamanna Ráðunauturinn telur að aðalatrið- ið sé að „varðveita íslenskt mál- kerfi í megindráttum og efla mál- notkun á sem flestum sviðum“. Þetta er náttúrlega hárrétt. En hvar vill hann draga mörkin milli „bókstafstrúar“ og þess? Það er einnig rétt að þeir sem flytja mál sitt opinberlega þurfa að geta gert það skýrt og áheyrilega. Þetta á ekki síst við um starfsmenn Ríkis- útvarpsins en ég heyri ekki betur en að á síðustu misserum hafi málfari þeirra hrakað verulega og mér finnst að ráðunauturinn ætti að snúa sér að því að greiða úr málflækjustíl fréttamannanna ungu og sífelldum endurtekn- ingum, sem gerir oft að verkum að fréttir verða illskiljanlegar, fremur en saka okkur, sem látum okkur móðurmál okkar varða, um að „predika málfarslega bók- stafstrú [og taka] sjaldnast mið af samhengi eða aðstæðum“. Ég vil frábiðja mér slíkan rakalaus- an þvætting. Í nafni jákvæðni skal þó tekið fram að RÚV hefur á að skipa mörgu snjöllu og vel máli förnu fólki. Okkur á ekki að standa á sama um hvernig farið er með tungu- málið á fjölmiðli eins og RÚV. Á öllum sambærilegum stofnunum í nágrannalöndum okkar gilda ákveðnar reglur um málfar en að sjálfsögðu er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvaða málsnið þeir nota í daglegu lífi. Málfarsráðu- nautur RÚV á að fylgjast með því að almennum reglum um málfar sé fylgt, m.ö.o. lesa prófarkir, og skóla unga fréttamenn til. Vís- indalegar ritgerðir eru góðar út af fyrir sig en koma að takmörkuðu gagni í erli fréttamennskunnar. Umburðarlyndi og bókstafstrú Þjóðmálaumræða Hannes Pétursson rithöfundur Íslenskt mál Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Fullveldi Íslands Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins Þetta á ekki síst við um starfsmenn Ríkisútvarpsins en ég heyri ekki betur en að á síðustu misserum hafi málfari þeirra hrakað verulega og mér finnst að ráðunauturinn ætti að snúa sér að því að greiða úr málflækjustíl fréttamannanna ungu og sífelldum endurtekningum ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.