Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 18

Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 18
18 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR F yrirtækið ORF Líftækni stendur á krossgötum. Undanfarin tíu ár hafa frumkvöðlar og starfsfólk fyrirtækisins unnið þrotlaust að því að þróa nýja aðferð til fram- leiðslu á sérvirkum próteinum sem fyrirfinnast í mannslíkam- anum. Til þess er fræ byggplönt- unnar nýtt sem smiðja fyrir þessi prótein, en þau nýtast til læknis- rannsókna, lyfja- og snyrtivöru- framleiðslu. Tækifærunum virð- ast vera lítil takmörk sett. Til er orðinn nýr grænn iðnaður hér á landi og fyrsta varan er komin á almennan neytendamarkað frá dótturfyrirtæki ORF, EGF BIO- effect húðdropar frá Sif Cosmet- ics. Líftækniafurðir ORF fara þó nær allar á erlendan markað. Mættu vantrú Dr. Björn Lárus Örvar er fram- kvæmdastjóri ORF og hin nýja tækni er byggð á hugmynd hans og dr. Einars Mäntylä, annars sérfræðings í sameindalíffræði plantna. Fyrirtækið var síðan stofnað utan um hugmyndina af Júlíusi B. Kristinssyni, sem nú starfar sem fjármálastjóri ORF, Birni og Einari í ársbyrjun 2001. „Í upphafi var þetta lítið rann- sókna- og þróunarfyrirtæki þar sem allur okkar kraftur fór í að þróa þessa framleiðslutækni. Því er nú lokið,“ segir Björn. „Fáir höfðu trú á þessu og erfitt að fá fjármagn, sérstaklega fyrstu tvö árin. Þá skipti góður stuðning- ur Rannís sköpum. Mikill kraft- ur færðist svo í starfið þegar við fengum fjárfesti til samstarfs árið 2006. Þá gátum við klárað fram- leiðslutæknina og hafið fram- leiðslu á mörgum vörum.“ Húðdropar slá í gegn ORF er í dag með í framleiðslu, á mismunandi stigum, 130 sér- virk prótein sem tilheyra flokki próteina sem kallast frumuvakar. Þar af hafa 39 frumuvakar verið markaðssettir og einn þeirra hér á Íslandi í húðdropum. „Við tókum þá ákvörðun að stofna dótturfyrirtæki utan um þá framleiðslu; Sif Cosmetics. Ástæð- an er sú að starfsemi snyrtivöru- fyrirtækis og ORF Líftækni er svo ólík. Markaðir ORF eru margir og sérhæfðir og við tókum þá ákvörð- un fyrir tveimur árum að það væri heilladrýgst að stofna sérstök félög um vörur sem eiga lítið sameig- inlegt nema upprunann. Fyrsta félagið er Sif Cosmetics, sem sér- hæfir sig í því að þróa og mark- aðssetja snyrtivörur. Húðdrop- arnir eru í raun bara fyrsta varan innan þess félags en við stefnum á að markaðssetja heila snyrtivöru- línu með frumuvökum, undir vöru- merkinu BIOeffect.“ Umskipti „Á undanförnum tveimur árum hafa orðið algjör umskipti í fyrir- tækinu. Við höfum þróast frá því að vera rannsókna- og þróunarfyr- irtæki; nýsköpunarfyrirtæki, yfir í fyrirtæki sem framleiðir og mark- aðssetur vörur. Það sést kannski best á því hvernig mannahald hjá okkur hefur breyst. Við byrjuðum fjögur árið 2001 og erum fjöru- tíu starfsmenn í dag í Kópavogi og Grindavík. Um tuttugu manns hafa komið til okkar síðustu mán- uðina og við erum að leita að fólki í hátæknistörf. Hjá fyrirtækinu í dag er fólk sem spannar allt litróf- ið á menntunarskalanum, öfugt við það sem gerðist í byrjun. Þá voru þetta nokkrir doktorar sem störðu ofan í smásjár.“ ORF er stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Evrópu og framleið- ir vöru sem er einstök á heims- vísu. Fyrir leikmann virðist þetta tvennt gefa nær ótakmark- aða möguleika. „Núna er áhersl- an á að stækka mjög hratt,“ segir Björn. „Við viljum nýta það tækni- lega og markaðslega forskot sem við greinilega höfum. Með það í huga leituðum við í fyrsta skipti til fjárfesta utan landsteinanna í janúar, og til liðs við okkur eru komnir mjög öflugir fagfjárfest- ar sem deila sýn okkar. Því vilj- um við núna auka framleiðslu- getuna með meiri tækjakosti og leggja enn meiri áherslu á mark- aðsstarfsemi. Íslendingar verða varir við þetta í gegnum húðdrop- ana en þetta á við um mun fleiri vörur, enda er aðeins ein af 39 vörum okkar á innlendum mark- aði. Aðrar vörur fara til háskóla, fyrirtækja og rannsóknastofnana erlendis.“ Verðmætara en gull Heimsmarkaðurinn með frumu- vaka, ef lyf eru undanskilin, er áætlaður um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Séu lyf tekin með hækkar sú tala margfalt. Um fimmtán frumuvakar eru á mark- aðnum sem lyf, og eru til dæmis nýttir við krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og erlendis. Mark- aðurinn fyrir eitt þessara lyfja er fimm milljarðar Bandaríkjadoll- ara; eða 625 milljarðar íslenskra króna. „Við erum að fara inn á lyfjaþró- unarmarkaðinn en það verður gert í gegnum annað dótturfélag okkar sem heitir Gló Biopharma og var stofnað í fyrra. Þar erum við í við- ræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt lyfjaþró- unarverkefni.“ Lyfjaþróun er tímafrek og dýr og Björn telur að afurð verkefnis- ins sé ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár. „Þarna erum við að tala um nokkur prótein sem kæmu á markað eftir fimm til sjö ár en við tökum enga áhættu af kostnaði við verkefnið.“ Nýtast við smíði á líffærum í menn Björn og félagar tóku þá ákvörð- un að einbeita sér að framleiðslu frumuvaka þegar ljóst þótti að mikilvægi þeirra myndi margfald- ast í framleiðslu á líftæknivörum og margs konar læknisfræðilegum rannsóknum. „Það sem síðan ger- ist er að menn eru komnir á fulla ferð með nýja tegund af lækn- isfræði, svokallað regenerative medicine. Við köllum þetta vefja- smíði og felst einfaldlega í því að nota stofnfrumur til þess að búa til mismunandi vefi eða jafnvel líf- færi. Við erum að sjá fyrstu dæmi þess að búin hefur verið til þvag- blaðra utan líkama sem var rækt- uð úr stofnfrumum. Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn. Einnig hafa verið búnar til hjartalokur, vélinda og barki, svo dæmi séu tekin. Til þessa horfum við og fyrirtækið sem býr til þvag- blöðru myndi í framtíðinni kaupa aðra vaxtarþætti af okkur en þeir sem væru að búa til barkakýli.“ Það má því segja að ORF Líftækni rækti hráefni sem meðal annars eru notuð við smíði á líffærum í menn. Prótein úr mannslíkamanum Frumuvakarnir, sem eru lítil prótein úr mannslíkamanum, skipta hundruðum og stýra því hvað verður um frumuna. Hvort hún verður húðfruma, hvítt eða rautt blóðkorn. „Það var engin til- viljun hvaða frumuvaki var settur í húðdropana sem Sif framleiðir. Við vissum að hann gæti gert gagn í snyrtivörum. Þegar við skoðuð- um starfsemi húðarinnar sáum við hvað þessi frumuvaki skiptir miklu máli, bæði hvað varðar öldr- unareinkenni og almennt viðhald húðarinnar. Þess vegna ákváðum við að þróa einfalda og örugga húð- vöru sem hefur fengið vægast sagt frábær viðbrögð á markaði. Önnur leið til að framleiða húðdropana, leið sem menn vilja auðvitað helst ekki nota í snyrtivöruiðnaði, er að nota erfðabreyttar bakteríur, dýra- frumur eða vef úr manni.“ Byggfræi breytt í verksmiðju Það er hægt að erfðabreyta byggfræi til að framleiða prótein sem notuð eru við líffærasmíði. Líka má fá uppistöðu í lyf við krabbameini. Svavar Hávarðsson ræddi við Björn Lárus Örvar hjá ORF Líftækni um möguleika líftækninnar og fyrirtækisins. FRAMKVÆMDASTJÓRINN Björn Lárus Örvar telur að fyrirtækið verði innan skamms tíma orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. ➜ ORFEUS™ FRAMLEIÐSLUKERFI ORF Orfeus™ kerfið byggist á því að nýta fræ byggplöntunn- ar sem smiðju fyrir sérvirk prótein. Með aðstoð nýrrar þekkingar í erfðatækni eru plöntunum gefin „erfðafyrir- mæli“ um að framleiða þau í fræjum sínum. Þessi erfðafyrirmæli eru í raun nákvæmlega smíðað- ar erfðaupplýsingar í stórri DNA sameind sem flutt er yfir í byggið í hvert sinn sem framleiða þarf nýtt, sérvirkt prótein. Eftir flutninginn verður til nýtt yrki af bygginu sem er eins að öllu leyti og annað bygg nema að það getur kerfisbundið framleitt þetta sérvirka prótein í fræjum sínum. Eftir uppskeru eru sér- virku próteinin fínhreinsuð úr fræjunum með nýjustu tækni og gæðaprófanir gerðar áður en að sölu kemur. VÍSINDI Árið 2008 hlaut fyrirtækið Nýsköp- unarverðlaun RANNÍS, Útflutningsráðs og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Græna smiðjan er einstök á heimsvísu og framleiðslan er að mestu leyti sjálfvirk. Byggplönturnar eru ræktaðar í næringarlausn á sérhönnuðu færi- bandi. Hitastigi, birtu, og rakastigi er stjórnað nákvæmlega til að aðstæður fyrir ræktunina séu sem bestar. Mikla orku þarf til ræktunar byggs í gróður- húsi og smiðjan notar rafmagn og heitt vatn frá orkuveri Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi. Engin mold er notuð heldur er um vatnsrækt að ræða. Sáð er í öðrum endanum, plantan ferðast svo enda á milli í gróðurhúsinu þar sem skorið er upp. Um 70 mismunandi frumuvakar eru framleiddir í Grænu smiðjunni í dag. GRÆNA SMIÐJAN - HÁTÆKNIGRÓÐURHÚS ORF

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.