Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. júlí 2010 19 Skemmdarverk í Gunnarsholti Í fyrrasumar réðst aðgerðahóp- ur sem nefnir sig Illgresi inn á tilraunareit ORF í Gunnarsholti og eyðilagði allt erfðabreytt bygg sem var í ræktun á reitnum. Til- kynning var send til fjölmiðla og tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi sagðar ryðja brautina fyrir ræktun erfða- breyttra lífvera á Íslandi. Björn segir að verknaðurinn hafi verið að fyrirmynd erlendra öfgahópa sem hafi gert fyrirtækj- um og háskólastofnunum erlendis erfitt fyrir við rannsóknir og til- raunir á erfðatækniplöntum. „Þarna var ætlunin að prófa ákveðna verkferla og ræktunar- og uppskeruaðferðir. Á grunni annarra viðamikilla tilrauna á okkar vegum og annarra vitum við að bygg er sjálffrjóvga, sem þýðir að hver byggplanta frjóvg- ar aðeins sjálfa sig, en ekki aðrar byggplöntur. Við vitum líka að það er engin planta á Íslandi sem bygg getur æxlast við. Það er búið að rækta bygg á Íslandi í þúsund ár og það finnst einfaldlega ekki úti í villtri náttúru. Kerfið er því algjörlega lokað vistfræðilega og líffræðilega, sem er mikill kost- ur.“ Utanaðkomandi Lögregla rannsakaði atvikið og komst að því að tilkynningin sem send var fjölmiðlum kom frá Hollandi en ekki er vitað hverj- ir áttu í hlut. „Svona lagað dreg- ur ekki úr okkur kjarkinn. Málið gæti verið byggt á misskilningi því mikil andstaða var lengi vel í Evrópu við erfðabreytt matvæli, sem hefur verið stunduð í stór- um stíl síðan 1994, en við rækt- um ekki matvæli. Þessi andstaða fer nú minnkandi. Í mjög mörgum matvælum í dag er að finna hrá- efni úr erfðabreyttum plöntum, til dæmis í matarolíum og flest- um unnum matvælum. Mest allt kjarnfóður sem notað er í íslensk- um landbúnaði inniheldur afurðir erfðabreyttra plantna. Þessi rækt- un vex hratt, en hún snýr ekki að okkar fyrirtæki á neinn hátt. Mín skoðun er hins vegar sú að það er mikill ábyrgðarhluti að nota ekki erfðatækni í matvælaframleiðslu. Valið er einfalt. Ætlum við að freista þess að brauðfæða mann- kynið eða ekki? Án erfðabreyttra matvæla er það útilokað. Það er engin ástæða til að nota ekki þessa tækni, þó hluti vel stæðra Evrópubúa sjái það í hillingum að hverfa aftur til fortíðar þegar engin sýklalyf, tilbúinn áburður eða erfðatækni voru til.“ Leyfi ORF til akurræktunar, sem Umhverfisstofnun veitti á sínum tíma, var kært til umhverf- isráðherra af andstæðingum erfðatækni. ORF bíður eftir úrskurði Svandísar Svavarsdóttur og býst við að leyfið standi. „Öll lagaleg og vísindaleg rök mæla með því. Ef ekki verðum við að hugsa um frekari uppbyggingu fyrirtækisins í öðrum löndum. Það hefði afleiðingar fyrir okkar fyrirtæki og framtíðarhugmyndir okkar hér heima.“ Framtíðin Björn sér fyrir sér að innan ekki langs tíma verði ORF Líftækni orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða með nokkur hundruð manns í vinnu. Um nokkur dótt- urfélög væri að ræða sem tækju að sér sérstaka starfsemi byggða á kjarnaþekkingu og tækni frá ORF. „Við viljum sjá nokkur prótein ræktuð í stórum stíl í akuryrkju,“ segir Björn. „Þetta yrði viðbót við okkar núverandi starfsemi sem kæmi landsbyggðinni til góða enda eigum við Íslendingar gríðarlegt landflæmi sem best verður lýst sem eyðimörk. Það viljum við nýta og byggja upp grænan úrvinnsluiðnað í kring- um þetta. En þetta er ekki hægt nema stuðningur hér innanlands komi til. Möguleikar okkar eru gríðarlegir að vissum skilyrðum uppfylltum því kerfið sem við höfum þróað er einstakt á heims- vísu og það er enginn sem getur náð okkar tæknilega forskoti á næstunni.“ 2001 ■ Fyrirtækið stofnað. 2002 ■ Fyrsta umferð fjármögnunar. ■ Fyrsta erfðatækni byggyrkið búið til. 2003 ■ Fyrsta tilrauna- útiræktunin (Gunnarsholt). 2005 ■ Önnur umferð fjármögnunar. ■ Samstarfssamning- ur við Landbúnað- arháskóla Íslands. 2006 ■ Fyrsta virknimæl- ing á vaxtarþætti sem framleiddur er í byggi. ■ Tíu þúsundasta erfðatækniplantan framleidd í vefja- ræktun. 2007 ■ Nýjar höfuðstöðvar í Keldnaholti. 2008 ■ ORF hlýtur Nýsköp- unarverðlaunin 2008. ■ Markaðssetning BIOeffectTM vörulínunnar fyrir snyrtivörur. ■ Fyrsti samningur við snyrtivörufyr- irtæki. ■ Fyrsta einkaleyfi fyrirtækisins gefið út. ■ Fyrsti samningur við dreifiaðila. 2009 ■ Samstarfssamning- ur við Háskóla Íslands. ■ Nýjar höfuðstöðv- ar í Víkurhvarfi 3 í Kópavogi. SAGA ORF LÍFTÆKNI VISSIR ÞÚ? Frá örófi alda hefur maðurinn reitt sig á lyfvirk efni úr plöntum og notað sér til lækninga. Í upphafi 9. áratugarins hófst stórfelld framleiðsla á insúl- íni með erfðatækni þar sem bakteríur eru látnar framleiða lyfið og í kjölfarið hafa komið fjölmörg próteinlyf framleidd í bakteríum, gersveppum eða dýrafrumuræktum. Þessi lyf eru m.a. notuð sem krabbameinslyf, meðferð við eyðni, liðagigt og MS. Með sameindaræktun próteinlyfja í plöntum lokast hringurinn og leitað er aftur í plöntur til lyfjagerðar. Grunnur að góðri máltíð www.holta.is Gullverðlaun Starfsmenn Holtakjúklinga mega vera stoltir, því á dögunum hlaut léttreykta kjúklingabringuáleggið frá Holtakjúklingum gullverðlaun í fagkeppni kjötiðnaðarmeistara. Þeir eru vel að þessum gullverðlaunum komnir enda er áleggið framleitt af mikilli fagmennsku úr besta hráefni sem völ er á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.