Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 24
24 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR F yrsta kreditkortið var gefið út á Íslandi 10. júlí 1980 og sjö dögum síðar gekk Haraldur Haraldsson, þáverandi forstjóri Eurocard, inn í Tékk Kristal og notaði kreditkort fyrstur manna á Íslandi. Euro- card var fyrstu þrjú árin eitt með markaðinn en VISA-kort komu svo til landsins árið 1983. Aðeins 150 fyrirtæki tóku við kortum í fyrstu og fengu kortaeigendur sérstakan bækling með kortinu sínu um hvar hægt væri að nota það. Ekki var hægt að nota íslenskt kreditkort erlendis til að byrja með vegna gjaldeyrishafta Seðlabankans og þegar það var hægt þurfti að sækja sérstaklega um leyfi til þess hjá Seðlabanka Íslands. Í fyrstu voru það nánast eingöngu opinberir starfsmenn og starfsmenn einkafyrirtækja í útflutningsiðnaði sem fengu slík- ar heimildir. Aðrir urðu að reiða sig á hefðbundinn gjaldeyri en máttu eigi að síður nota greiðslu- kortið í neyð, en alls ekki til inn- kaupa. Ekki voru allir á þeirri skoðun að kreditkortin væru af hinu góða. Í apríl 1980 léði Guðrún Helgadótt- ir, þá þingkona Alþýðubandalags- ins, máls á því að kortin kynnu að leiða til umframeyðslu. Neytenda- blaðið og Tíminn blönduðu sér í umræðuna og á endanum varð Haraldi Haraldssyni, forstjóra Kreditkorta, nóg um, fékk birta grein í Morgunblaðinu í desember 1980 þar sem hann vísaði þessu öllu á bug og sagði kreditkort- in síður en svo leiða til umfram- eyðslu. Þá hélt hann því fram að Íslendingar væru ekki meiri van- skilamenn en aðrar þjóðir. Miklar sveiflur hafa orðið á báða bóga í notkun debet- og kreditkorta eftir hrun en þó hefur heildarvelta greiðslukorta lands- manna haldist nokkuð jöfn undan- farna mánuði. Íslensk kortaþjóð í þrjátíu ár Þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrsta íslenska kreditkortið var gefið út. Margar raðgreiðslur hafa runnið til sjávar síðan þá, þegar aðeins 150 fyrirtæki tóku við kortum. Júlía Margrét Alexandersdóttir skautaði yfir gömul myndaalbúm og kreditkortasöguna. BYLTING FYRIR MEÐALJÓN OG MEÐALJÓNU Afgreiðslukona bregður á leik í verslun árið 1984 þegar tveimur kortum er otað að henni. Íslendingar höfðu fram til ársins 1980 aðallega notast við ávísanir og reiðufé. Hraðbankar komu til sögunnar árið 1995. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR BRUGÐIÐ Á LEIK Á LÆKJARTORGI Starfsmenn Eurocard bregða á leik á Lækjartorgi árið 1984 og kynna kortið fyrir landsmönn- um. Kortin þóttu bylting fyrir venjulega alþýðu sem gekk ekki að lánum fyrir utanlandsferðum vísum í bönkum. Kreditkortin voru því kærkomin fyrir mörg heimili sem notuðu þau til að fara til Mallorca og kaupa sjónvarp. POSAR SLÁ ÚT VEGNA ÁLAGS Oft þurfti að nota handvirku aðferðina fyrstu árin eftir að posakerfið var innleitt vegna álags. Hér þurfti að grípa til slíkra ráðstafana árið 1983. EITT FYRSTA AUGLÝSINGASTRÍÐIÐ Eurocard var nánast einrátt á íslenskum kredit- kortamarkaði í þrjú ár en þá hóf VISA starfsemi sína. Upp úr sauð milli Eurocard og VISA þegar fyrrnefnda kortafyrirtækið birti fræga auglýsingu árið 1989 með sla- gorðinu „Ekki láta vísa þér á dyr“. VISA Ísland kærði Eurocard fyrir brot á siðareglum SÍA. Auglýsingin var síðar meir valin athyglisverðasta auglýsingin í lokahófi samtaka auglýsingastofa. GAMLA HANDVIRKA AÐFERÐIN Afgreiðslukona tekur við kreditkorti árið 1987 og notar gömlu handvirku aðferðina við greiðsluna. Svokallaðir posar litu svo dagsins ljós árið 1990 en flest fyrirtæki tóku orðið við kortum á þeim árum. Nema ÁTVR, sem fór ekki að taka við kortum fyrr en 1998. MISJAFNAR MÓTTÖKUR Miklar deilur urðu í þjóðfélaginu um væntanlega kortavæðingu landsmanna. Kortin voru sögð eiga að auka verðbólgu, koma neytendum í skuldafen auk þess sem kortin myndu þrengja að kaupmönnum og hækka vöruverð. Guðrún Helgadóttir þáverandi þingmaður var ein þeirra sem gagnrýndi kortið harðlega og sagði að kortið myndi leiða til umframeyðslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.