Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 27
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JÚLÍ 2010 M ünchen er höfuðborg Bayern og þriðja s t æ r s t a b o r g Þýskalands. Íbúar hennar eru 1,3 milljónir en þrátt fyrir það hefur hún yfir sér heimilislegan brag sem einkennist af gömlum og sögufrægum byggingum, fagurlega skreyttum. Í München má margt bralla. Bjórinn er Bæjurum til dæmis hugleikinn og því auðvelt að ramba inn í bjórgarð og væta kverkar með bruggi úr smiðju einnar af fjölmörgum bruggverksmiðjum b o r g a r i n n a r . F r æ g a s t i bjórgarðurinn er Hofbräuhaus sem afgreiðir konunglegan bjór með mörg hundruð ára sögu auk þjóðlegra rétta á borð við schweinshaxe, knödel, sauerkraut og alls kyns pylsur. Enski garðurinn ljáir borg- inni notalega stemningu enda er hann 4,17 ferkílómetrar og þar með stærri en Central Park í New York. Þar njóta íbúar borgarinnar útivistar, hjóla og sóla sig. SAGAN VIÐ HVERT FÓTMÁL München er líklega þekktust fyrir bjórmenningu og októberfest. Þó er svo margt annað sem borgin hefur upp á að bjóða. Allt frá söfnum og góðum verslunum til sögulegra bygginga og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Þá er borgin nokkurs konar gátt að öðrum Evrópulöndum enda stutt að fara til Austurríkis, Ítalíu, Sviss og Tékklands. Icelandair fl ýgur beint til München til 9. september. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Hinsegin staðir Samkynhneigð pör í giftingarhugleiðingum hafa úr mörgum spennandi áfangastöðum að velja fyrir hveitibrauðsdagana. SÍÐA 6 Kann vel við sig í Cannes Jón Eggert Víðisson rekur hótel við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. SÍÐA 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.