Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 28
ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Roald Viðar Eyvindsson roald@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nordic Photos Getty Pennar Gunnarþóra Gunnarsdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Sólveig Gísladóttir. Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JÚLÍ 2010 M ünchen er höfuðborg Bayern og þriðja s t æ r s t a b o r g Þýskalands. Íbúar hennar eru 1,3 milljónir en þrátt fyrir það hefur hún yfir sér heimilislegan brag sem einkennist af gömlum og sögufrægum byggingum, fagurlega skreyttum. Í München má margt bralla. Bjórinn er Bæjurum til dæmis hugleikinn og því auðvelt að ramba inn í bjórgarð og væta kverkar með bruggi úr smiðju einnar af fjölmörgum bruggverksmiðjum b o r g a r i n n a r . F r æ g a s t i bjórgarðurinn er Hofbräuhaus sem afgreiðir konunglegan bjór með mörg hundruð ára sögu auk þjóðlegra rétta á borð við schweinshaxe, knödel, sauerkraut og alls kyns pylsur. Enski garðurinn ljáir borg- inni notalega stemningu enda er hann 4,17 ferkílómetrar og þar með stærri en Central Park í New York. Þar njóta íbúar borgarinnar útivistar, hjóla og sóla sig. SAGAN VIÐ HVERT FÓTMÁLMünchen er líklega þekktust fyrir bjórmenningu og októberfest. Þó er svo margt annað sem borgin hefur upp á að bjóða. Allt frá söfnum og góðum verslunum til sögulegra bygginga og afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Þá er borgin nokkurs konar gátt að öðrum Evrópulöndum enda stutt að fara til Austurríkis, Ítalíu, Sviss og Tékklands. Icelandair fl ýgur beint til München til 9. september. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Hinsegin staðir Samkynhneigð pör í giftingarhugleiðingum hafa úr mörgum spennandi áfangastöðum að velja fyrir hveitibrauðsdagana. SÍÐA 6 Kann vel við sig í Cannes Jón Eggert Víðisson rekur hótel við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. SÍÐA 2 N ýuppteknar kartöflur, síld og dill og safa- rík jarðarber með rjóma. Mmmmm … Mið- sumarmaturinn í Svíþjóð. Sænska sumarið er ljúft. Það vissi ég fyrir og sannfærðist enn betur um fyrir skemmstu er ég dvaldi í vikutíma í Värmlandi. Til að komast þangað frá Íslandi er best að fljúga til Ósló og ferð- ast svo með bíl eða lest. Sonur minn sem býr í Arvika sótti mig til Gardemoen því flugvélinni seinkaði frá Keflavík svo sýnt var að síðasta lest það kvöldið yrði komin á sporbaug austur yfir landamærin. Arvika er fallegur bær á bökkum vatns og teygir sig þaðan upp hæð. Húsin bera sænskri byggingarlist fagurt vitni og íbúarnir sjá um að skreyta þau með blúndugardínum og blómakerjum. Sænskt og sætt. Þá er bílaflotinn á götunum þjóðlegur. Volvo á eftir Volvo. Sumir sýnilega komnir til ára sinna en eigend- urnir ekki. Það virðist nefnilega í tísku hjá ungdómn- um í Arvika að aka um á eldgömlum Volvoum á litlum dekkjum – með græjurnar í botni. Värmland bar nafn með rentu meðan ég stóð við. Nálin á hitamælinum hélt sig kringum 20 stigin. Við vatnið er vinaleg strönd þar sem bæjarbúar og tjald- stæðisgestir sóla sig. Ég fór þangað aldrei en þegar sólin var farin af svölunum um tvöleytið rölti ég gjarnan niður í miðbæinn með bók í töskunni, settist á bekk í skrúðgarðinum eða á torginu og beið eftir að sonurinn lyki vinnu og byði mér á kaffihús. Stundum kíkti ég í búðir eða gramsaði á flóamörkuðum. Fann kökudiska við bolla sem ég keypti eitt sinn í Köben. Eitt kvöldið fórum við mæðgin að sjá Miðsumar- næturdraum eftir Shakespeare, leikinn með tilþrif- um í reisulegu rauðu húsi í grænu túni á öðrum vatns- bakka. Í hléinu náðu gestir í nestiskörfur og settust með þær á túnið. Eins og í sænskri sumarmynd. Eitt er enn ótalið Arvika til gildis – Olsonss brygga – glæsilegur veitinga-og skemmtistaður við smábáta- höfnina sem var opnaður í síðasta mánuði og rúmar 2.000 gesti, inni og úti. Grunnurinn tvær stórar, rauð- ar timburskemmur sem höfðu bæði lent í vatni og eldi áður en þær fengu þetta nýja hlutverk. Þarna var þétt setið á miðvikudagskvöldi en þau kvöld kallast „lilla lördag“ í Svíþjóð og þá eru veitingastaðir opnir leng- ur en aðra virka daga. Í framhaldi af lilla lördag í næstu viku verður árleg tónlistarhátíð í Arvika. Á slíkum hátíðum hafa oft troðið upp þekktir alþjóðlegir tónlistarmenn og við- búið er að svo verði einnig nú. Um það má fræðast á http://www.arvikafestivalen.se. Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar MIÐSUMAR Í SVÍÞJÓÐ S káli gallerísins Serpent-ine í London sem settur er upp árlega verður opn- aður í dag. Hinn þekkti franski arkitekt Jean Nouvel var fenginn til að hanna skálann í ár en þetta er hans fyrsta fullgerða bygging í Bretlandi. Serpentine-skálinn hefur í gegn- um tíðina orðið alþjóðlegur vett- vangur fyrir tilraunir á sviði arki- tektúrs. Hönnun Nouvels spilar inn á andstæður með léttum efnivið og áhrifamikilli málmuppbyggingu. Skálinn er í líflegum rauðum lit þar sem andstæðurnar koma skýrt fram í grænum garðinum við Serp- entine-galleríið þar sem hann er staðsettur. Skálinn verður hafður opinn til 17. október. - mmf Andstæður í skála Serpentine Tilraunstofa Spilað er inn á andstæður í hönnun skála gallerísins Serpentine í ár. NORDICPHOTOS/AFP M ér bauðst þessi vinna með stuttum fyrir-vara þegar ég var að vinna á veitingastað heima sem þjónn. Ég var búinn að fá mig lausan þaðan svo ég greip bara tækifærið og sé ekki eftir því. Þetta er alveg frábært,“ segir Jón Eggert Víðisson þar sem hann situr í 30 stiga hita í villu- hverfinu í Cannes en síðastliðið ár hefur hann rekið þar hótelið Kimi sem er í eigu Íslendinganna Stein- unnar Þorvaldsdóttur og Hilmars Hilmarssonar. Jón talaði enga frönsku þegar hann kom út og því gengu öll samskipti við heimamenn treglega til að byrja með. Hann segir lagni þurfa á Frakkana. „Fyrsta hálfa árið skildi mig ekki nokkur maður hér svo það var talsverð vinna að koma þessu í gang. Eftir að ég fór að tala betur málið og lærði líka inn á Frakkana þá gekk þetta betur. Frakkar eru nefnilega mjög fínir þegar maður kynnist þeim, það þarf bara smá lagni á þá.“ Cannes er vinsæll ferðamannastaður og þúsund- ir gesta heimsækja borgina á hverju ári. Þar fer að vora í lok febrúar en aðalferðatímabilið hefst í maí og stendur fram í september. Jón Eggert segir þó eitthvað um að vera allt árið og ekki síðra að heim- sækja Cannes yfir vetrartímann. DRAUMALÍF Í SÓLINNI Í CANNES Jón Eggert Víðisson greip tækifærið þegar honum bauðst að reka lítið íbúðahótel í Cannes í Frakklandi. Fyrstu mánuðina skildi hann ekki nokkur maður en Jón Eggert segir talsverða lagni þurfi á Frakkana. Nú getur hann ekki hugsað sér að fl ytja heim. Hefur fest rætur Jón Eggert Víðisson talaði ekki stakt orð í frönsku þegar hann fór til Cannes til að reka þar hótel. MYND/ÚR EINKASAFNI Gamla höfnin í Cannes Borgin er vinsæll ferðamannastaður yfir sumartímann en Jón Víðir segir eitthvað um að vera allt árið. NORDICPHOTOS/GETTY „Við erum vel staðsett ofarlega í villuhverfinu í einungis 15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæn- um. Hótelið er í gamalli villu með 16 litlum íbúðum með eldhúskrók, baði og rúmi og svo er fínn garður í kring. Hér eru alltaf einhverjir viðburðir og stærst er auðvitað kvikmyndahátíðin í maí. Ég hefði ekki trúað því hvað það er mikið um að vera í kringum hana,“ segir Jón Eggert. Spurður hvort einhverj- ar kvikmyndastjörnur hafi gist á Kimi segir hann aðstoðarfólk stjarnanna frekar gista hjá þeim. „Við fáum oft einkaflugmenn stjarnanna og hér hafa líka gist leikarar sem eru frægir í sínum heima- löndum en við þekkjum ekki neitt. Íslendingar hafa ekki verið stór hluti gesta hjá okkur því það er ekki flogið beint. En það væri nú gaman ef þeim fjölg- aði.“ Jón Eggert kann vel við sig í sólinni í Cannes og er farinn að festa rætur ytra. „Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og kynnast annarri menningu. Ég ætlaði bara að vera hér í eitt ár en nú dettur mér ekki til hugar að koma heim. Þetta er algjört draumalíf.“ Hótelið er haft opið allt árið. Nánar á www.kimi.com. - rat flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is 2 FERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.