Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 30
4 FERÐALÖG
Vel er hægt að versla í München
þó taka skuli fram að hún þykir
heldur dýr borg. Þó má finna bæði
ódýrar verslanir á borð við H&M
og dýra merkjavöru á aðalverslun-
argötunum.
Í borginni er vitaskuld einn-
ig að finna fjölda veitingastaða
og skemmtistaða auk þess sem
München er fræg fyrir listasöfn
sín sem hafa að geyma bæði gömlu
meistarana og nútímalistaverk.
München var stofnuð árið 1158
og því má segja að sagan sé við
hvert fótmál. Byggingar borgarinn-
ar taka mið af ríkjandi leiðtogum
hvers tíma. Því er München himna-
ríki fyrir áhugamenn um arkitekt-
úr sem geta skoðað byggingar í
ólíkum stílum, allt frá gotneskum
til barrokks, rókókó og Jugend.
Stór hluti borgarinnar eyðilagð-
ist reyndar í síðari heimsstyrjöld-
inni en Bæjarar ákváðu að byggja
upp gömlu húsin í stað þess að reisa
nýstárlega glerkumbalda.
München á sér líka dökkar hlið-
ar. Hitler útnefndi borgina höfuð-
borg hreyfingar sinnar og byggði
þar nokkur hús undir skrifstofur
sínar sem enn standa. Þá má vel
ímynda sér hvernig hann hélt her-
sýningar sínar á breiðum götum
borgarinnar.
Þó borgin hafi mikið aðdráttarafl
gerir staðsetning hennar hana enn
álitlegri. Segja má að hún sé gátt að
mörgum löndum Evrópu enda stutt
að aka til Austurríkis, Ítalíu, Sviss
og jafnvel Tékklands. - sg
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Iðandi mannlíf Marienplatz er miðpunktur München.
HÆSTI TINDUR ÞÝSKALANDS
Zugspitze er hæsti tindur Þýskalands, 2.962 metrar yfir sjávarmáli.
Þaðan er óborganlegt útsýni yfir Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Þar
er einnig prýðilegasta skíðasvæði með níu skíðalyftum. Á tindinn má
komast með því að taka lest eða kláf sem liggur frá toppi fjallsins og
að rótum þess, en þar sem Zugspitze liggur að landamærum Aust-
urríkis er lítið mál að taka kláfinn upp Þýskalandsmegin og skella sér
svo í heimsókn í austurríska bæinn Ehrwald hinu megin við fjallið.
Fjallið hentar ekki aðeins skíðamönnum, það er einnig vinsælt hjá
göngumönnum og liggja nokkrar miserfiðar leiðir upp fjallið.
Næsti bær er Garmisch-Partenkirchen þar sem búa um 26 þúsund
manns. Bærinn er sérlega heillandi, öll húsin eru í bærískum stíl og
mörg skreytt fallega máluðum myndum. Fjöldi gistihúsa er í bænum
sem sinna bæði skíðafólki og öðrum ferðamönnum. Mörg önnur
skíðasvæði eru í fjallgarðinum og hefur bærinn hlotið nokkra frægð
fyrir þau. Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir þar árið 1936 og á
næsta ári verður þar haldið heimsmeistaramótið í alpagreinum.
Bjórinn vinsæll Um 100 þúsund manns geta fengið sæti í 14 stórum og 15 minni bjórtjöldum
á októberfest.
Aðdráttarafl Gosbrunnar og tjarnir eru víða.
Einstakur arkitektúr München er himnaríki fyrr áhugamenn um arkitektúr, en þar er meðal
annars að finna ýmsar gamlar kirkjur sem eru fallega innréttaðar.
Fegurð Víða má finna falleg útivistarsvæði.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08
E n d um
rúntinn
he ima !