Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 31

Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 31
„Við ætlum að skella okkur í úti- legu, tjalda þarna í miðri náttúru- fegurðinni,“ segir Guðrún Norð- fjörð, nýráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem ætlar í dag að bregða sér á Snæ- fellsnesið ásamt fjölskyldunni, eiginmanninum, Jóni Páli Leifs- syni, og börnum þeirra tveimur, Hildi, fjögurra ára, og Kára, eins og hálfs árs. Að sögn Guðrúnar er fjölskyld- an mikið gefin fyrir útivist, úti- legur og gönguferðir og nýta helg- ar, einkum á sumrin, til að bregða sér í styttri eða lengri ferðir út fyrir bæinn. „Við höfum hins vegar ekki farið neitt það sem af er árs. Þess vegna var löngu orðið tímabært að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í sveitina,“ útskýrir hún brosandi og bætir við að Snæfellsnes hafi orðið fyrir valinu vegna náttúru- fegurðar. „Staðurinn er í miklu uppá- haldi hjá okkur þar sem umhverf- ið þarna er svo fjölbreytt og fal- legt, jökullinn, sandurinn, fjaran og fleira. Þess vegna reynum við að fara þangað eins oft og við getum og höfum þá með okkur gamla góða tjaldið en pöntum okkur bændagistingu ef spáð er rigningu. Það er bara svo gott að skipta svona um umhverfi,“ segir Guðrún en viðurkennir að hafa ekki fengið áhuga á útivist og ferðalögum fyrr en hún komst til vits og ára, eins og hún orðar það. Fleiri ferðalög innanlands eru svo á döfinni hjá fjölskyldunni í sumar. „Við ætlum í hálendisferð, Gæsavatnsleiðina, með góðum hópi fólks sem allt á krakka og svo í minnst eina fullorðinsferð í Fjörður fyrir norðan, frá Greni- vík og inn í Flayteyjardal, sem er mjög fallegt svæði með einstöku útsýni.“ Utan ferðalaga eru menning og listir eitt helsta áhugamál Guðrún- ar, sem hlakkar til að takast á við nýtt hlutverk, stöðu framkvæmda- stjóra Listahátíðar í Reykjavík, í haust. „Þetta verður veit ég mjög spennandi og skemmtilegt, enda hef ég unnið sem verkefnisstjóri hjá Listahátíð og verið aðstoðar- maður framkvæmdastjóra síðustu fimm ár. Raunverulega er ég bara að færa mig til,“ segir Guðrún, sem ætlar þangað til að njóta sum- arsins í faðmi fjölskyldunnar. roald@frettabladid.is Stefnan tekin út á land Guðrún Norðfjörð nýtir oft helgar til að fara í útilegur ásamt fjölskyldunni. Að þessu sinni er stefnan sett á Snæfellsnesið sem er í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu og þá meðal annars vegna náttúrufegurðar. Guðrún Norðfjörð ásamt börnum sínum, Kára, eins og hálfs árs, og Hildi, fjögurra ára. Fjölskyldan ætlar í tjaldútilegu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TJALDIÐ er nokkuð sem nú ætti að taka fram ef ekki er ennþá búið að gera það því tilvalið er að leggja land undir fót í dag og eyða nóttinni einhvers staðar úti í náttúrunni. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTSALAN Sængurfatnaðurinn er ofinn úr gæða bómullardamask. Yfir 30 tegundir af sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.