Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 32
Þjóðdansafélag Reykjavíkur stendur fyrir skemmtilegri dagskrá um helgina. Þjóðdansafélag Reykjavíkur stend- ur nú fyrir þjóðdansa- og þjóðlaga- mótinu Ísleik 2010 í samráði við nor- rænu danssamtökin Nordlek. Mótið hófst í gær og stendur til 16. júlí. Margt verður að gerast um helg- ina og í dag verður til dæmis dans- að í miðbæ Reykjavíkur frá klukk- an 13.30 til 16.00 og frá 17.00 til 18.30 verður svo haldin opnunar- hátíð í Háskólabíói. Á morgun hefst dagskráin á nor- rænni guðsþjónustu í Neskirkju klukkan 11.00, frá 14.00 til 16.00 verður danssýning í Árbæjarsafni og frá 17.00 til 18.30 verða þjóð- lagatónleikar í Neskirkju. Enginn aðgangseyrir er á uppá- komurnar. - eö Dansað í miðbænum Þjóðdansafélagið ætlar að sýna dans í miðbænum í dag. Í Grímsnesinu verður ýmislegt um að vera í dag og á morgun. Brú til Borgar, hátíð hollvina Grímsness, verður haldin nú um helgina. Dagskráin í dag er tileink- uð íslenskri menningu og hefst klukkan 13.00 á Gömlu Borg með setningu ljósmyndasýningar- innar Göngur og réttir. Þá verða sungin íslensk þjóðlög, boðið upp á íslenska glímu, íslenski þjóð- búningurinn kynntur, flutt kvæði og rímur, sagðar sögur og gömlu dansarnir dansaðir. Allir sem eiga þjóðbúning eru hvattir til þess að klæðast honum í tilefni dagsins. Klukkan 20.00 verður svo slegið upp sveitaballi þar sem Hjördís Geirsdóttir leikur fyrir dansi. Á morgun verður haldið málþing um Ólaf Jóhann Sigurðsson sem hefst klukkan 11.00 á Torfastöðum, klukkan 12.00 verður boðið upp á kjötsúpu í Þrastarlundi og klukkan 13.00 hefst sýning á ritverkum og fleiru í félagsheimilinu Borg. - eö Hátíð hollvina Grímsness á Borg Dagskráin hefst á Gömlu Borg með ljósmyndasýningunni Göngur og réttir. SÆLUHELGI verður haldin á Suðureyri nú um helg- ina. Meðal þess sem verður boðið upp á er Mansakeppni, söngvarakeppni, Skothólsganga, kassabílarallí, krítarkeppni, kossakeppni, ljósmyndakeppni og barnaball. Í tilefni íslenska safnadagsins býður Listasafn Íslands leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um fastasýningu safnsins, Áfanga, í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra klukkan 14.00. Fjöldi verka eftir íslenska myndlistarmenn frá upphafi 20. aldar fram til samtímans er á sýningunni. Einstakt tækifæri til að fræðast um perlur úr mynd- listarsögu þjóðarinnar, tilurð þeirra og samhengi út frá alþjóðlegu samhengi auk þess sem hægt er að ræða við safnstjórann og fá svör við spurningum. Safnbúðin og veitingahúsið Marengs verða opin til klukkan 17.00. - eö Leiðsögn um listasafnið SAFNADAGURINN ER Á MORGUN, SUNNUDAGINN 11. JÚLÍ. Vopnaskak stendur nú yfir á Vopnafirði. Fjölskyldudagur Vopnaskaks á Vopnafirði er í dag og ýmislegt áhugavert í boði. Klukkan 10.30 er kapphlaup og ratleikur og seinni partinn verður brugðið á leik með yngri kynslóðinni. Markaður með músíköntum verður haldinn í miðbæ Vopnafjarðar og er öll fjöl- skyldan hvött til að mæta. Klukk- an 19.00 verður rammþjóðleg súpu- stund og í framhaldi af henni er lopapeysuskemmtun með líflegri tónlist fram eftir nóttu. Á morgun verður svo safnadagur í Burstafellsbænum og guðsþjón- usta í garðinum klukkan 14.00. - eö Skemmtun fyrir alla Lopapeysuskemmtun verður haldin í kvöld og stendur fram eftir nóttu. Laugavegi 63 • s: 551 4422 SUMARÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR 6 dagar í golfi, flug, hótel, rúta Verð 98.900 kr. Brottför til Riga í Lettlandi: 16.-24. ágúst Einn besti golfvöllur í N-Evrópu í beinu flugi Forn borg menningar og lista við Eistrasaltið. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Flug og hótel, rúta, fararstjóri 64.900 kr. per mann. Flug með skatti 32.990. kr. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Þriðjudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.