Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 10. júlí 2010 3 „Með skærin sem pensil“ er heiti farandsýningar sem verður opnuð í Norræna húsinu í dag klukkan 16. Á sýningunni gefur að líta klippi- list eftir dansk-norsku listakon- una Karen Bit Vejle en hún er einn fremsti klippilistamaður Norður- landanna. Verk Vejle eru óvanaleg en hún klippir fíngerð munstur af nákvæmni út í stakar pappírsark- ir. Verkin eru stór en á sýning- unni má meðal annars sjá 5 metra langt verk sem tók Vejle 200 tíma að klippa. „Ég fullmóta myndina fyrst í huga mér og ákveð hvað ég þarf að klippa burt. Það getur tekið mig tvær vikur áður en myndin er tilbúin fyrir skærin en ég teikna myndina ekki upp heldur dreg ein- ungis nokkrar stuðningslínur,“ segir Vejle en hún er sjálfmenntuð í list sinni. Vejle heillaðist af klippilistinni þegar hún sem unglingur sá mann klippa út fígúrur og munstur í pappír, í Tívolíinu í Kaupmanna- höfn. Hún hefur á 35 ára ferli þróað sína eigin sérstöku tækni og stíl og er ein fárra á Norðurlöndum sem vinna klippiverk af þessu tagi. En hvaðan fær hún innblásturinn? „Ég hlusta alltaf á tónlist meðan ég klippi og fæ innblástur úr henni. Fyrir þessa sýningu vann ég sér- stakt verk innblásið af Íslandi og hlustaði þá mikið á Björk. Ég hef einnig lesið mikið um Ísland og veit að Íslendingar halda arfi sínum og fornri hefð á lofti. Þeir eru einnig alltaf fyrstir af Norðurlöndunum til að tileinka sér það sem er „kúl“ en á myndinni er íslenski hestur- inn og hipp-hoppari að dansa ofan á honum,“ útskýrir Vejle og segist jafnframt tengjast íslenska hest- inum sérstaklega. „Móðir mín var fyrst til að flytja inn íslenska hesta til Danmerkur og ég ólst upp með 16 íslenskum hestum.“ Vejle notar yfirleitt hvítar eða svartar arkir í verk sín. Hún brýt- ur pappírinn saman einu sinni til tvisvar til að klippa út samhverft munstur en óregluleg mótíf klipp- ir hún í einfalda örkina. Um helg- ina verður Karen með leiðsögn um sýninguna og útskýrir verk sín en á sýningunni er einnig kvikmynd sem sýnir hvernig Vejle vinnur. Þegar gengið er gegnum sýning- una hljómar einnig hljóðverk úr samspili saxófóns og skæra. „Hér verður líka pappír og skæri sem gestirnir, bæði ungir og gaml- ir, geta gripið í og prófað að klippa út munstur og ég skal leiðbeina þeim sem vilja,“ segir Vejle sem flýgur utan aftur á mánudaginn. heida@frettabladid.is Klippir út ævintýraheim Dansk-norska listakonan Karen Bit Vejle opnar myndlistarsýningu í dag í Norræna húsinu þar sem hún býður gestum inn í ævintýraheim klippimynda. Gestir geta einnig gripið í skærin með Vejle. Klippimyndir Vejle eru unnar af nákvæmni en listakonan segist innblásin af tónlist meðan hún vinnur. MYND/NORRÆNA HÚSIÐ Vejle fullmótar myndina í huganum áður en hún hefst handa með skærin. Hver mynd getur tekið hundruð vinnustunda í vinnslu. MYND/NORRÆNA HÚSIÐ Karen Bit Vejle opnar myndlistasýningu í Norræna húsinu í dag en hún hefur þróað sinn eigin sérstaka stíl í klippimyndalist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Opið frá kl. 11 - 18 í Smáralind Enn meiri verðl ækkun á útsöluvörum Nýjar vörur á frábæru verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.