Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 38
10. júlí 2010 LAUGARDAGUR4
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir
laust til umsóknar embætti
forstjóra Landspítala
Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskóla-
sjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkra-
húsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir
alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir
íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins.
Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr.
40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala
starfa á fi mmta þúsund starfsmenn og er spítalinn
stærsti vinnustaður á Íslandi.
Forstjóri ber ábyrgð á að Landspítali starfi í sam-
ræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf
sem heilbrigðisráðherra setur. Forstjóri ber ábyrgð
á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir og á því að
rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við
fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan
hátt. Forstjóri ræður aðra starfsmenn spítalans.
Forstjóri skal hafa háskólamenntun sem nýtist
honum í starfi og búa yfi r reynslu af rekstri og
stjórnun. Gerð er krafa um mikla samskipta- og
leiðtoga hæfi leika.
Hæfni umsækjenda verður metin af þriggja manna
nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra skv.
2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðis-
þjónustu. Skipað er í stöðuna til fi mm ára í senn
frá 1. október 2010. Konur, jafnt sem karlar, eru
hvattar til að sækja um embættið. Launakjör eru
samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
Upplýsingar um starfi ð veita Berglind Ásgeirs-
dóttir, ráðuneytisstjóri (berglind.asgeirs dottir@
hbr.stjr.is) og Sigurjón Ingi Haraldsson,
skrifstofu stjóri (sigurjon.ingi.haraldsson@hbr.stjr.
is). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil sendist heilbrigðisráðuneytinu, Vegmúla
3, 150 Reykjavík eða á postur@hbr.stjr.is eigi síðar
en 30. júlí 2010.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um skipun í embættið liggur fyrir.
Matreiðslumaður/kona óskast.
Þríund hf. vill bæta við metnaðarfullum matsveini.
Þríund hf. rekur tvö veitingahús á besta stað í Reykjavík.
Ef að þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði þá gætir þú verið
rétti maðurinn.
• Hugmyndaríkur og skapandi.
• Góður stjórnandi sem á auðvelt með að vinna með fólki.
• Reglusamur, stundvís og skipulagður.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Fullum trúnaði heitið.
Áhugasamir sendið umsókn á netfang:
thriund@simnet.is eða í síma 863-8900.
AÐSTOÐ Á TANNLÆKNASTOFU
Aðstoð óskast á tannlæknastofu í Reykjavík. Um er að ræða
70% starf og þarf viðkomandi að getað hafi ð störf í byrjun
september.Vinsamlegast sendið umsóknir á box@frett.is
merktar “Tanntæknir/Aðstoð 1007”
Þjónustufulltrúar Tals eru samheldinn hópur sem
sinnir viðskiptavinum af alúð í samræmi við
þjónustu- og gæðastefnu Tals. Starfið felur í sér
símsvörun, sölu og tæknilega aðstoð.
Talsmenn eru þjónustulundaðir og jákvæðir. Þeir sýna
frumkvæði og metnað og hugsa í lausnum. Þeir hafa
áhuga á tækni og nýjungum; eru snyrtilegir og stundvísir.
TALSMENN ÓSKAST
Æskilegt er að umsækjendur búi að almennri
tölvufærni og séu með stúdentspróf eða sambæri-
lega menntun. Reynsla af störfum í fjarskiptum er
kostur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Tal leitar að þjónustufulltrúum til starfa í þjónustuver og verslun.
Sendu umsókn þína um starf þjónustufulltrúa á atvinna@tal.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí og allar umsóknir verða
meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Ný og ein glæsilegasta hársnyrtistofa
landsins hefur opnað á Laugavegi 94.
Óskum eftir fagfólki í stólaleigu. Frábært umhverfi .
Áhugasamir sendi umsókn á atvinna@harvorur.is.
Frekari upplýsingar í síma 866-3381
Hárvörur ehf.
Fósturforeldrar óskast
Barnaverndarstofa óskar eftir fósturforeldrum fyrir
11 ára gamalt barn sem á við hegðunarvanda að
glíma sem tengist einhverfu.
Sérstaklega er óskað eftir fólki sem hefur menntun
og/eða reynslu af því að vinna með börn með
slíkan vanda t.d. þroskaþjálfa. Um er að ræða s.k.
styrkt fóstur og er því gert ráð fyrir að verkefnið feli
í sér 100 % starf. Leitað er að fólki sem hefur áhuga
á velferð barna, getur sýnt hlýju, er lipurt í sam-
vinnu og er tilbúið til að vinna með öðru fagfólki.
Áætlað er að fóstur hefjist sem allra fyrst eða eftir
samkomulagi. Vinsamlegast sækið um fyrir 25. júlí,
2010.
Nánari upplýsingar veitir Barnaverndarstofa
í síma 530 2600.
BARNAVERNDARSTOFA
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…