Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 67
LAUGARDAGUR 10. júlí 2010
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 10. júlí 2010
➜ Tónleikar
14.00 Kl. 15.00 verður ný messa,
Missa Pacis, eftir Sigurð Sævarsson
frumflutt á sumartónleikaröð í Skálholti.
Það er einnig sönghópurinn Hljóm-
eyki sem mun flytja verkið auk þeirra
Sigurðar Halldórssonar sellóleikara,
Steingríms Þórhallssonar orgelleikara og
Franks Aarnink slagverksleikara. Stjórn-
andi er Magnús Ragnarsson. Sama dag
kl. 17.00 mun Sigurður Halldórsson
sellóleikari flytja efnisskrá sem nefnist
„Þrjú misstillt selló”. Þar leikur hann á
þrjú mismunandi hljóðfæri - í þremur
mismunandi stillingum.
15.00 Tríó píanóleikararans Sunnu
Gunnlaugsdóttur mun leika á sjöttu
tónleikum sumartónleikaraðar veitinga-
hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í
dag. Flutt verða alíslensk lög. Tónleik-
arnir hefjast kl. 15.00 og standa til 17.00
Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu og
er aðgangur ókeypis.
➜ Opnanir
13.00 Afmælissýning verður opnuð
í Ólafsdal í Gilsfirði, en fyrir 130 árum
var fyrsti landbúnaðarháskóli á Íslandi
stofnaður í Ólafsdal. Sýningin verður
opnuð kl. 13.00 í dag, laugardag.
18.00 Arnfinnur Amazeen opnar sýn-
ingu í Kling & Bang, að Hverfisgötu 42, í
dag, en sýninguna kallar listamaðurinn
„Myrkrið borið inn (á ný)”. Sýningin
verður opnuð kl. 18.00. Aðgangseyrir er
enginn og allir velkomnir.
Listverkefni danska sýningarstjórans
Jacob Fabricius; Old News, verður opið
fyrir gesti og gangandi í dag kl. 17.00 á
Nýlistasafninu. Nánari upplýsingar má
finna á www.oldnews.org.
➜ Hátíðir
13.00 Hollvinir Grímsness halda árlega
sumarhátíð nú um helgina sem ber
nafnið Brú til Borgar. Dagskrá hefst kl.
13.00 í dag, laugardag, í Gömlu Borg.
Upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar
má finna á www.hollvinir.blog.is.
➜ Opið Hús
15.00 Frá kl. 15-18 verður dagskrá um
Drangajökul á vegum Snjáfjallaseturs í
Dalbæ á Snæfjallaströnd. Opnuð verður
sýning um sérstöðu Drangajökuls og
breytingar á honum í gegnum tíðina.
Nánari upplýsingar má sjá á vef Sjá-
fjallaseturs, www.snjafjallasetur.is.
➜ Útivist
Skátafélagið Landnemar verða með
skemmtilega dagskrá í Viðey sem ætluð
er allri fjölskyldunni. Frumbyggjaþorp
verður reist og gefst gestum Viðeyjar
tækifæri til að læra að bjarga sér að
hætti frumbyggja. Þátttaka er gestum
Viðeyjar að kostnaðarlausu.
Sunnudagur 11. júlí 2010
➜ Tónleikar
17.00 Sunnudaginn 11. kl. 17:00 verð-
ur Guðsþjónusta í Skálholti þar sem
Egill Hallgrímsson þjónar. Þar mun
Hljómeyki frumflytja verk eftir Oliver
Kentish til minningar um Helgu Ing-
ólfsdóttur og nýtt verk eftir Steingrím
Þórhallsson. Steingrímur mun einnig
frumflytja nýtt orgelverk eftir Atla Heimi
Sveinsson. Auk þess verða messuþættir
úr Missa Pacis eftir Sigurð Sævarsson
fluttir.
➜ Opið Hús
13.00 Íslenski safnadagurinn verður
haldinn hátíðlegur í Þjóðmenningar-
húsinu í dag, sunnudag og býður Þjóð-
menningarhúsið barnafjölskyldur sér-
staklega velkomnar þennan dag. Enginn
aðgangseyrir verður að sýningunni.
Opið frá kl. 11-17.
13.30 Í Laufási verður sumarstarfsdag-
ur í dag, sunnudag, frá kl. 13.30-16.00.
Þar verður hægt að upplifa lífið eins og
það var á 19.öld í burstabæ í Gamla
bænum Laufási við Eyjaförð. Gestir eru
hvattir til að klæða sig upp í íslenska
búninginn, en uppáklæddir gestir fá frítt
inn þennan dag.
16.00 Frír aðgangur verður að Gljúfra-
steini í dag í tilefni íslenska safnadags-
ins. Stofutónleikar hefjast kl. 16.00.
María Arnardóttir og Matthías Sigurðs-
son leika á píanó og klarinettu. Nánari
upplýsingar á www.gljufrasteinn.is.
➜ Leiðsögn
13.00 Íslenski safnadagurinn verður
haldinn hátíðlegur í Hafnarborg, Hafn-
arfirði. Klukkan 13.00 verður leiðsögn
um sýninguna Formlegt aðhald þar sem
sýnd eru verk listmálarans Eiríks Smith
frá 1951-1957 í umsjón Ólafar K. Sigurð-
ardóttur sýningarstjóra.
➜ Útivist
11.30 Í Viðey verður flugdrekasmiðja í
dag, sunnudag. Flugdrekasmíðin hefst kl.
11.30 og kl. 14.00 verða allir flugdrekar
settir í loft á sama tíma. Skorað er á alla
sem eiga flugdreka að koma til Viðeyjar
og taka þátt, en reynt verður að setja
Íslandsmet í fjölda flugdreka á lofti í einu.
Þátttaka er gestum Viðeyjar að kostnað-
arlausu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Gamanleikarinn Kelsey Grammer
stendur nú í skilnaði við eiginkonu
sína, Camille Grammer, en þau
eiga þrettán ára samband að baki.
Samkvæmt heimildum eiga hjónin
að hafa rifist oft og gjarnan síðustu
mánuði bæði vegna fjárhagsörðug-
leika og vegna meints framhjáhalds
Camille.
„Camille hitti tvítugan þjón þegar
hún var í fríi á Havaí og varð mjög
hrifin af honum. Hún bauð honum
meira að segja að heimsækja sig til
Los Angeles á meðan Kelsey var í
New York að leika. Kelsey frétti af
framhjáhaldinu og varð miður sín,“
var haft eftir ónefndum heimildar-
manni sem segir Camille jafnframt
hafa eytt um efni fram. „Camille
er hrifin af rándýrum merkjavör-
um og Kelsey hefur margoft beðið
hana um að eyða minna, en hún
hlustar ekki. Kelsey er ekki far-
inn á hausinn en hann er ekki leng-
ur ríkur og ég held að Camille hafi
ekki verið hrifin af því að þurfa
að lifa samkvæmt efnum.“ Hjónin
eiga saman tvö börn, hina átta ára
gömlu Mason og fimm ára gamlan
son, Jude.
Konan hélt framhjá
SKILIN Kelsey Grammer og Camille Grammer standa nú í skilnaði. Þau eiga saman
tvö börn. NORDICPHOTOS/GETTY