Fréttablaðið - 10.07.2010, Page 70

Fréttablaðið - 10.07.2010, Page 70
42 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Kristján Hauksson, fyr- irliði Fram, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn FH á fimmtudag.Matthías Vilhjálms- son FH-ingur hékk þá í treyju Kristjáns sem í kjölfarið baðaði út handleggnum sem endaði í andlitinu á Matthíasi. „Þetta var alls ekki viljand. Ég ætlaði ekki að kýla Matta. Hann heldur í mig og ég er að reyna að losa mig. Það var ekkert annað,“ sagði Kristján en samkvæmt sjónvarpsupptökum virðist rauða spjaldið hafa verið réttur dómur. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið í sjónvarpinu. Ég man ekki eftir því að hafa fundið neitt sérstak- lega fyrir því að hafa farið í and- litið á honum. Þetta gerist allt mjög hratt.“ Kristján fer nú í leikbann en við því mega Framarar illa enda með Jón Guðna Fjóluson einnig í banni. „Við erum með breiðan hóp og verðum að þjappa okkur saman. Þetta er ömurlegt en við komumst í gegnum þetta.“ - hbg Kristján Hauksson: Ætlaði ekki að kýla Matta KRISTJÁN HAUKSSON Fékk að líta rauða spjaldið gegn FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tryggvi Guðmundson ætlaði að fljúga með Keflavíkurliðinu í land eftir 2-1 sigur ÍBV á fimmtudaginn. Hann hætti þó snarlega við þar sem Keflvíkingar voru brjálaðir út í Tryggva. Ástæðan er sú að hann var viðriðinn atvik sem lauk með því að Guðjón Árni Antoníusson fékk rautt spjald áður en ÍBV tryggði sér sigur. „Ég er skiljanlega ekki sáttur. Það var greinilegt að við áttum innkastið en Tryggvi tók boltann upp. Ég var pollróleg- ur og ætlaði að taka boltann af honum til að taka innkastið hratt en þá dettur hann. Ef dómarinn átti að spjalda einhvern átti hann að spjalda Tryggva, hann veit það sjálfur að þetta var leikaraskapur,“ sagði Guðjón sem fékk sitt seinna gula spjald fyrir að ýta við Tryggva. „Það er tvísýnt hver átti innkastið,“ segir Tryggvi. „Bæði lið vilja tryggja sér sigur og ég náði því í boltann til að taka innkastið hratt. Við lendum saman og áður en ég veit af er dómarinn kominn með gula spjaldið. Ég var ekki að reyna að fiska spjald eða láta mig detta. Við rákumst bara saman og ég stóð strax upp. Hann gerði mér ekkert,“ sagði Tryggvi. „Ég hélt að dómarinn myndi sjá í gegnum þetta,“ segir Guðjón. „Gunnar Jarl dómari hafði dæmt vel og beðið menn um að standa í lappirnar. Það var dapurlegt að dómarinn skyldi falla fyrir einmitt þessu, ég átti alls ekki skilið gult spjald,“ sagði Guðjón. „Ég er ekki það fljótur að hugsa að ég ætli að ná í bolta til að láta hugsanlega einhvern brjóta á mér sem er kannski með gult spjald og getur fengið rautt. Ég er fljótur að hugsa en ekki svona fljótur,“ segir Tryggvi en þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem andstæðingar Tryggva eru ósáttir. „Ég verð seint valinn vinsælasti keppandinn í deild- inni, það eru tveir búnir að fjúka út af í kringum mig í sumar til dæmis. Ég ætlaði að fljúga með Keflavík- urliðinu heim en hætti við vegna þess hve brjálaðir þeir voru. Ég reyndi líka að tala við Willum þjálfara þeirra til að skýra mína hlið en það var vonlaust.” TRYGGVI GUÐMUNDSSON: SAKAÐUR UM LEIKARASKAP ENN Á NÝ EFTIR AÐ GUÐJÓN ÁRNI ANTONÍUSSON SÁ RAUTT Ég verð seint valinn vinsælasti keppandinn HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæð- ingar, meðal annars heims- og Evr- ópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Bras- ilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Aust- urríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37- 37 jafntefli þar sem gestgjafarn- ir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norð- mönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að kom- ast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrú- legt að sjá hvernig þetta raðað- ist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í sam- hengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhug- aðir tveir æfingaleikir við Þjóð- verja í janúar á næsta ári, í undir- búningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykil- mönnum liðsins, Guðjón Valur Sig- urðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. hjalti@frettabladid.is Svakalegur milliriðill er lykillinn Ísland var nokkuð heppið með riðil á HM í handbolta en lendir í mjög sterkum milliriðli komist liðið áfram. „Milliriðillinn er lykill að góðum árangri á HM,“ segir landsliðsþjálfarinn um dráttinn í gær. ERFITT Aron Pálmarsson er hér í leik gegn Frökkum sem verða væntanlega andstæð- ingar Íslands í milliriðlinum á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ný handbók um hvali í norðurhöfum Falleg og fróðleg bók í þægilegu broti ÞEKKIR ÞÚ HVALINA? Fáanleg á ís lensku og ensku 156 síður www.forlagid.is Riðlarnir á HM: A-riðill: Barein, Egyptaland, Túnis, Þýskaland, Frakkland, Spánn. B-riðill: Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Noregur. C-riðill: Alsír, Ástralía, Rúmenía, Ser- bía, Króatía, Danmörk. D-riðill: Chile, Argentína, Slóvakía, S-Kórea, Pólland, Svíþjóð. FÓTBOLTI Stjörnustúlkur fóru á kostum í átta liða úrslitum VISA- bikars kvenna sem fór fram í gær. Þær skoruðu fjögur mörk gegn engu og komust örugglega í und- anúrslitin. Soffía Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna og þær Kristrún Kristjánsdóttir og Katie McCoy sitt hvort markið. Óvæntustu úrslitin voru þó í Vestmannaeyjum í gær. Þá lagði 1. deildarlið ÍBV lið Hauka sem leikur í Pepsi-deildinni. ÍBV er í öðru sæti í B-riðli 1. deildarinn- ar en Haukar í níunda sæti Pepsi- deildarinnar. Sigurinn var þó síst of stór en mörk ÍBV skoruðu þær Sara Rós Einarsdóttir og Hlíf Hauksdóttir. Þór/KA átti ekki í vandræðum með FH í Hafnarfirðinum í gær. Norðanstúlkur skoruðu fimm mörk á FH sem klóraði í bakkann með síðasta marki leiksins þegar Lili- ana Martins skoraði. Rakel Hönnu- dóttir skoraði tvö mörk fyrir Akur- eyringa og hefur þar með skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikj- um. Inga Dís Júlíusdóttir, Mateja Zver og Vesna Smiljkovic skoruðu hin mörkin. Þá vann Valur fínan sigur á Fylki í Árbænum, 2-0. Björk Gunn- arsdóttir og Dóra María Lárus- dóttir sáu um markaskorun Vals- kvenna sem eiga titil að verja. Dregið verður í undanúrslitin á þriðjudaginn. - hþh Átta liða úrslit VISA-bikars kvenna fóru fram í gær: Eyjastúlkur áfram STJÖRNUSIGUR Myndin er úr leik Stjörnunnar og Grindavíkur í gær þar sem Stjörnu- stúlkur unnu stórsigur þrátt fyrir einbeitingu Suðurnesjastúlkna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > ÍR jafnar topplið Leiknis á nýjan leik ÍA og ÍR skildu jöfn í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Það eina markverða sem gerðist í fyrri hálfleik var dauðafæri Kristjáns Ara Halldórssonar sem komst einn gegn opnu marki en skaut í stöngina og í kjölfarið í slána eftir mikinn darraðardans. Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrir ÍA af stuttu færi eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en þremur mínútum síðar jafnaði Elvar Lúðvík Guðjónsson með skalla eftir hornspyrnu. ÍA var nær því að tryggja sér sigurinn, þeir áttu tvö skot í slána í sömu sókninni undir lok leiksins. ÍA er efst ásamt Leikni og Víkingi en hefur leikið tveim- ur leikjum meira. Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni á heimavelli með einu marki gegn engu og Þróttur og Grótta gerðu 2-2 jafntefli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.