Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 72
44 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Frægasta dýr veraldar í dag er klárlega kolkrabbinn Paul. Hann hefur verið ótrúlega getspakur hingað til á HM og því beið heimsbyggðin spennt eftir því að sjá spá hans fyrir úrslitaleik HM. Sem fyrr voru sett tvö matarbúr ofan í vatnstankinn hjá Palla. Annað hólfið var með fána Spánar og hitt með fána Hollands. Palli var ekki að eyða neinum tíma í vitleysu að þessu sinni og óð beint í Spánarkassann. Hann leit varla á hollenska kassann. Það veit á gott fyrir Spánverja. Paul spáði einnig fyrir um bronsleikinn á mótinu og þar vill Palli meina að Þýskaland vinni Úrúgvæ. Paul hefur haft rétt fyrir sér um alla leiki Þjóðverja á mótinu og því munu eflaust margir setja pening á þýska liðið í leiknum. Þó svo Palli spái Spánverjum sigri er ekki öll nótt úti enn hjá Hollendingum. Hann er nefnilega frægur fyrir að klikka á ögurstundu. Palli hefur aðeins einu sinni giskað vitlaust og það var fyrir úrslitaleik EM 2008. Þá spáði Palli Þjóðverjum sigri á Spáni en Spánverjar unnu þann leik eins og flestir ættu að vita. - hbg Kolkrabbinn Paul: Spáir Spáni sigri á HM KOLKRABBINN PAUL Hefur hann enn og aftur rétt fyrir sér? NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI FIFA hefur gefið út lista yfir þá tíu leikmenn sem koma til greina í vali á besta leikmanni HM 2010. Sá hinn sami hlýtur hinn eftirsótta Gullbolta. Það er fátt sem kemur þar á óvart. Spánverjar eiga þrjá full- trúa – Xavi, Iniesta og David Villa – á topp tíu. Hollendingarnir Wesley Sneij- der og Arjen Robben eru líka á listanum sem og Þjóðverjarnir Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil. Úrúgvæinn „Deadly“ Diego Forlan er að sjálfsögðu á listan- um sem og Lionel Messi og Gana- maðurinn Asamoah Gyan. Besti ungi leikmaðurinn fær einnig verðlaun og þar stendur valið á milli Þjóðverjans Thom- as Muller, Mexíkóans Giovani Dos Santos og Ganverjans Andre Ayew. - hbg Búið að tilnefna þá bestu: Hver fær Gull- boltann? BESTUR? Spánverjinn David Villa þykir líklegur til að fá Gullboltann. NORDIC PHOTOS/AFP HM 2010 Hápunktur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu er klukkan 18.30 á sunnudaginn er sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Það er evr- ópskur úrslitaleikur enda leikur á milli Spánar og Hollands. Leikurinn verður alltaf söguleg- ur enda mun önnur hvor þjóðin lyfta bikarnum í fyrsta skipti. Bikarnum, sem nú er keppt um, var í fyrsta skipti lyft árið 1974. Þá var Holland einmitt í úrslitaleiknum en tapaði gegn Vestur-Þýska- landi. Franz Beckenbauer fékk því fyrstur allra að hampa gylltu styttunni glæsilegu sem Ítal- inn Silvio Gazzaniga hannaði. Hún er rúm 6 kíló að þyngd. Leikmenn Spánar geta orðið goðsagnir Fari svo að Spánverjar vinni leikinn munu leik- menn liðsins rita nöfn sín gylltu letri í knatt- spyrnusöguna. Spánn verður með sigri handhafi bæði Evrópumeistaratitilsins og heimsmeistara- titilsins. Sigur þýðir að liðsins verður minnst sem eins besta knattspyrnulandsliðs allra tíma. Spánn hefur oft átt frábær landslið en aldrei hafði þjóðinni áður tekist að komast í undan- úrslit á HM. Þetta spænska lið er því að rita spænska knattspyrnusögu upp á nýtt. Carles Puyol var hetja Spán- verja í undanúrslitaleiknum og takist honum að verða í sigurliði á morgun hefur honum tekist að vinna nánast allt sem hægt er að vinna í boltanum enda leik- ur hann í sigursælu liði Barce- lona. „Það er mjög ánægjulegt að vera kominn í þennan úrslitaleik. Ég mun skoða framhaldið með landsliðinu eftir mótið. Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um að hætta í landsliðinu,“ sagði Puyol sem er afar stoltur af því að vera kominn í úrslitaleikinn. „Við eigum skilið að vera í þessum leik. Allt liðið getur ekki beðið eftir þess- um leik og ætlar sér stóra hluti. Þetta verður flókinn leikur því bæði lið eru mjög öflug og vilja halda boltanum. Það eru alltaf jafnar líkur í úrslitaleikj- um. Við vorum sigurstranglegastir fyrir mótið en þá töpuðum við fyrir Sviss. Það var slys,“ sagði Puyol en ekkert lið hefur unnið HM eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á mót- inu. Spánn getur breytt því. Það er oft sagt að hollenska landslið- ið árið 1974 sé besta landslið sem vann ekki HM. Hollendingar fengu aftur tækifæri fjórum árum síðar en þá tap- aði liðið fyrir Argentínu. 32 ára bið Hol- lands er nú á enda og þjálfarinn, Bert van Marwijk, segir að liðið í dag sé ekk- ert að velta sér upp úr fyrri töpum Hol- lands í úrslitum HM. Fortíðin skiptir engu máli „Ég hugsa ekkert um það og leikmennirn- ir ekki heldur. Við erum aðeins að hugsa um þennan úrslitaleik. Það sem gerðist í fortíðinni skiptir engu máli núna. Það eru engin leyndarmál á milli þessara liða. Við þekkjumst mjög vel og við erum ekki hræddir við Spánverjana,“ sagði Van Marwijk og bætti við. „Ég get ekki neitað því að Spánn er að spila aðeins betri fótbolta en við á þessu móti. Þeir halda boltanum ótrúlega vel og án boltans eru þeir fljótir að hreyfa sig. Þetta verður áhuga- verður leikur tveggja liða sem vilja halda bolt- anum.“ Flestir sparkspekingar eru á því að Spánn sé líklegri til þess að vinna leikinn. Það truflar ekki Van Marwijk að hans lið sé „litla“ liðið í leiknum. „Mér er alveg sama þótt allur heimurinn segi að Spánn sé sigurstranglegri. Þetta er leikur tveggja þjóða, milli tveggja liða og bæði lið geta unnið. Við höfum fulla trú á okkar getu. Við virðum spænska liðið en erum ekki hrædd- ir. Það er mikil áskorun að mæta þessu liði og vinna það.“ henry@frettabladid.is Nýtt nafn ritað á HM-bikarinn Úrslitaleikur HM 2010 fer fram á morgun. Þá mætast Spánn og Holland. Hvorugt liðið hefur áður unnið HM og því kemur nýtt nafn á bikarinn. Holland hefur tvisvar áður komist í úrslit en tapað í bæði skiptin. Spánn er í sínum fyrsta úrslitaleik. Liðið getur þó stimplað sig inn sem eitt það besta í knattspyrnusögunni. STJÖRNURNAR Hollendingurinn Wesley Sneijder og Spánverjinn David Villa hafa verið hetjur sinna liða hingað til á HM. Báðir hafa hæfileika til þess að gera út um úrslitaleikinn. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.