Fréttablaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 78
50 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
„Þetta var í nýjasta þætti Amer-
ica‘s Next Top Model og það var
eiginlega bara tilviljun að við
rákum augun í þetta. Yfirleitt láta
pressuskrifstofur mann vita af
svona löguðu, en við erum ekki
með slíka í Bandaríkjunum þannig
það er erfiðara fyrir okkur að
fylgjast með þar,“ útskýrir Gunn-
ar Hilmarsson, eigandi hönnunar-
fyrirtækisins Andersen & Lauth,
en keppandi í hinum geysivinsæla
sjónvarpsþætti, America‘s Next
Top Model, sást klæðast vesti frá
Andersen & Lauth í einni mynda-
tökunni.
Vestið er úr haust/vetrarlínu
fyrirtækisins sem kom út síð-
asta haust og segir Gunnar ávallt
gaman þegar svona lagað gerist.
„Þetta var ekki í gegnum okkur
og við teljum að einhver stílist-
inn hafi líklega keypt vestið ein-
hvers staðar því við lánuðum
það ekki sjálf. Við erum enn ekki
farin að selja vörur okkar eins
skipulega í Bandaríkjunum og við
gerum í Evrópu og því kemur það
manni enn svolítið á óvart þegar
ég sé fólk klæðast hönnun minni
í Bandaríkjunum,“ segir Gunnar,
en Fréttablaðið greindi frá því í
desember í fyrra að sést hafi til
söngkonunnar Gwen Stefani í flík
frá Andersen & Lauth.
Gunnar er um þessar mundir
staddur í Miami ásamt fjölskyldu
sinni þar sem hann hleður batterí-
in fyrir tískuvikurnar sem hefjast
í ágúst. „Við notum mars, apríl og
maímánuði í að teikna vorlínuna
fyrir næsta ár. Svo kemur stutt
hlé sem maður nýtir gjarnan í frí
áður en maður hefur undirbúning
fyrir tískuvikurnar sem hefjast í
ágúst og standa fram á haust. Það
er heilmikill undirbúningur sem
fylgir slíkum sýningum og nóg að
gera.“ - sm
Andersen & Lauth í Top Model
HEPPILEG TILVILJUN Gunnar Hilm-
arsson, eigandi Andersen & Lauth,
sá hönnun sína í sjónvarpsþættinum
America‘s Next Top Model.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Við vorum að fá staðfestingu á að
okkur er boðið í partí á mánudags-
kvöldið. Það er sko mikið ferli að
komast inn í þessi playboy-partí
og allir verða að senda mynd og
umsókn sem síðan er yfirfarin af
starfsmönnum Playboy. Það má
því kalla þetta ákveðinn heiður
fyrir okkur að komast inn,“ segir
Alma, söngkona í hljómsveitinni
The Charlies, hlæjandi og viður-
kennir að þær séu allar spenntar
að berja Playboy-höllina augum
en að þetta sé um leið mjög skrýt-
ið og frekar fyndið. Í staðfestinga-
bréfi frá aðstandendum partýsins
kemur fram að 3.000 manns hafi
sótt um að komast í partýið og að
mikil öryggisgæsla verði á svæð-
inu enda margir frægir á gesta-
listanum.
Hljómsveitin The Charlies,
sem er skipuð þeim Ölmu, Klöru
og Steinunni, er að taka upp tón-
list í samvinnu við eitt af virt-
ari plötuútgáfum í heimi, Holly-
wood Records. Stúlkurnar fá að
vinna með þeim bestu í bransan-
um og eru á næstunni að fara að
hitta upptökustjórann JR Rotem
sem meðal annars hefur unnið
með Rihönnu og Britney Spears.
„Lífið er bara alveg dásamlegt
hérna. Við þurfum eiginlega að
klípa okkur á hverjum degi til að
fatta að við séum í raun og veru
að upplifa drauminn okkar,“ segir
Alma en lífið er spennandi í borg
englanna.
Mikið fjaðrafok hefur verið í
kringum Hugh Hefner síðustu
daga en fyrrum kærasta hans,
Kendra Wilkinson, var að gefa
út ævisögu sína þar sem hún
afhjúpar leyndardóma Playboy-
veldisins. Það sem hefur vakið
mesta athygli er að Wilkinson
segir að stúlkurnar í partíun-
um hafi verið í röð inn á svefn-
herbergi Hugh Hefners. „Já, við
erum aðeins búnar að vera að
fylgjast með þessu en get sko
lofað þér að við erum ekkert að
fara að stilla okkur upp í neina
röð,“ segir Alma glöð í bragði en
stúlkurnar verða að láta sjá sig
í partíum og á flottum skemmti-
stöðum sem er liður í að kynnast
rétta fólkinu og koma sér áfram
í hörðum bransa.
„Okkar hversdagur er reyndar
frekar einhæfir en við förum á
æfingu og erum svo uppi í stúd-
íói að taka upp alla daga,“ segir
Alma en sveitin er núna að leggja
lokahönd á fjögurra laga plötu
sem mun koma út á næstunni.
„Við erum með árs atvinnuleyfi
og svo sjáum við bara til. Það er
mjög erfitt að skipuleggja eitt-
hvað í þessum bransa enda hlut-
irnir fljótir að breytast. Núna
erum við að njóta augnabliks-
ins og taka þetta allt inn,“ segir
Alma en stúlkurnar sakna þó ást-
vinanna á Íslandi. „Það er alveg
erfitt að vera svona langt í burtu
frá öllum. Við komumst ekki heim
fyrr en um jólin næst. Það er því
mjög gott að vera þrjár saman
hérna. Við gerum allt saman og
það er því gott að okkur kemur
vel saman.“ alfrun@frettabladid.is
ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR: NÓG AÐ GERA HJÁ CHARLIES Í LOS ANGELES
Partí í Playboy-setrinu
Á SLÓÐIR HEFNERS
Alma, Klara og Steinunn eru
að fara í partí í Playboyhöllinni
hans Hugh Hefner um helgina.
Stelpurnar komust í gegnum
mikið umsóknarferli enda Play-
boy-partíin eftirsóknarverð og
gestalistinn stútfullur af frægum
nöfnum.
LÁRÉTT
2. eyja í asíu, 6. hvort, 8. húðsepi
milli táa, 9. borg, 11. tveir eins, 12.
súla, 14. afdrep, 16. stefna, 17. runa,
18. að, 20. fyrir hönd, 21. liðormur.
LÓÐRÉTT
1. erindi, 3. frá, 4. vitsmunamissir,
5. sigað, 7. pedali, 10. samræði, 13.
ferskur, 15. sjá eftir, 16. erlendis, 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. java, 6. ef, 8. fit, 9. róm,
11. tt, 12. stöng, 14. skýli, 16. út, 17.
röð, 18. til, 20. pr, 21. igla.
LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. af, 4. vitglöp, 5.
att, 7. fótstig, 10. mök, 13. nýr, 15.
iðra, 16. úti, 19. ll.
„Það er mjög flott að heyra þessar ólíku tón-
listarstefnur saman í einu lagi. Þetta er óvana-
legt og áhugavert samstarf,“ segir tónlistar-
maðurinn Daníel Ágúst Haraldsson um lagið
Þriggja daga vakt sem er samstarfsverkefni
þriggja vinsælla hljómsveita: Gus Gus, Hjalta-
lín og Ný Dönsk.
Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem
Biggi Veira, úr hljómsveitinni Gus Gus hefur
verið að taka á móti sveitunum í stúdíói síð-
ustu daga og er nú að leggja lokahönd á lagið.
„Þeir sem hafa heyrt taktinn undir segja að
þetta sé mitt besta verk. Ég verð bara að miðla
því áfram,“ segir Biggi hlæjandi en lagið var
ný áskorun fyrir hann enda sveitirnar ólíkar.
„Okkur langaði að gera lag í tengslum
við hátíðina og fengum þessa hugmynd sem
allir voru til í að framkvæma. Björn Jörund-
ur samdi texta, Högni syngur annað erindið
og Stefán Hjörleifsson samdi flott gítarsóló,“
segir Biggi en þetta er í fyrsta sinn sem hann
setur gítarsóló í eitthvert lag.
„Þetta er brot af því besta frá öllum sveit-
um. Popp, rokk og teknó. Maður kemst sko í
gott skap af því að hlusta á lagið og er mjög
dansvænt,“ fullyrðir Daníel en þetta er í
fyrsta sinn sem þessar hljómsveitir leiða
saman hesta sína. Lagið kemur út í tengslum
við tónlistarhátíðina Þriggja daga vakt sem
verður á Akureyri um verslunarmannahelg-
ina, þar sem sveitirnar munu koma fram. „Við
höldum að þessi þrenning sé ósigrandi um
verslunarmannahelgina og að þetta verði ein
þriggja daga tónlistarveisla fyrir alla.“ - áp
Hjaltalín, Gus Gus og Ný dönsk semja lag
BIGGI VEIRA OG DANÍEL ÁGÚST Leggja lokahönd á lagið
Þriggja daga vakt þar sem vinsælustu sveitir landsins,
Hjaltalín, Gus Gus og Nýdönsk, koma saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eygló Hilmarsdóttir
Aldur: Ég er 18
ára.
Starf: Er nemi
við Menntaskól-
ann í Reykjavík.
Fjölskylda: Ég
á 3 systkini og
foreldra, 3 ketti,
3 hænur og 1
hund.
Foreldrar:
Hilmar Jónsson
og Sóley Elíasdóttir.
Búseta: Hafnarfjörður.
Stjörnumerki: Naut.
Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk
í kvikmyndinni Gauragangi sem tökur
hófust á nú á dögunum.
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00
30%
afsl.
Vikutilboð
fullt verð 2.490,-
tilboð 1.745,- fullt verð 2.490,-
tilboð 1.745,-
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason
hefur ákveðið að flytja til London í
byrjun september. Þar getur hann
prófað sig enn frekar áfram í tónlist-
inni og á auðveldara með
að koma sér á framfæri.
Á heimasíðu sinni segist
hann jafnframt vera
„búinn að klára Reykja-
vík í bili“ og á þar við að
hann vilji einfaldlega
reyna fyrir sér á stærri
markaði. Á sama tíma
er Besti flokkurinn rétt
að byrja með Reykjavík og eru því
systkinin Snorri og Heiða Kristín,
aðstoðarmaður Jóns Gnarr borg-
arstjóra, á öndverðum meiði hvað
varðar framtíð sína í borginni.
Undirbúningshópur um
bíótek í Regnbogan-
um, sem Ásgrímur
Sverrisson er í forsvari
fyrir, fagnar því að þetta
gamalgróna bíó
hafi fengið 12
milljóna styrk
til áframhald-
andi starfsemi. Ný starfsemi verður
í bíóinu, meðal annars Kvikmynda-
miðstöð Íslands, skólasýningar fyrir
börn og unglinga og kaffihús, auk
þess sem kvikmyndahátíðir fá þar
góðan sess. Núna um helgina verður
auglýst eftir framkvæmdastjóra
bíóteksins og verður forvitnilegt að
vita hver hreppir þessa eftirsóknar-
verðu stöðu sem indí-bíókóngur
miðbæjarins.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í vik-
unni þá er rokksöngvarinn Jenni úr
hljómsveitinni Brain Police á leiðinni
til Danmerkur þar sem hann ætlar
að leggja stund á rafmagnsverkfræði.
Annar góður tónlistarmaður, tromm-
arinn Bjössi í Mínus, verður þar
einnig næsta haust þar sem hann
komst inn í leiklistarskóla. Mínus og
Brain Police spiluðu oft saman þegar
hljómsveitirnar voru upp
á sitt besta og nú velta
menn fyrir sér hvort félag-
arnir þurfi ekki að leita að
gítar- og bassaleikara og
stofna nýja hljóm-
sveit. - fb, afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 10.
1 Breiðablik.
2 Bjössi í Mínus.
3 Fyrir utan höfuðstöðvar AGS.