Fréttablaðið - 14.07.2010, Side 4
4 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
32°
29°
19°
30°
26°
26°
23°
24°
20°
25°
28°
36°
20°
27°
18°
26°
Á MORGUN
Hægviðri.
FIMMTUDAGUR
Víðast hæg NA-átt,
en stífari suðaustast.
10
14
13
13
13
13
12
12
10
14
11
18
6
3
2
5
3
4
4
4
3
2
4
15
14
13 12
12
13
15
14
12
10
VÍÐAST GÓÐVIÐRI
Veðurspá næstu
daga er aldeilis góð
og lítur út fyrir góð-
viðri fram yfi r helgi
um nánast allt
land. Búast má við
heldur vaxandi NA-
átt suðaustanlands
á fi mmtudag og
örlítið stífari vindi á
föstudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son, fyrrverandi borgarlögmaður,
er nýr stjórnarformaður Kadeco,
Þróunarfélags Keflavíkurflug-
vallar ehf. Vilhjálmur var kjörinn
til starfsins á aðalfundi félagsins
nýverið.
Kadeco var stofnað árið 2006
með það að markmiði að leiða
þróun og umbreytingu á fyrrum
varnarsvæðinu á Keflavíkurflug-
velli til borgaralegra nota, að því
er segir á heimasíðu félagsins.
Á fundinum kom fram að hagn-
aður félagsins árið 2009 var 170,5
milljónir íslenskra króna. - mþl
Aðalfundur Kadeco haldinn:
Nýr stjórnarfor-
maður Kadeco
LÖGREGLUMÁL Ökumaður bíls sem
ók yfir á rangan vegarhelming á
Hafnarfjarðarvegi norðan Arn-
arnesbrúar 18. desember 2009 og
lenti framan á öðrum bíl var með-
vitundarlaus af völdum hjarta-
áfalls þegar áreksturinn varð.
Ökumenn beggja bílanna og far-
þegi í bílnum sem ekið var á létust
í slysinu. Lögregla segir rannsókn
ekki gefa neinar vísbendingar um
hraðakstur. Í krufningarskýrslu
kemur fram að ökumaðurinn hafi
verið meðvitundarlaus þegar
árekstur varð. Hann hafði fengið
hjartaáfall og var úrskurðaður lát-
inn á slysstað, segir í tilkynningu
frá lögreglunni. - gar
Banaslys á Hafnarfjarðarvegi:
Hafði fengið
hjartaáfall áður
ATVINNUMÁL Atvinnuleysi mældist
7,6 prósent í júní og minnkar um
6,4 prósent frá því í maí. Fækkun
á atvinnuleysisskrá er hlutfallslega
meiri á landsbyggðinni en á höfuð-
borgarsvæðinu og er atvinnuleysi
nú 8,5 prósent á höfuðborgarsvæð-
inu en 5,9 prósent á landsbyggð-
inni. Mest er atvinnuleysi á Suð-
urnesjum, eða tæp 12 prósent, og
minnst á Norðurlandi vestra, 2,6
prósent.
Áætlað er að atvinnuleysi minnki
í júlí og verði í kringum 7,5 pró-
sent. - sv
Skýrsla frá Vinnumálastofnun:
Ástandið verst
á Suðurnesjum
VIÐSKIPTI Veltan á íslenska hluta-
bréfamarkaðinum var um 151
milljón króna í síðustu viku, sem
er um helmingi minni velta en
meðaltal á viku í síðasta mánuði.
Ekki er óeðlilegt að markaðurinn
róist í byrjun júlí þegar fjárfest-
ar fara í sumarfrí, samkvæmt
samantekt Íslenskra verðbréfa.
Langmest velta var með bréf
Marels, um 110 milljónir af 151
milljón króna veltu. Bréf Marels
hækkuðu um 2,15 prósent. - bj
Ró yfir hlutabréfamarkaði:
Vikuvelta helm-
ingi minni
Gamli Iðnskólinn til sölu
Húsið að Þingvallastræti 23 á Akureyri
hefur verið auglýst til sölu. Í húsinu
var gamli Iðnskólinn á Akureyri lengi
til húsa. Húsið hefur undanfarin ár
verið nýtt af Háskólanum á Akureyri
sem skrifstofu- og kennsluhúsnæði.
AKUREYRI
FÉLAGSMÁL Barnaverndaryfirvöld
fóru að barnaverndar- og stjórn-
sýslulögum við rannsókn á málefn-
um Götusmiðjunnar, samkvæmt
niðurstöðum félagsmálaráðuneyt-
isins.
Aðstæður barna sem voru í Götu-
smiðjunni voru skoðaðar 25. júní. Í
framhaldinu voru börnin færð þaðan
seinna sama dag. Guðmundur Týr
Þórarinsson, forstöðumaður Götu-
smiðjunnar, gerði athugasemdir við
ráðuneytið. Í niðurstöðu ráðuneytis-
ins kemur fram að mat barnavernd-
aryfirvalda um að flytja börnin hafi
verið í samræmi við frumskyldur
þeirra. Beita skuli þeim ráðstöfun-
um sem séu barni fyrir bestu en í
því felist að börnin skuli ávallt njóta
vafans.
Guðmundur sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær þar sem hann segir
Barnaverndarstofu hafa gert þá
kröfu að hann ræði málið ekki efnis-
lega við fjölmiðla á meðan viðræður
standi yfir milli þeirra. Hann segir
ráðuneytið ekki hafa fjallað um
ágreining hans við Barnaverndar-
stofu og á því og rökstuðningi ráðu-
neytisins sjáist að verið sé að reyna
að breiða yfir mistök barnaverndar-
yfirvalda. - þeb
Mummi í Götusmiðjunni tjáir sig ekki um ágreining við Barnaverndarstofu:
Yfirvöld fóru að settum reglum
MUMMI Í GÖTUSMIÐJUNNI Segir ekki
fjallað um ágreininginn í úrskurðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL Ólíklegt er að þeir
viðskiptavinir eignaleigufyrir-
tækisins Avant sem hafa greitt
of mikið af bílalánum sínum fái
endurgreitt nú þegar óskað hefur
verið eftir því að Fjármálaeftir-
litið skipi bráðabirgðastjórn yfir
félagið. Þetta segir Heimir Har-
aldsson, stjórnarformaður móður-
félagsins Askar Capital.
Stjórn Askar Capital samþykkti
í gær að óska eftir slitameðferð
á félaginu. Samhliða því kom ósk
stjórnar Avant um að Fjármála-
eftirlitið skipi bráðabirgðastjórn
yfir félagið. Í fréttatilkynningu
frá Askar Capital kemur fram að
nýlegur dómur Hæstaréttar um
ólögmæti gengistryggingar lána
hafi mikil áhrif á efnahag fyrir-
tækjanna. Eignir Avant hafi verið
metnar á um 23 milljarða króna
31. maí síðastliðinn en eftir dóm-
inn séu þær metnar á bilinu níu til
þrettán milljarða króna eftir því
hvaða vaxtaviðmiðun er notuð.
Enn fremur segir í fréttatil-
kynningunni að vegna óvissu um
vaxtaútreikningana hafi kröfu-
hafar ekki komist að niðurstöðu
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu Avant. Þar sem endurskipu-
lagningin er óvissu háð og eigin-
fjárstaða félagsins neikvæð um að
lágmarki tíu milljarða telur stjórn
félagsins sig ekki hafa umboð til
áframhaldandi setu.
Staða Askar Capital er mjög
háð afkomu Avant. Eiginfjár-
staða Askar var metin jákvæð
um 3,5 milljarða hinn 31. maí síð-
astliðinn en í kjölfar dómsins er
hún talin neikvæð um 3,5 millj-
arða þar sem sjö milljarða króna
krafa á Avant er talin töpuð. Þar
sem ekki liggur fyrir samkomu-
lag við kröfuhafa um endurskipu-
lagningu hefur stjórn Askar því
samþykkt að óska eftir slitameð-
ferð á félaginu.
FME sendi frá sér tilkynningu
í gærkvöldi um að bráðabirgða-
stjórnin hefði verið skipuð. Í
henni sitja Friðjón Örn Friðjóns-
son hæstaréttarlögmaður, sem
verður formaður, Hulda Rós Rúr-
iksdóttir hæstaréttarlögmaður og
Ljósbrá H. Baldursdóttir, löggilt-
ur endurskoðandi.
Starfsmenn Askar Capital eru
23 og missa nú allir vinnuna. Að
sögn Benedikts Árnasonar for-
stjóra er hins vegar líklegt að ein-
hverjir starfsmannanna taki sig
saman um stofnun fyrirtækis sem
muni halda áfram að þjónusta ein-
hverja viðskiptavini bankans, sem
eru á fjórða tug fjárfesta.
magnusl@frettbladid.is
Ofgreidd lán líklega
ekki endurgreidd
Óvissa um gengislán varð Avant að falli sem dregur Askar Capital niður með
sér. Viðskiptavinir sem hafa ofgreitt gengislán fá líklega ekki endurgreitt.
HEIMASÍÐA AVANT Vefsíða Avant var enn opin í gærkvöldi. Eignir fyrirtækisins voru
metnar á 23 milljarða króna í maí en eftir dóm Hæstaréttar um gengislán voru þær
metnar á 9 til 13 milljarða.
IÐNAÐUR Björk Guðmundsdóttir
tónlistarkona, Oddný Eir Ævars-
dóttir rithöfundur og Jón Þóris-
son arkitekt hafa sent umboðs-
manni Alþingis ábendingu um að
taka Magma-málið til gagngerrar
endurskoðunar.
Þau segja málið gríðar-
legt hagsmunamál fyrir allan
almenning í landinu. Mikilvægt
sé að umboðsmaður taki það til
skoðunar svo hægt sé að vita
hvort hagsmuna almennings
hafi verið gætt á fullnægjandi
hátt, og hvort málsmeðferð hafi
samræmst lögum og vönduðum
stjórnsýsluháttum. - þeb
Umboðsmaður endurskoði:
Björk vill láta
skoða Magma
BJÖRK Vill að Magma-málið verði tekið
til endurskoðunar.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 13.07.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
201,7855
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,75 125,35
188,16 189,08
156,91 157,79
21,043 21,167
19,695 19,811
16,658 16,756
1,4105 1,4187
186,06 187,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR