Fréttablaðið - 14.07.2010, Síða 12
12 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
S
kýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið
hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því
er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó
ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra
bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsl-
una og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum
stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina
að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér
á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta
enn frekar. Hún ber ábyrgðina
sjálf, rétt eins og á þeim skatta-
hækkunum sem þegar hafa
verið ákveðnar.
Skýrsla AGS er raunar
athyglisverð lesning fyrir
margra hluta sakir. Þar kemur
til að mynda fram sú ályktun að
Íslendingar séu alls ekki minna
skattlagðir en til dæmis hinar
Norðurlandaþjóðirnar. AGS tekur skyldugreiðslur í lífeyrissjóði
með í reikninginn og fær út þá niðurstöðu að Íslendingar beri
einna þyngstu skattbyrðina í OECD. Þetta er í andstöðu við það
sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gjarnan haldið fram.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geldur sömuleiðis varhug við
þrepaskiptu tekjuskattkerfi með stighækkandi skattprósentu. Sé
farið yfir ákveðin mörk í því tilliti, skaði það beinlínis tekjuöflun
ríkissjóðs. Sérfræðingar AGS benda á að flest ríki, sem nýti rík-
isfjármálin til að jafna tekjur þegnanna, nái markmiðum sínum
á gjaldahliðinni, með því að greiða bætur til tekjulágra, en noti
ekki skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta gengur sömuleiðis gegn
málflutningi ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum.
Rauði þráðurinn í tillögum AGS er að einfalda skattkerfið og
breikka skattstofnana. Það er ekki sú stefna, sem ríkisstjórnin
hefur fylgt, heldur hefur hún þvert á móti flækt kerfið. Í þessu
ljósi ber að skoða tillögu AGS um að setja allar vörur í sama virð-
isaukaskattþrep, enda fylgir henni sú ábending að bregðast yrði
við slíkri skattahækkun með því að verja umtalsverðum hluta
teknanna til þess að styðja við láglaunafjölskyldur.
AGS varar raunar við hugsanlegum áhrifum skattahækkana og
bendir til dæmis á það augljósa, að hækkun neyzluskatta myndi
velta út í verðlagið, auka verðbólgu og þyngja enn greiðslubyrði
þeirra sem eru með verðtryggð lán.
Í skýrslu AGS kemur ekkert fram um að ríkisstjórnin neyðist
til að hækka skatta. Það er eftir sem áður val ráðherranna, hvort
þeir ná jöfnuði í ríkisfjármálunum með því að hækka skattana
eða með því að skera frekar niður í rekstri ríkisins. Niðurskurður
er erfiðari í framkvæmd, enda margir vel skipulagðir þrýstihóp-
ar og hagsmunasamtök á móti honum. Skattgreiðendur eru stór
hópur, sem hefur ekki skýrt skilgreinda hagsmuni og á sér enga
sérstaka talsmenn. Þess vegna telja stjórnmálamenn oft að það
sé auðveldara að hækka skatta en að skera niður. Í skýrslu AGS
eru engin rök fyrir að það sé leiðin sem á að fara.
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum
flokkum, að leggja fram þingsályktunar-
tillögu sem felur það í sér að aðildarum-
sókn Íslands að Evrópusambandinu verði
dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoð-
anakönnunum er mikill meirihluti þjóðar-
innar andvígur þessari umsókn en það er
einungis meðal kjósenda Samfylkingarinn-
ar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni
og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda
annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands
að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur
að stuðningi við það að draga aðildarum-
sókn Íslands til baka. Samfylkingin er að
verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-
umsóknarinnar og jarðvegur er að mynd-
ast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem
nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að
taka fagnandi sem raunverulega eru mót-
fallnir ESB-aðild Íslands.
ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri
græn en mikil andstaðan hefur verið frá
fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarum-
sókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn
meðal grasrótar VG og er afdráttarlaus-
ari en hún var í upphafi aðildarferlisins.
Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi
VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar.
Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér
að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og
undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn
víðs vegar af landinu, þar af margir sveitar-
stjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl.
Miklar umræður voru um ESB-umsókn-
ina og fundurinn lýsti því yfir að forsend-
ur umsóknarinnar sem lagt var af stað með
væru brostnar og því væri mikilvægt að
taka málið til gagngerrar endurskoðunar.
Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til
sérstaks málefnaþings sem haldið verður á
haustdögum og í framhaldinu yrði flokks-
ráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um
framhald umsóknarinnar og aðildarferlis-
ins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga full-
trúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan
við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var
mjög greinilegt á fundinum að krafan um að
umsóknin verði dregin til baka nýtur vax-
andi og víðtæks stuðnings í grasrót flokks-
ins.
Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér
að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir
við og haldi þannig endurreisninni áfram.
Því eigum við að leggja til hliðar kostnað-
arsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin
og einbeita okkur að verkefnum sem tengj-
ast endurreisn Íslands með beinum hætti.
ESB-umsóknin verður endurskoðuð
Evrópumál
Ásmundur
Einar Daðason
þingmaður Vinstri
grænna
Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði
www.sindri.is / sími 575 0000
Verslanir
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
01
49
3
69.900
Verð með vsk.
18 V höggborvél
DC988KL
Öflug 18 V borvél m. höggi
3ja gíra, 0-450/1450/2000
Átak 52 Nm.
2x2,0 Ah Li-Ion rafhlöður
40 mín. hleðslutæki
Taska fylgir
Mörður í vatnsglasi
Mörður Árnason segir Magma málið
vera storm í vatnsglasi. „Það skiptir
engu máli hvort útlendingurinn er
kanadískur eða sænskur, ef hann fer
að íslensk-evrópskum lögum,“ blogg-
ar Mörður. „Það er líka fjarstæða að
halda því fram að hérmeð sé hið
illa alþjóðaauðvald að eignast
íslenskar auðlindir.“ Málið er hins
vegar að stór partur úr sam-
starfsflokki Samfylkingarinnar er
ekki sammála þessari greiningu.
Það er því nokkuð stórt, vatns-
glasið sem Mörður talar
um, og hann er í miðri
hringiðunni.
Dýrt
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær
að Jón Ásgeir Jóhannesson þurfi að
greiða að minnsta kosti 140 millj-
ónir króna í málskostnað fyrir
að verjast kyrrsetningu
eigna sinna í Lond-
on og jafnvel
allt upp í 180
milljónir.
Allt fyrir aleiguna
Fari svo er málskostnaðurinn þegar
orðinn 75 prósent af andvirði allra
eigna Jóns Ásgeirs. Þær nema 240
milljónum króna samkvæmt
lista sem hann hefur lagt fram
í London. Eignirnar eru hins
vegar kyrrsettar og verða því
ekki nýttar til að greiða máls-
kostnaðinn. Jón Ásgeir ætlar
með öðrum orðum að eyða
jafnvirði nærri aleigu sinnar
til að verjast kyrrsetningu
aleigu sinnar. Það er
sérstakt hagsmunamat.
bergsteinn@frettabladid.is
Ríkisstjórnin ber ábyrgð á skattahækkunum,
ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Auðvelda leiðin