Fréttablaðið - 14.07.2010, Page 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
HEIMASMURT NESTI er langbest í ferðalagið. Gaman
getur verið að láta hugmyndaflugið ráða en annars er ótrú-
legt hvað einföld samloka með smjöri og osti bragðast
miklu betur fyrir utan bæjarmörkin en heima í eldhúsi.
GALLAFATNAÐUR-
FERÐAFATNAÐUR
– MIKIÐ ÚRVAL
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið sýnishornin á laxdal.is - thema KORSIKA
„Þegar ég heyrði af verkefninu
hafði ég samband við Rauða kross-
inn og spurði hvort ég mætti slást
með í för. Þar var vel tekið í hug-
myndina og fyrr en varði var ég á
ferðalagi um snævi þaktar slétt-
ur Hvíta-Rússlands,“ segir Brynja
Dögg Friðriksdóttir, meistara-
nemi í heimildarmyndagerð við
University of Salford í Manchest-
er, sem hefur gert mynd um för
starfsmanna Rauða kross Íslands
til Hvíta-Rússlands, þar sem þeir
afhentu gám með gjöfum fyrir ung-
börn og bágstadda í febrúar síðast-
liðnum.
Hópurinn var að störfum í fimm
daga og segir Brynja margt hafa
komið sér á óvart. „Ég vissi lítið
um landið áður en ég lagði af stað,
annað en það sem ég hafði kynnt
mér á netinu. Hins vegar komst ég
að raun um að íbúarnir eru mjög
gestrisið fólk og áhugasamt um
menningu annarra þjóða. Maturinn
er góður og fjölbreyttur, sérstak-
lega í Minsk, arkitektúrinn mikil-
fenglegur og náttúran stórbrotin
með sínum fallegu sléttum, sem ég
myndi vilja sjá að sumarlagi.“
Brynja viðurkennir hins vegar
að Hvíta-Rússland eigi sér skugga-
hliðar. „Bilið er mikið á milli þeirra
efnuðu og fátæku. Eins er mikill
munur á lífskjörum íbúa á höfuð-
borgarsvæðinu og landsbyggðinni
þar sem fólk getur þurft að ferðast
tugi kílómetra til að fá viðunandi
heilbrigðisþjónustu. Það er þó gott
til þess að vita að Rauði krossinn
hefur styrkt lækna og hjúkrunar-
fræðinga sem fara á milli og þjón-
usta íbúana.“
Brynja segir ferðina hafa verið
lærdómsríka. „Mér þótti til dæmis
mjög athyglisvert að uppgötva
að þrátt fyrir bágborið efnahags-
ástand skuli Hvít-Rússar hafa í
nafni Rauða krossins styrkt íbúa
Haítí eftir að jarðskjálftar riðu
þar yfir. Það þykir mér göfugmann-
legt,“ segir Brynja, sem langar að
heimsækja landið aftur við gott
tækifæri, en heimildarmynd henn-
ar Slétt og brugðið má sjá á http://
vimeo.com/11742896.
roald@frettabladid.is
Utan alfaraleiðar
Brynja Dögg Friðriksdóttir, nemi í heimildarmyndagerð, myndaði ferð starfsmanna Rauða kross Íslands til
Hvíta-Rússlands í febrúar síðastliðnum og uppgötvaði margt áhugavert í þessu síðasta einræðisríki Evópu.
„Þetta land virðist af einhverjum ástæðum gleymast í umræðunni um áhugaverða ferðastaði en hefur margt til brunns að bera,“
segir Brynja Dögg Friðriksdóttir, um Hvíta-Rússland sem hún heimsótti fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR